Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Tunglið hylur tarfsaugað aðfaranótt gamlársdags 2017
Klukkan 00:35 aðfaranótt 31. desember 2017 verður stjörnumyrkvi þegar tunglið gengur fyrir stjörnuna Aldebaran eða í Nautinu. Stjörnumyrkvinn stendur yfir í rétt rúma klukkustund.

Vetrarsólstöður 21. desember 2017
Fimmtudaginn 21. desember 2017 kl. 16:28 verða vetrarsólstöður á norðurhveli Jarðar. Sólin er þá syðst og lægst á himinhvolfinu, dagurinn stystur en nóttin lengst fyrir íbúa á norðurhveli

Líttu eftir stjörnuhröpum næstu kvöld
Milli 21-23. desember 2017 verður loftsteinadrífan Úrsítar í hámarki. Þegar best lætur gætirðu séð í kringum tug stjörnuhrapa á klukkustund.

Jólatunglið kviknar 18. desember
Klukkan 06:30 mánudaginn 18. desember 2017 er nýtt tungl. Tunglið sem kviknar í þeim tunglmánuði sem nær yfir þrettándann kallast jólatungl.

Nasasjón af framtíðinni
Ný mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sýnir yfirstandandi samruna tveggja vetrarbrauta sem kallast NGC 5256 og eru í 350 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í Stórabirni

Geminítar — besta loftsteinadrífa ársins — í hámarki 13.-14. desember
Full ástæða er til að hafa augun á himninum 13.-14. desember 2017. Þú gætir séð talsvert fleiri stjörnuhröp en alla jafna því þá er loftsteinadrífan Geminítar í hámarki og sjást nokkrir tugir stjörnuhrapa á klukkustund þegar best lætur.

„Ofurmáni“ 3. desember 2017
Sunnudaginn 3. desember 2017 kl. 15:47 — verður tunglið fullt. Daginn eftir — mánudaginn 4. desember kl 08:42 — verður tunglið næst Jörðu. Fulla tunglð 3. desember er því nálægasta fulla tungl ársins 2017 en nálægasta fulla tungl ársins er stundum kallað „ofurmáni“

Tempruð bergreikistjarna í næsta nágrenni
Hópur evrópskra stjörnufræðinga sem notaði HARPS mælitækið á 3,6 metra sjónauka ESO í Chile hafa fundið reikistjörnur á stærð við Jörðina í kringum rauðu dvergstjörnuna Ross 128.

Heimsókn úr fjarlægu sólkerfi
Stjörnufræðingar sem notuðu PanSTARRS sjónaukann hafa fundið fyrsta fyrirbærið – líklega smástirni – sem á rætur að rekja til annars sólkerfis.
- Fyrri síða
- Næsta síða