Fréttir
Fyrirsagnalisti

Halastjarnan Catalina á morgunhimninum
Í desember og janúar er hægt að sjá halastjörnuna Catalina klífa upp himininn á morgnana. Hún er dauf (5. birtustig) og nýtur sín því best með handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Leoníta loftsteinadrífan nær hámarki 17.-18. nóvember
Hin árlega Leoníta loftsteinadrífa nær hámarki 17. og 18. nóvember. Aðstæður til að fylgjast með drífunni eru heppilegar því birtan af tunglinu truflar ekkert að þessu sinni.

Fóbos er hægt og rólega að tvístrast
Nýtt líkan vísindamanna hjá NASA benda til að stórar, langar sprungur á Fóbosi séu fyrstu merki þess að tunglið sé að sundrast vegna flóðkrafta.

V774104: Fjarlægasta fyrirbæri sem fundist hefur í sólkerfinu
Stjörnufræðingar hafa komið auga á fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur í sólkerfinu okkar til þess: Hrollkaldan hnött, sennilega um 800 km í þvermál, sem er um 103 sinnum lengra frá sólinni en Jörðin - þrisvar sinnum fjarlægari en Plútó.