NGC 2080
Tegund: | Ljómþoka |
Stjörnulengd: |
05klst 39mín 44,2s |
Stjörnubreidd: |
-69° 38′ 44" |
Fjarlægð: |
170.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
|
Stjörnumerki: | Sverðfiskurinn |
Önnur skráarnöfn: |
ESO 057-EN012 |
Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þokuna þann 23. desember árið 1834.
NGC 2080 er að finna sunnan við 30 Doradus í Stóra Magellansskýinu, fylgivetrarbraut okkar vetrarbrautar. Hún er um 50 ljósár í þvermál og dregur nafn sitt af tveimur áberandi ljósblettum sem minna á „draugaaugu“.
Vestari bletturinn er kallaður A1. Í honum er ung stjarna sem gefur frá sér öflugan sólvind sem myndar risagasbólu umhverfis hana. Austari bletturinn er kallaður A2 en í honum er ung stjörnuþyrping falin á bak við ryk. Þessi fyrirbæri eru talin hafa myndast fyrir innan við 10 þúsund árum.
Stjörnur svæðisins hafa mikil áhrif á litbrigði þokunnar. Græna litinn í vesturhluta þokunnar má rekja til súrefnis sem stjarna í nágrenninu hefur jónað. Önnur ytri svæði eru rauðleit vegna jónaðs vetnis. í miðsvæðinnu er bæði jónað súrefni og vetni sem gefur því fölgult yfirbragð.