Deildarmyrkvi á tungli 18. september 2024

Sævar Helgi Bragason 01. sep. 2024 Fréttir

Aðfaranótt 18. september hylur skuggi Jarðar um 8% af norðurhluta tunglsins

  • Tunglid-deildarmyrkvi-28okt2023-shb

Aðfaranótt miðvikudagsins 18. september 2024 verður deildarmyrkvi á tungli sjáanlegur frá Íslandi, ef veður leyfir. Þegar myrkvinn er í hámarki kl. 02:44 að íslenskum tíma hylur skuggi Jarðar aðeins 8,7% af þvermáli tunglsins. Er þá sem örlítinn bút af norðurhluta tunglsins vanti. 

Iceland at Night, ný bók um næturhiminninn yfir íslandi

Við myrkvann er tunglið í stjörnumerkinu Fiskunum, nokkuð hátt á lofti í suð-suðvestri, skammt frá Satúrnusi. Ekki þarf neinn sérstakan búnað til að fylgjast með myrkvanum, þótt skemmtilegast sé að virða hann fyrir sér í gegnum stjörnusjónauka.

Helstu tímasetningar eru sem hér segir:

  • Hálfskuggamyrkvi hefst: 00:40:58
  • Deildarmyrkvi hefst: 02:12:42
  • Deildarmyrkvi í hámarki: 02:44:14
  • Deildarmyrkva lýkur: 03:16:22
  • Hálfskuggamyrkva lýkur: 04:47:54

Í heildina stendur deildarmyrkvinn yfir í 1 klst 3m 40s.

Deildarmyrkvi-tunglid-180924

Hringmyrkvi á sólu 2. október

Tveimur vikum síðar eða 2. október verður hringmyrkvi á sólu sjáanlegur frá Kyrrahafi og Suður Ameríku.

Nota þarf sólmyrkvagleraugu til að fylgjast með myrkvanum.

Seinast sást hringmyrkvi frá Íslandi 31. maí 2003 og næst 11. júní 2048.