Gaupan

  • stjörnukort, stjörnumerki, Gaupan
    Kort af stjörnumerkinu Gaupunni
Helstu upplýsingar
Latneskt heiti:
Lynx
Bjartasta stjarna: α Lyncis
Bayer / Flamsteed stjörnur:
42
Stjörnur bjartari +3,00:
0
Nálægasta stjarna:
LHS 1963
(27 ljósár)
Messier fyrirbæri:
0
Loftsteinadrífur:
Engar
Sést frá Íslandi:

Uppruni

Pólski stjörnufræðingurinn Jóhannes Hevelíus bjó til stjörnumerkið Gaupuna árið 1687. Merkið nefndi hann eftir kattardýrinu gaupu sem lifir víða á norðurhveli jarðar. Hevelíus fyllti þannig upp í óvenju stórt svæði á himninum milli Stórabjörns og Ökumannsins sem hafði aldrei verið gert að stjörnumerki.

Hevelíus var frægur fyrir góða sjón sína og gerði athuganir með berum augum augum, jafnvel þótt sjónaukinn hafði fyrir löngu verið kominn til sögunnar. Hvelíus sagði að til þess að sjá þetta stjörnumerki, þyrfti einmitt sjón gaupunnar.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort Hevelíus hafði goðsagnarveruna Lynkeus í huga þegar hann bjó til merkið. Lynkeus þessi var varðmaður á skipinu Argó og sagður hafa bestu sjón í heiminum. Sagt var að hann gæti jafnvel séð hluti neðanjarðar.

Stjörnur

Allar stjörnur Gaupunnar eru mjög daufar. Aðeins ein ber grískan bókstaf og ein formlegt arabískt nafn.

  • α Lyncis eða 40 Lyncis er bjartasta stjarnan í stjörnumerinu Gaupunni (birtusti 3,13). Hún er appelsínugul risastjarna af gerðinni K7 í um 203 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Alfa Lyncis er 55 sinnum breiðari en sólin og meira en 600 sinnum bjartari.

  • 31 Lyncis eða Alsciaukat (þyrnir) er appelsínugul risastjarna (gerð K4.5) í um 390 ljósára fjarlægð frá jörðinni (birtustig 4,25).

Djúpfyrirbæri

  • NGC 2419 er kúluþyrping í um 300.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er stundum kölluð „flakkarinn milli vetrarbrauta“ því eitt sinn töldu menn hana ekki á sporbraut um vetrarbrautina en vita nú betur.

  • NGC 2683 er þyrilvetrarbraut í um 25 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • NGC 2770 er þyrilvetrarbraut í um 88 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Stjörnukort

stjörnumerki, stjörnuhiminn, Gaupan
Stjörnumerkið Gaupan og nágrenni. Mynd úr Stellarium hugbúnaðinum

Stjörnukort af Gaupunni í prentvænni útgáfu er að finna hér.

Heimildir

  1. Ian Ridpath's Star Tales - Lynx the lynx

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/Lynx_(constellation)