Blogg
Fyrirsagnalisti
Norðurljósaútlit 30. jan-5. feb
Sólvindur úr stórri kórónugeil (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 1. febrúar. Daginn áður fer Jörðin inn í geiraskil í sólvindi sem geta valdið nokkuð kröftugum norðurljósum 31. janúar.
Tunglið, Venus og Mars eftir sólsetur 31. janúar
Horfðu í vesturátt við sólsetur 31. janúar. Þar skín Venus skært rétt fyrir ofan vaxandi tunglsigð ásamt Mars
Norðurljósaútlit 23.-29. janúar
Sólvindur úr kórónugeilinni (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 27. janúar. Þangað til verður vikan að líkindum róleg en vrknin eykst lítillega helgina 27.-29. janúar.
Tunglið og Júpíter á morgunhimni 19. janúar
Að morgni 19. janúar verður afar falleg samstaða tunglsins, Júpíters og stjörnunnar Spíku í suðvestri.
Norðurljósaútlit 9.-15. janúar
Vikuna 9.-15. janúar verður Jörðin innan í sólvindi úr lítilli kórónugeil. Búast má við að sólvindur frá henni komi til Jarðar 11. janúar. Útlit er fyrir þokkalega norðurljósaviku.
Jörð næst sólu 4. janúar
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 14:18 miðvikudaginn 4. janúar.