Fréttir
Fyrirsagnalisti

Fjarlægasta vetrarbraut sem sést hefur í alheimi hingað til
Hópur stjarnfræðinga telur sig hafa fundið fjarlægustu og því elstu vetrarbraut sem sést hefur í alheiminum hingað til.

Íslensk stjörnukort af öllum stjörnumerkjunum
Stjörnufræðivefurinn býður nú upp hágæðakort af öllum stjörnumerkjum himinhvolfsins á íslensku.

Sverðþokan í Óríon kemur enn á óvart
Í Sverðþokunni í Óríon verða stjörnufræðingar vitni að myndun stjarna. Hér er glæný sýn á þessa miklu þoku.

Vinningshafar í jólaleik Stjörnufræðivefsins
Búið er að draga í jólaleik Stjörnufræðivefsins. Í verðlaun var bókin Alheimurinn og Galíleósjónaukinn.

Faldir fjársjóðir ESO líta dagsins ljós
Nærri 100 ljósmyndir bárust í ljósmyndakeppni ESO og er nú tilkynnt um vinningshafa.

Keplerssjónaukinn finnur sína fyrstu bergreikistjörnu
Kepler-10b er smæsta reikistjarnan sem fundist hefur utan okkar sólkerfis hingað til og fyrsta staðfesta dæmið um bergreikistjörnu.

Hubble þysjar að undarlegu fyrirbæri
Nú hefur Hubble geimsjónaukinn beint sjónum sínum að sérkennilegu grænglóandi gasskýi sem vafist hefur fyrir stjörnufræðingum frá uppgötvun þess árið 2007.

VISTA starir djúpt í bláa lónið
Ný innrauð ljósmynd VISTA sjónauka ESO gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast djúpt í Lónþokuna.

Árekstur vetrarbrauta ekki lengur talinn ábyrgur fyrir vexti svarthola
Samruni vetrarbrauta seður ekki hungur svartholanna sem knýja þessa virku kjarna vetrarbrautanna, svo öðrum fyrirferðarminni fyrirbærum er um að kenna.