Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran
Sævar Helgi Bragason
20. feb. 2017
Blogg
Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.
Í kvöld — 4. mars — skín tunglið, sem er vaxandi sigð, nálægt Aldebaran, björtustu stjörnunni í nautsmerkinu. Allt í kring sjást stjörnurnar í stjörnuþyrpingunni Regnstirninu. Skoðaðu svæðið með handsjónauka.
Aldebaran er ekki hluti af Regnstirninu. Hún er rauð risastjarna í um 60 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Á himninum virkar Aldebaran rauðgul, ekki ósvipuð Betelgás í Óríon sem er skammt fyrir neðan.
Stjörnumerkið Nautið er við sólbauginn svo fyrir kemur að tunglið gangi fyrir Regnstirnið og Aldebaran. Það gerist einmitt í kvöld en því miður er stjörnumyrkvinn (eins og slíkur atburður kallast) ekki frá Íslandi, heldur Norður Ameríku og Kyrrahafi.
Horfðu til himins!
Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran
Sævar Helgi Bragason 20. feb. 2017 Blogg
Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.
Í kvöld — 4. mars — skín tunglið, sem er vaxandi sigð, nálægt Aldebaran, björtustu stjörnunni í nautsmerkinu. Allt í kring sjást stjörnurnar í stjörnuþyrpingunni Regnstirninu. Skoðaðu svæðið með handsjónauka.
Aldebaran er ekki hluti af Regnstirninu. Hún er rauð risastjarna í um 60 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Á himninum virkar Aldebaran rauðgul, ekki ósvipuð Betelgás í Óríon sem er skammt fyrir neðan.
Stjörnumerkið Nautið er við sólbauginn svo fyrir kemur að tunglið gangi fyrir Regnstirnið og Aldebaran. Það gerist einmitt í kvöld en því miður er stjörnumyrkvinn (eins og slíkur atburður kallast) ekki frá Íslandi, heldur Norður Ameríku og Kyrrahafi.
Horfðu til himins!