Blogg
Fyrirsagnalisti

Venus skín skærast 16. febrúar
Fimmtudaginn 16. febrúar verður flatarmál Venusar á himninum mest frá Jörðu séð og Venus þá eins skær og hún getur orðið.

Norðurljósaútlit 6.-12. febrúar
Jörðin fer inn í geiraskil í sólvindi hinn 7. febrúar sem gæti valdið nokkuð líflegum norðurljósum á þriðjudagskvöld. Daginn eftir má búast við norðurljósum af völdum sólvinds sem berst út úr lítilli kórónugeil en áhrifa hans gætir líklegast á miðvikudag og fimmtudag.

Hálfskuggamyrkvi á tungli 11. febrúar
Aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar verður hálfskuggamyrkvi á tungli. Alla jafna sjást hálfskuggamyrkvar illa eða alls ekki en í þetta sinn fer tunglið djúpt inn í hálfskuggann

Norðurljósaútlit 30. jan-5. feb
Sólvindur úr stórri kórónugeil (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 1. febrúar. Daginn áður fer Jörðin inn í geiraskil í sólvindi sem geta valdið nokkuð kröftugum norðurljósum 31. janúar.

Tunglið, Venus og Mars eftir sólsetur 31. janúar
Horfðu í vesturátt við sólsetur 31. janúar. Þar skín Venus skært rétt fyrir ofan vaxandi tunglsigð ásamt Mars

Norðurljósaútlit 23.-29. janúar
Sólvindur úr kórónugeilinni (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 27. janúar. Þangað til verður vikan að líkindum róleg en vrknin eykst lítillega helgina 27.-29. janúar.

Tunglið og Júpíter á morgunhimni 19. janúar
Að morgni 19. janúar verður afar falleg samstaða tunglsins, Júpíters og stjörnunnar Spíku í suðvestri.