Jörð næst sólu 3. janúar 2018
Sævar Helgi Bragason
02. jan. 2018
Blogg
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 05:35 miðvikudaginn 3. janúar 2018. Stjarnan okkar er þá rétt rúmlega 147 milljón km í burtu.
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 05:35 miðvikudaginn 3. janúar 2018. Stjarnan okkar er þá rétt rúmlega 147 milljón km í burtu. Meðalfjarlægðin á milli Jarðar og sólar er kölluð ein stjarnfræðieining (1 AU eða astronomical unit). Sjá meiri fróðleik í greininni Sólnánd og sólfirrð .
Eftir daginn í dag fjarlægist Jörðin sólina á ný og verður fjærst henni í sumar, hinn 6. júlí næstkomandi, þá 152 milljón km í burtu.
Árstíðirnar eru ekki af völdum breytilegrar fjarlægðar á milli Jarðar og sólar, heldur möndulhalla Jaðrar. Sporöskjulögun jarðbrautarinnar hefur þó áhrif á lengd árstíðanna.
Í sólnánd ferðast Jörðin hraðar í kringum sólina en við sólfirrð. Munurinn á brautarhraðanum er aðeins 1 km/s. Það veldur því að veturinn á norðurhvelinu er stysta árstíðin. Sumarið á norðurhvelinu (tíminn frá sumarsólstöðum til haustjafndægra) er fimm dögum lengri en veturinn.
Gleðilega sólnánd!
Jörð næst sólu 3. janúar 2018
Sævar Helgi Bragason 02. jan. 2018 Blogg
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 05:35 miðvikudaginn 3. janúar 2018. Stjarnan okkar er þá rétt rúmlega 147 milljón km í burtu.
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 05:35 miðvikudaginn 3. janúar 2018. Stjarnan okkar er þá rétt rúmlega 147 milljón km í burtu. Meðalfjarlægðin á milli Jarðar og sólar er kölluð ein stjarnfræðieining (1 AU eða astronomical unit). Sjá meiri fróðleik í greininni Sólnánd og sólfirrð .
Eftir daginn í dag fjarlægist Jörðin sólina á ný og verður fjærst henni í sumar, hinn 6. júlí næstkomandi, þá 152 milljón km í burtu.
Árstíðirnar eru ekki af völdum breytilegrar fjarlægðar á milli Jarðar og sólar, heldur möndulhalla Jaðrar. Sporöskjulögun jarðbrautarinnar hefur þó áhrif á lengd árstíðanna.
Í sólnánd ferðast Jörðin hraðar í kringum sólina en við sólfirrð. Munurinn á brautarhraðanum er aðeins 1 km/s. Það veldur því að veturinn á norðurhvelinu er stysta árstíðin. Sumarið á norðurhvelinu (tíminn frá sumarsólstöðum til haustjafndægra) er fimm dögum lengri en veturinn.
Gleðilega sólnánd!