Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Norðurljósaútlit 27. feb-5. mars
Sólvindur streymir úr sömu kórónugeil og gaf fín norðurljós í byrjun mánaðarins. Vindurinn blæs hvassast um Jörðina milli 28. febrúar og 3. mars þegar möguleiki er á lítilsháttar segulstormi.

Mars, Venus og tunglið saman í vestri
Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar.

Súrefni gæti skort við rauða dverga
Tíð sólgos í rauðum dvergum gætu þýtt að aðstæður á reikistjörnum sem ganga um þá séu ekki endilega hagstæðar lífi þó að þær séu á svonefndu lífbelti stjarnanna. Gosin gætu „blásið“ súrefni úr lofthjúpum reikistjarna sem ganga um rauða dverga.

30 ár liðin frá sprengistjörnunni 1987A
Hinn 23. febrúar 1987 sprakk stjarna í Stóra Magellansskýinu, sú nálægasta eftir að sjónaukinn var fundinn upp.

Sjö reikistjörnur í einstöku sólkerfi TRAPPIST-1
Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1

Júpíter, Spíka og tunglið á næturhimninum
Undir miðnætti birtist þríeykið Júpíter, Spíka og tunglið og er á lofti fram í birtingu

Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran
Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.

Norðurljósaútlit 20.-26. febrúar
Óvenjubreið kórónugeil er á sólinni og þótt sólvindurinn úr henni fari að mestu framhjá Jörðinni er útlit fyrir ágætis norðurljósaviku. Mest gæti virknin orðið föstudaginn 24. febrúar en eftir helgi gætu orðið lítilsháttar segulstormar.

Hvað eru þyngdarbylgjur og hvað er svona merkilegt við þær?
Þyngdarbylgjur eru gárur í tímarúminu sem verða til dæmis til við samruna svarthola og/eða nifteindastjarna.
- Fyrri síða
- Næsta síða