Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Norðurljósaútlit 30. jan-5. feb
Sólvindur úr stórri kórónugeil (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 1. febrúar. Daginn áður fer Jörðin inn í geiraskil í sólvindi sem geta valdið nokkuð kröftugum norðurljósum 31. janúar.

Leyndardómur dýpkar með betri mælingum
Nýjar mælingar á Hubble-fastanum eru í góðu samræmi við fyrri athuganir en ríma illa við skilning manna á útþenslu alheimsins.

Tunglið, Venus og Mars eftir sólsetur 31. janúar
Horfðu í vesturátt við sólsetur 31. janúar. Þar skín Venus skært rétt fyrir ofan vaxandi tunglsigð ásamt Mars

Norðurljósaútlit 23.-29. janúar
Sólvindur úr kórónugeilinni (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 27. janúar. Þangað til verður vikan að líkindum róleg en vrknin eykst lítillega helgina 27.-29. janúar.

2016 hlýjasta árið frá upphafi mælinga
Þriðja árið í röð var hitamet slegið á síðasta ári. Átta af tólf mánuðum ársins settu nýtt hitamet fyrir þann tiltekna mánuð ársins. Hnattræn hlýnun er nú orðin 1,1°C frá því á seinni hluta 19. aldar.

Tunglið og Júpíter á morgunhimni 19. janúar
Að morgni 19. janúar verður afar falleg samstaða tunglsins, Júpíters og stjörnunnar Spíku í suðvestri.

ALMA horfir á sólina
Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn tekið myndir af sólinni með ALMA sjónaukanum í Chile
- Fyrri síða
- Sjá fleiri