Blogg
Fyrirsagnalisti

Sex staðreyndir um vorjafndægur
Þriðjudaginn 20. mars kl. 16:15 verða vorjafndægur á norðurhveli Jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu.

Ekkert fullt tungl í febrúar 2018
Í ár — 2018 — er ekkert fullt tungl í febrúarmánuði. Það gerist um það bil fjórum sinnum á öld að meðaltali.

Jörð næst sólu 3. janúar 2018
Jörðin verður næst sólu á þessu ári klukkan 05:35 miðvikudaginn 3. janúar 2018. Stjarnan okkar er þá rétt rúmlega 147 milljón km í burtu.

Þrettán tungla ár hefst á fullum „ofurmána“
Fyrsta fulla tungl ársins 2018 verður þriðjudaginn 2. janúar og er jafnframt nálægasta fulla tungl ársins 2018

Tunglið hylur tarfsaugað aðfaranótt gamlársdags 2017
Klukkan 00:35 aðfaranótt 31. desember 2017 verður stjörnumyrkvi þegar tunglið gengur fyrir stjörnuna Aldebaran eða í Nautinu. Stjörnumyrkvinn stendur yfir í rétt rúma klukkustund.

Róteindabogi á himni — Sjaldséð gerð norðurljósa
Fimmtudagskvöldið 16. mars síðastliðinn sást sjaldséð gerð norðurljósa yfir Íslandi, svokallaður róteindabogi (proton arc).
Gæða Júpíter lífi í myndskeiði
Hópur áhugamanna hefur skeitt saman fjölda mynda af Júpíter til að sýna hreyfingar storma og skýja í lofthjúpi gasrisans.

Norðurljósaútlit 27. feb-5. mars
Sólvindur streymir úr sömu kórónugeil og gaf fín norðurljós í byrjun mánaðarins. Vindurinn blæs hvassast um Jörðina milli 28. febrúar og 3. mars þegar möguleiki er á lítilsháttar segulstormi.

Mars, Venus og tunglið saman í vestri
Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar.
- Fyrri síða
- Næsta síða