Dökkur blettur á Neptúnusi ljósmyndaður frá Jörðu í fyrsta sinn
Sævar Helgi Bragason
24. ágú. 2023
Fréttir
Mælingar með VLT sjónauka ESO sýna dökkan blett og áður óþekkt veðurfyrirbæri í andrúmslofti Neptúnusar
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile hafa komið auga á stóran dökkan blett í andrúmslofti Neptúnusar. Um leið fannst áður óþekktur bjartur blettur við hlið hans. Þetta er í fyrsta sinn sem dökkur blettur sést í lofthjúpi Neptúnusar með sjónauka á Jörðinni.
Stórir blettir, dökkir og ljósir, eru algeng veðurfyrirbæri í lofthjúpum risareikistjarna sólkerfisins. Á Neptúnusi sáust slíkir blettir í fyrsta sinn þegar Voyager 2 flaug framhjá reikistjörnunni árið 1989. Bletturinn var horfinn tveimur árum síðar svo ljóst er að um skammvinn veðrabrigði er að ræða.
Tilgátur voru uppi um að dökku blettirnir birtust þar sem lofthjúpurinn væri heiðríkari. Nýjar niðurstöður mælinga Very Large Telescope ESO gefa þó nýjar vísbendingar um uppraun þeirra og eðli. Mælingarnar benda til þess að blettirnir verði til undir aðal-misturslaginu í lofthjúpnum, þ.e. undir lofthjúpslaginu sem við sjáum, þegar ísagnir og mistur blandast saman.
Dökku blettirnir endast stutt í lofthjúpi Neptúnusar svo stjörnufræðingar hafa aldrei náð að rannsaka þá í þaula. Gullið tækifæri gafst þegar Hubble geimsjónaukinn kom auka á nokkra dökka bletti í lofthjúpnum árið 2018.
Teymi stjörnufræðinga undir forystu Patrick Irwin við Oxfordháskóla í Bretlandi ákvað þá að beina MUSE litrófsritanum á VLT að Neptúnusi. Með MUSE tókst stjörnufræðingunum að skyggnast dýpra inn í lofthjúpinn en áður og ná þrívíðu litrófi. Litrófsmælingarnar gerðu þeim kleift að kanna blettinn í mun meiri amáatriðum en áður.
Litrófsmælingar MUSE mælitækisins á Very Large Telescope ESO sýna dökkan blett sem er mest áberandi á styttri (bláum) bylgjulengdum. Við hlið hans sést lítill bjartur blettur. Mynd: ESO/P. Irwin o.fl.
Mismunandi bylgjulengdir berast frá mismunandi dýpi í andrúmsloftinu svo hægt var að ákvarða hæð blettsins og afla upplýsinga um efnasamsetningu lofthjúpsins í mismunandi hæð.
Mælingarnar leiddu líka óvænt í ljós bjart ský djúpt í andrúmsloftinu í sömu hæð og dökki bletturinn, nánar til tekið við hlið hans. Sambærilegt ský hefur aldrei sést áður, ekki einu sinni með geimsjónaukum. Þetta er áður óþekkt veðurfyrirbæri í loftjúpi Neptúnusar og annars eðlis en metan-háskýin sem áður hafa sést.
„Þetta er ótrúleg aukning á getu mannkynsins til að fylgjast með alheiminum. Fyrst um sinn gátum við aðeins fundið þessa bletti með því að senda geimskip á staðinn, eins og Voyager. Síðan öðluðumst við getuna til að sjá þá úr fjarska með hjálp Hubble. Nú hefur tækninni fleygt svo fram að við getum þetta líka frá Jörðinni,“ sagði Michael Wong, meðhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature Astronomy, um mælingarnar með VLT.
Frétt frá ESO
Dökkur blettur á Neptúnusi ljósmyndaður frá Jörðu í fyrsta sinn
Sævar Helgi Bragason 24. ágú. 2023 Fréttir
Mælingar með VLT sjónauka ESO sýna dökkan blett og áður óþekkt veðurfyrirbæri í andrúmslofti Neptúnusar
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile hafa komið auga á stóran dökkan blett í andrúmslofti Neptúnusar. Um leið fannst áður óþekktur bjartur blettur við hlið hans. Þetta er í fyrsta sinn sem dökkur blettur sést í lofthjúpi Neptúnusar með sjónauka á Jörðinni.
Stórir blettir, dökkir og ljósir, eru algeng veðurfyrirbæri í lofthjúpum risareikistjarna sólkerfisins. Á Neptúnusi sáust slíkir blettir í fyrsta sinn þegar Voyager 2 flaug framhjá reikistjörnunni árið 1989. Bletturinn var horfinn tveimur árum síðar svo ljóst er að um skammvinn veðrabrigði er að ræða.
Tilgátur voru uppi um að dökku blettirnir birtust þar sem lofthjúpurinn væri heiðríkari. Nýjar niðurstöður mælinga Very Large Telescope ESO gefa þó nýjar vísbendingar um uppraun þeirra og eðli. Mælingarnar benda til þess að blettirnir verði til undir aðal-misturslaginu í lofthjúpnum, þ.e. undir lofthjúpslaginu sem við sjáum, þegar ísagnir og mistur blandast saman.
Dökku blettirnir endast stutt í lofthjúpi Neptúnusar svo stjörnufræðingar hafa aldrei náð að rannsaka þá í þaula. Gullið tækifæri gafst þegar Hubble geimsjónaukinn kom auka á nokkra dökka bletti í lofthjúpnum árið 2018.
Teymi stjörnufræðinga undir forystu Patrick Irwin við Oxfordháskóla í Bretlandi ákvað þá að beina MUSE litrófsritanum á VLT að Neptúnusi. Með MUSE tókst stjörnufræðingunum að skyggnast dýpra inn í lofthjúpinn en áður og ná þrívíðu litrófi. Litrófsmælingarnar gerðu þeim kleift að kanna blettinn í mun meiri amáatriðum en áður.
Litrófsmælingar MUSE mælitækisins á Very Large Telescope ESO sýna dökkan blett sem er mest áberandi á styttri (bláum) bylgjulengdum. Við hlið hans sést lítill bjartur blettur. Mynd: ESO/P. Irwin o.fl.
Mismunandi bylgjulengdir berast frá mismunandi dýpi í andrúmsloftinu svo hægt var að ákvarða hæð blettsins og afla upplýsinga um efnasamsetningu lofthjúpsins í mismunandi hæð.
Mælingarnar leiddu líka óvænt í ljós bjart ský djúpt í andrúmsloftinu í sömu hæð og dökki bletturinn, nánar til tekið við hlið hans. Sambærilegt ský hefur aldrei sést áður, ekki einu sinni með geimsjónaukum. Þetta er áður óþekkt veðurfyrirbæri í loftjúpi Neptúnusar og annars eðlis en metan-háskýin sem áður hafa sést.
„Þetta er ótrúleg aukning á getu mannkynsins til að fylgjast með alheiminum. Fyrst um sinn gátum við aðeins fundið þessa bletti með því að senda geimskip á staðinn, eins og Voyager. Síðan öðluðumst við getuna til að sjá þá úr fjarska með hjálp Hubble. Nú hefur tækninni fleygt svo fram að við getum þetta líka frá Jörðinni,“ sagði Michael Wong, meðhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature Astronomy, um mælingarnar með VLT.
Frétt frá ESO