Iceland at Night - Ný bók um næturhiminninn yfir Íslandi komin út

Sævar Helgi Bragason 28. ágú. 2024 Fréttir

Iceland at Night: Your Guide to Northern Lights and Stargazing in Iceland er leiðarvísir um næturhiminninn yfir Íslandi fyrir ferðafólk og leiðsögufólk

  • Iceland at Night, ný bók um næturhiminninn yfir íslandi

Út er komin bókin Iceland at Night: Your Guide to Northern Lights and Stargazing in Iceland . Bókin er leiðarvísir um næturhiminninn yfir Íslandi fyrir ferðafólk, fólk í ferðaþjónustu og auðvitað öll þau sem hafa gaman af því að kíkja til himins. Bókin fæst í öllum bókaverslunum. Útgáfuhóf fer fram í stjörnuverinu í Perlunni sunnudaginn 15. september milli klukkan 14-15.

Icelandatnight_Folagid__1200-x-630

Höfundar bókarinnar eru Sævar Helgi Bragason og Babak Tafreshi, National Geographic ljósmyndari og umsjónarmaður The World at Night verkefnisins. Myndin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af Íslandi á næturnar.

Í bókinni er fjallað um það sem sjá má með berum augum eftir að sólin er sest og myrkrið tekur við, svo sem skugga Jarðar, skýjamyndanir, tunglið og fleira. 

Norðurljósin fá stórt pláss í bókinni en fjallað er um vísindin á bak við þau og ýmsum algengum spurningum um þau svarað. 

Þá er sagt frá helstu stjörnumerkjum sem sjást á himni frá Íslandi og gagnlegt er að þekkja þegar norðurljós láta bíða eftir sér.