NGC 663

  • NGC 663, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 663 í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
01klst 46mín
Stjörnubreidd:
+61° 15′
Fjarlægð:
6.850 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,1
Stjörnumerki: Kassíópeia
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 10

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þyrpinguna þann 3. nóvember árið 1787.

Í þyrpingunni eru líklega um 400 stjörnur. Hún nær yfir um fjórðung úr gráðu á himninum og er hægt að greina með berum augum við bestu aðstæður, þótt betra sé að nota stjörnusjónauka til að skoða hana. Björtustu stjörnurnar sjást með handsjónauka.

NGC 663 er um 20-25 milljóna ára gömul. Í henni eru óvenju margar (24) stjörnur af Be litrófsgerð en það eru stjörnur af B-gerð sem hafa áberandi vetnisljómlínu í litrófum sínum.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 663

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 663