Sjónaukinn 1. þáttur - Horft til himins í október
Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur nú göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Nýir þættir verða birtir einu sinni til tvisvar í mánuði en fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn og nefnist Horft til himins í október.
Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni og Erninum sem er áberandi á hausthimninum yfir Íslandi.
Framleiðendur eru Stjörnufræðivefurinn og Geimstöðin. Umsjónarmaður þáttarins er Sævar Helgi Bragason, einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins.
Sjáðu fyrsta þáttinn hér undir!
Sjónaukinn - 1. þáttur - Horft til himins í október from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Umsjón: Sævar Helgi Bragason og Andri Ómarsson
Þulur: Sævar Helgi Bragason
Eftirvinnsla: Andri Ómarsson
Myndefni: Andri Ómarsson, ESO, NASA
Tónlist: Zero Project
Myndakort: Stellarium