Fréttir
Fyrirsagnalisti
2015: Spennandi stjörnufræðiár framundan
Árið 2015 sjáum við sólmyrkva og tunglmyrkva, bjartar reikistjörnur á himni og fyrstu heimsóknir ó til dvergreikistjarnanna Plútó og Ceresar
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2014
Hér eru tíu bestu stjörnuljósmyndir (og stuttmynd) ársins 2014 að mati Stjörnufræðivefsins!
Vísbendingar um nýleg eldgos á tunglinu
Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA hefur fundið um 70 ungleg hraun á nærhlið tunglsins. Hraunin ungu benda til þess að eldgos hafi orðið á tunglinu innan síðustu 100 milljón ára.
Vísindi í jólapakkann!
Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með! Já, þetta eru að sjálfsögðu allt saman gjafir fyrir stelpur og stráka!
Mælingar Rosetta benda til að smástirni séu meginuppspretta vatns á Jörðinni, ekki halastjörnur
Niðurstöður rannsókna Rosetta geimfars ESA á vatni frá halastjörnunni 67P/C-G sýna að það er mjög ólíkt vatni á Jörðinni. Niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart og renna stoðum undir þá tilgátu að smástirni séu meginuppspretta vatns á Jörðinni.
Sjáðu bestu loftsteinadrífu ársins laugardagskvöldið 13. desember
Ef veður leyfir laugardagskvöldið 13. desember skaltu horfa til himins. Þetta kvöld (og reyndar sunnudagskvöldið líka) nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki. Geminítar eru oft besta loftsteinadrífa ársins.
Philae lent á halastjörnunni 67P/C-G
Í dag, gangi allt að óskum, mun ómannað evrópskt geimfar lenda á halastjörnu i fyrsta sinn. Þessi síða verður uppfærð reglulega í allan dag og fyrstu myndirnar að sjálfsögðu birtar þegar þær berast til Jarðar.
Philae lendir á halastjörnunni 67P/C-G á miðvikudaginn
Miðvikudaginn 12. nóvember nær Rosetta leiðangur ESA hámarki þegar Philae verður losað frá Rosetta og tilraun gerð til að lenda á yfirborði halastjörnu í fyrsta sinn
Sjáaldrið í auga Júpíters
Í apríl árið 2014 náði Hubble glæsilegri mynd af skugganum sem Ganýmedes varpaði á Stóra rauða blettinn
- Fyrri síða
- Næsta síða