Tunglmyrkvi 21. janúar 2019
Þegar myrkvinn hefst verður tunglið nokkurn veginn í suðri í stjörnumerkinu Krabbanum. Þegar myrkvanum lýkur verður tunglið nokkurn veginn í vestri og lægra á lofti.
1. Sýnileiki
Myrkvinn sést frá allri næturhlið Jarðar.
2. Helstu tímasetningar
Atburður |
Tímasetning m.v. Reykjavík* |
|
---|---|---|
Tunglris |
15:34 | |
P1 |
Hálfskuggamyrkvi hefst |
02:37 |
U1 |
Deildarmyrkvi hefst |
03:34 |
U2 |
Almyrkvi hefst |
04:41 |
Almyrkvi í hámarki |
05:12 |
|
U3 |
Almyrkva lýkur |
05:43 |
U4 |
Deildarmyrkva lýkur |
06:51 |
P4 |
Hálfskuggamyrkva lýkur |
07:48 |
Tunglsetur |
11:05 |
Tunglmyrkvinn stendur yfir í 5 stundir og 11 mínútur.
Almyrkvinn stendur yfir í tæplega 1 klukkustund og 2 mínútur.
3. Myndir
Við munum taka myndir af myrkvanum og óskum að sjálfsögðu eftir að fá að birta myndir frá ykkur líka.
Tengt efni
Heimildir og ítarefni
- Sævar Helgi Bragason