Tunglmyrkvi 28. september 2015
Almyrkvi á tungli 28. september 2015
Þegar myrkvinn hófst var tunglið nokkurn veginn í suðri í stjörnumerkinu Fiskunum. Þegar myrkvanum lauk var tunglið nokkurn veginn í vestri og lægra á lofti.
Tunglmyrkvinn átti sér stað þegar tunglið var í jarðnánd (kl. 01:46), þ.e. á stærsta fulla tungli ársins 2015. Að þessu sinni var tunglið 4,7% stærra og 16% bjartara en að meðaltali. Fullt tungl í september er einnig stundum kallað „Uppskerumáni“.
Almyrkvinn 28. september var seinasti myrkvinn í fernd (fjórir almyrkvar á tungli í röð, hver á sex mánaða fresti). Aðrir myrkvar í ferndinni urðu 15. apríl 2014, 8. október 2014 og 4. apríl 2015. Enginn þeirra sást frá Íslandi.
1. Sýnileiki
Myrkvinn sást frá allri næturhlið Jarðar.
![]() |
Sýnileiki tunglmyrkvans 28. september 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson (eftir F. Espenak) |
2. Helstu tímasetningar
Almyrkvi á tungli 28. september 2015 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
![]() |
Helstu tímasetningar tunglmyrkvans 28. september 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson (eftir F. Espenak) |
Atburður |
Tímasetning m.v. Reykjavík* |
|
---|---|---|
Tunglris |
19:03 |
|
P1 |
Hálfskuggamyrkvi hefst |
00:12 |
U1 |
Deildarmyrkvi hefst |
01:07 |
U2 |
Almyrkvi hefst |
02:11 |
Almyrkvi í hámarki |
02:45 |
|
U3 |
Almyrkva lýkur |
03:23 |
U4 |
Deildarmyrkva lýkur |
04:21 |
P4 |
Hálfskuggamyrkva lýkur |
05:22 |
Tunglsetur |
07:51 |
Tunglmyrkvinn stóð yfir í 5 klukkustundir og 10 mínútur.
Almyrkvinn stóð yfir í 1 klukkustund og 12 mínútur.
Deildarmyrkvinn stóð yfir í 3 klukkustundir og 20 mínútur.
*Tímasetningar úr Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2015.
3. Myndir
Tunglmyrkvi 28. september 2015 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Tengt efni
Heimildir
- Sævar Helgi Bragason