Curiosity sér sólstafi og rökkurskugga á Mars í fyrsta sinn
Sævar Helgi Bragason
07. mar. 2023
Fréttir
Veðurathuganir Mars-jeppans hjálpa okkur að skilja betur veðrið og andrúmsloftið á Mars
Mars-jeppinn Curiosity hefur í fyrsta sinn náð myndum af sólstöfum og rökkurskuggum á Mars. Myndirnar eru hluti af skýjaathugunum jeppans og hjálpa okkur að skilja betur veðrið á Mars.
Rökkurskuggar og sólstafir verða til þegar sólin er nálægt sjóndeildarhringnum, eða jafnvel undir honum, svo geislum og skuggum slær á himinninn. Þessi fyrirbæri eru algeng á Jörðinni en sjaldséðari á Mars .
En þegar sólin settist á Mars 2. febrúar síðastliðinn náði Mars-jeppinn Curiosity í fyrsta sinn mynd af því þegar sólstafir lýstu upp himinninn og sjóndeildarhringurinn varpaði tignarlegum rökkurskuggum.
Fleiri fallegum skýjamyndunum hefur brugðið fyrir. Hinn 27. janúar náði Curiosity til dæmis mynd af litskrúðugu glitskýi og sjá má hér undir. Skýið er úr vatnsís eins og flest ský á Mars.
Árið 2021 fangaði jeppinn svo á mynd falleg silfurský. Mælingar sýna að þau eru í meira en 60 km hæð sem bendir til þess að þau séu úr þurrís, þ.e. koldíoxíðskristöllum. Á Jörðinni eru silfurský algeng sjón í lok júlí og upphafi ágústmánaðar.
Skýjaathuganir Curiosity hjálpa vísindamönnum að finna út hvar og hvenær skýin verða til. Þau koma því að góðu gagni til að skilja betur veðrið á Mars, uppbyggingu andrúmsloftsins, hitastig og vindáttir.
Curiosity sér sólstafi og rökkurskugga á Mars í fyrsta sinn
Sævar Helgi Bragason 07. mar. 2023 Fréttir
Veðurathuganir Mars-jeppans hjálpa okkur að skilja betur veðrið og andrúmsloftið á Mars
Mars-jeppinn Curiosity hefur í fyrsta sinn náð myndum af sólstöfum og rökkurskuggum á Mars. Myndirnar eru hluti af skýjaathugunum jeppans og hjálpa okkur að skilja betur veðrið á Mars.
Rökkurskuggar og sólstafir verða til þegar sólin er nálægt sjóndeildarhringnum, eða jafnvel undir honum, svo geislum og skuggum slær á himinninn. Þessi fyrirbæri eru algeng á Jörðinni en sjaldséðari á Mars .
En þegar sólin settist á Mars 2. febrúar síðastliðinn náði Mars-jeppinn Curiosity í fyrsta sinn mynd af því þegar sólstafir lýstu upp himinninn og sjóndeildarhringurinn varpaði tignarlegum rökkurskuggum.
Fleiri fallegum skýjamyndunum hefur brugðið fyrir. Hinn 27. janúar náði Curiosity til dæmis mynd af litskrúðugu glitskýi og sjá má hér undir. Skýið er úr vatnsís eins og flest ský á Mars.
Árið 2021 fangaði jeppinn svo á mynd falleg silfurský. Mælingar sýna að þau eru í meira en 60 km hæð sem bendir til þess að þau séu úr þurrís, þ.e. koldíoxíðskristöllum. Á Jörðinni eru silfurský algeng sjón í lok júlí og upphafi ágústmánaðar.
Skýjaathuganir Curiosity hjálpa vísindamönnum að finna út hvar og hvenær skýin verða til. Þau koma því að góðu gagni til að skilja betur veðrið á Mars, uppbyggingu andrúmsloftsins, hitastig og vindáttir.