Þrettán tungla ár hefst á fullum „ofurmána“

Fullur úlfamáni 2. janúar 2018

Sævar Helgi Bragason 01. jan. 2018 Blogg

Fyrsta fulla tungl ársins 2018 verður þriðjudaginn 2. janúar og er jafnframt nálægasta fulla tungl ársins 2018

  • Full tungl. Mynd: Sævar Helgi Bragson/Stjörnufræðivefurinn

Fyrsta fulla tungl ársins 2018 verður kl. 02:24 aðfaranótt þriðjudagsins 2. janúar. Þetta fulla tungl er jafnframt nálægasta fulla tungl ársins 2018 og telst því samkvækmt nútíma skilgreiningu „ofurmáni “.

Beri fullt tungl upp fyrstu ellefu daga janúarmánaðar verða þrettán full tungl á árinu. Næsta fulla tungl verður 31. janúar, líka nálægt jarðnánd eins og fulla tunglið 2. janúar og telst því líka „ofurmáni“. Seinna fulla tungl sama mánaðar er líka stundum kallað blátt tungl.

Tunglmánuðurinn — tíminn milli tveggja nýrra eða fullra tungla — er 29,5 dagar en febrúar hefur aðeins aðeins 28 daga verður ekkert fullt tungl í febrúar. Það gerðist seinast árið 1999 og næst árið 2037. Í mars verða líka tvö full tungl.

Fulla tunglið 2. janúar er stundum kallað úlfamáni. Það dregur nafn sitt af spangóli hungraðra úlfa sem búa við ætisskort um miðjan vetur.

Horfið til himins!

851x315_Saevar