ESOcast 30: Fyrstu myndir VLT Survey Telescope
Upplausnir myndskeiðs
Fyrstu myndir VLT Survey Telescope (VST), nýjustu viðbótarinnar við stjörnustöð ESO á Paranal, hafa verið birtar og eru óhemju glæsilegar. VST er 2,6 metra breiður sjónauki í hæsta gæðaflokki. Hann er útbúinn stórri 268 megapixla myndavél, OmegaCAM, sem gerir honum kleift að kortleggja himininn hratt en jafnframt eru gæði myndanna mikil. Sjónaukinn greinir sýnilegt ljós og bætir þess vegna upp athuganir VISTA, innrauða kortlagningarsjónauka ESO. Nýjar myndir af Omegaþokunni og kúluþyrpingunni Omega Centauri bera gæðum VST fagurt vitni.
Kreditlisti:
ESO.
Klipping og myndvinnsla: Martin Kornmesser og Luis Calçada.
Klipping: Herbert Zodet.
Vef- og tækniaðstoð: Lars Holm Nielsen og Raquel Yumi Shida.
Handrit: Richard Hook og Bárbara Ferreira
Þulir: Dr. J. og Gaitee Hussain
Tónlist: movetwo.
Myndir og myndskeið: ESO
Leikstjóri: Richard Hook og Herbert Zodet.
Framleiðandi: Lars Lindberg Christensen.