Upplýsingar um öll stjörnumerkin á íslensku
Sævar Helgi Bragason
05. sep. 2012
Tilkynningar
Á Stjörnufræðivefnum má nú nálgast upplýsingar um stjörnumerkin á himinhvolfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo ítarlegar upplýsingar um öll stjörnumerkin 88 eru aðgengilegar á íslensku.
Sagt er frá uppruna hvers merkis og goðsögunum á bak við þau þar sem við á. Ætíð er tekið fram hvort merkið sjáist frá Íslandi eða ekki.
Finna má upplýsingar um björtustu stjörnur hvers merkis sem og áhugaverð djúpfyrirbæri úr Messierskránni og NGC-skránni (sjá til1215) sem henta litlum og meðalstórum stjörnusjónaukum. Í heild er að finna upplýsingar um nærri 400 stjörnur á himninum og tæplega 250 djúpfyrirbæri (sjá til dæmis grein um stjörnumerkið Óríon).
Ennfremur er sagt frá helstu loftsteinadrífum sem virðast stefna úr hverju merki fyrir sig. Loks fylgir hverju merki prentvænt stjörnukort og mynd.
Von okkar er sú að þessar upplýsingar komi íslensku stjörnuáhugafólki að góðum notum.
Tenglar
Þetta er tilkynning frá Stjörnufræðivefnum til1216
Upplýsingar um öll stjörnumerkin á íslensku
Sævar Helgi Bragason 05. sep. 2012 Tilkynningar
Á Stjörnufræðivefnum má nú nálgast upplýsingar um stjörnumerkin á himinhvolfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo ítarlegar upplýsingar um öll stjörnumerkin 88 eru aðgengilegar á íslensku.
Sagt er frá uppruna hvers merkis og goðsögunum á bak við þau þar sem við á. Ætíð er tekið fram hvort merkið sjáist frá Íslandi eða ekki.
Finna má upplýsingar um björtustu stjörnur hvers merkis sem og áhugaverð djúpfyrirbæri úr Messierskránni og NGC-skránni (sjá til1215) sem henta litlum og meðalstórum stjörnusjónaukum. Í heild er að finna upplýsingar um nærri 400 stjörnur á himninum og tæplega 250 djúpfyrirbæri (sjá til dæmis grein um stjörnumerkið Óríon).
Ennfremur er sagt frá helstu loftsteinadrífum sem virðast stefna úr hverju merki fyrir sig. Loks fylgir hverju merki prentvænt stjörnukort og mynd.
Von okkar er sú að þessar upplýsingar komi íslensku stjörnuáhugafólki að góðum notum.
Tenglar
Stjörnumerkin
Þetta er tilkynning frá Stjörnufræðivefnum til1216