Blogg
Fyrirsagnalisti

Norðurljósaútlit 27. feb-5. mars
Sólvindur streymir úr sömu kórónugeil og gaf fín norðurljós í byrjun mánaðarins. Vindurinn blæs hvassast um Jörðina milli 28. febrúar og 3. mars þegar möguleiki er á lítilsháttar segulstormi.

Mars, Venus og tunglið saman í vestri
Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar.

Júpíter, Spíka og tunglið á næturhimninum
Undir miðnætti birtist þríeykið Júpíter, Spíka og tunglið og er á lofti fram í birtingu

Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran
Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.

Norðurljósaútlit 20.-26. febrúar
Óvenjubreið kórónugeil er á sólinni og þótt sólvindurinn úr henni fari að mestu framhjá Jörðinni er útlit fyrir ágætis norðurljósaviku. Mest gæti virknin orðið föstudaginn 24. febrúar en eftir helgi gætu orðið lítilsháttar segulstormar.

Norðurljósaútlit 13.-19. febrúar
Á sólinni er kórónugeil en líklega fer sólvindurinn úr henni norður yfir Jörðina og hefur því lítil áhrif. Vikan verður róleg en mestar líkur eru á ágætum norðurljósum 14.-16. febrúar.

Venus skín skærast 16. febrúar
Fimmtudaginn 16. febrúar verður flatarmál Venusar á himninum mest frá Jörðu séð og Venus þá eins skær og hún getur orðið.

Norðurljósaútlit 6.-12. febrúar
Jörðin fer inn í geiraskil í sólvindi hinn 7. febrúar sem gæti valdið nokkuð líflegum norðurljósum á þriðjudagskvöld. Daginn eftir má búast við norðurljósum af völdum sólvinds sem berst út úr lítilli kórónugeil en áhrifa hans gætir líklegast á miðvikudag og fimmtudag.

Hálfskuggamyrkvi á tungli 11. febrúar
Aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar verður hálfskuggamyrkvi á tungli. Alla jafna sjást hálfskuggamyrkvar illa eða alls ekki en í þetta sinn fer tunglið djúpt inn í hálfskuggann