Stjörnumerki Dýrahringsins

Í þriðja dálknum í töflunni sést hvenær sólin er í hverju merki í raun og veru. Hún gengur inn í 13. merkið sem nefnist Naðurvaldi um mánaðamótin nóvember/desember.

Stjörnumerki
Dagsetningar samkvæmt stjörnuspeki
Raunverulegar dagsetningar *
Dvöl sólar í merki
Fiskarnir
19. febrúar til 20. mars
12. mars til 18. apríl 38 dagar
Hrúturinn
21. mars til 19. apríl
18. apríl til 14. maí
26 dagar
Nautið
20. apríl til 20. maí
14. maí til 21. júní
38 dagar
Tvíburarnir
21. maí til 21. júní
21. júní til 20. júlí
29 dagar
Krabbinn
22. júní til 22. júlí
20. júlí til 10. ágúst
21 dagur
Ljónið
23. júlí til 22. ágúst
10. ágúst til 16. september
37 dagar
Meyjan
23. ágúst til 22. september 16. september til 31. október
45 dagar
Vogin
23. september til 23. október
31. október til 23. nóvember
21 dagur
Sporðdrekinn
24. október til 21. nóvember  23. nóvember til 29. nóvember
8 dagar
Naðurvaldi
-
29. nóvember til 18. desember
18 dagar
Bogmaðurinn
22. nóvember til 21. desember
18. desember til 19. janúar
34 dagar
Steingeitin
22. desember til 19. janúar
19. janúar til 16. febrúar 27 dagar
Vatnsberinn
20. janúar til 18. febrúar
16. febrúar til 12. mars 24 dagar

Eins og sést hér að ofan er sólin mislengi í stjörnumerkjunum þrettán. Það væri nú nokkuð sérkennileg tilviljun ef sólin væri nákvæmlega mánuð í hverju þeirra og færði sig alltaf á milli á miðnætti!

(*) Dagsetningarnar í seinni dálknum töflunni hér að ofan miðast við árin 2009-2010. Þær eru breytilegar á milli ára m.a. vegna þess að árið er í raun u.þ.b. 365,25 dagar (sem er leiðrétt með því að skjóta inn 29. febrúar á fjögurra ára fresti).

Frá þeim tíma þegar stjörnuspekikerfið var í mótun fyrir nokkur þúsund árum var það miklu nær raunverulegum dagsetningum en nú er. Það er pólvelta jarðar sem veldur því að staðsetning sólar á himninum hefur færst um u.þ.b. mánuð frá þeim tíma. Stjörnuspekingar ættu samt ekki að örvænta þar sem sveiflan vegna pólveltunnar tekur um 26.000 ár. Dýrahringurinn kemst því aftur nálægt því að passa eftir rúmlega 20.000 ár (ef litið er framhjá því að sólin dvelur mislangan tíma í merkjunum!).