NGC 55

  • NGC 55, bjálkaþoka,
    Vetrarbrautin NGC 55 í stjörnumerkinu Myndhöggvaranum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Óregluleg bjálkavetrarbraut (SB(s)m)
Stjörnulengd:
00klst 14mín 53,6s
Stjörnubreidd:
-39° 11′ 48"
Fjarlægð:
7,5 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,9
Stjörnumerki: Myndhöggvarinn
Önnur skráarnöfn:
PGC 1014, Caldwell 72

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði NGC 55 þann 7. júlí árið 1826. Hún er örlítið minni en vetrarbrautin okkar, um 50 til 70 þúsund ljósár á breidd og líkist mun fremur Stóra Magellansskýinu. Við horfum reyndar ofan á Stóra Magellansskýið en sjáum NGC 55 á rönd.

Með því að rannsaka yfir 20 hringþokur í NGC 55 gátu stjörnufræðingar reiknað út fjarlægðina til hennar nokkuð nákvæmlega sem reyndist 7,5 milljónir ljósára.

NGC 55 og nágranni hennar, NGC 300, eru meðal nálægustu vetrarbrauta við Grenndarhópinn. Þær liggja sennilega milli okkar og Myndhöggvarahópsins.

Myndin hér að ofan var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla. Á henni sjást rauðar ljómþokur sem ungar, heitar og massamiklar stjörnur lýsa upp.

Heimildir

  1. ESO.org - Two Galaxies for a Unique Event

  2. SIMBAD - NGC 55