Einstök mynd af leifum dáinna stjarna í Vetrarbrautinni
Sævar Helgi Bragason
20. jan. 2023
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa fundið meira en tuttugu áður óþekktar leifar sprunginna stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Stjörnufræðingar sem notuðu útvarpssjónauka í Ástralíu hafa fundið meira en tuttugu áður óþekktar leifar sprunginna stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Að meðaltali springur stjarna að minnsta kosti einu sinni á öld einhvers staðar í Vetrarbrautinni okkar. Þegar reginrisastjörnur springa þeytist gríðarmikið magn af gasi og ryki út í geiminn á ógnarhraða. Leifarnar þenjast út og kólna á nokkur þúsund árum.
Í Vetrarbrautinni okkar höfum við fundið mörg hundruð sprengistjörnuleifar. Flestar hafa fundist með útvarpssjónaukum því leifarnar gefa frá sér daufa útvarpsgeislun. Langflestar sprengistjörnuleifar eru hins vegar of daufar til að finnast nokkurn tímann. Í rauninni höfum við því fundið miklu færri sprengistjörnuleifar en við ættum að hafa gert.
Myndin sem hér sést var tekin með útvarpssjónaukum í Ástralíu. Myndin var tekin fyrir verkefni sem Brianna Ball, stjörnufræðingur við Albertaháskóla í Kanada, stýrir og gengur út á að kortleggja leifar sprunginna stjarna á suðurhveli himins. Á henni sjást fimm áður óþekktar sprengistjörnuleifar af meira en tuttugu sem rannsóknin hefur þegar leitt í ljós. Litirnir tákna hita og er fjólublár kaldasta gasið en hvítt er heitast.
Uppgötvanirnar hjálpa okkur að skilja betur hvaða tegundir stjarna enda sem sprengistjörnur. Það hjálpar okkur líka að skilja eigin uppruna enda erum við búin til úr leifum löngu dáinna stjarna.
Mynd: R. Kothes (NRC) og PEGASUS teymið. Upprunaleg frétt í Nature
Einstök mynd af leifum dáinna stjarna í Vetrarbrautinni
Sævar Helgi Bragason 20. jan. 2023 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa fundið meira en tuttugu áður óþekktar leifar sprunginna stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Stjörnufræðingar sem notuðu útvarpssjónauka í Ástralíu hafa fundið meira en tuttugu áður óþekktar leifar sprunginna stjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Að meðaltali springur stjarna að minnsta kosti einu sinni á öld einhvers staðar í Vetrarbrautinni okkar. Þegar reginrisastjörnur springa þeytist gríðarmikið magn af gasi og ryki út í geiminn á ógnarhraða. Leifarnar þenjast út og kólna á nokkur þúsund árum.
Í Vetrarbrautinni okkar höfum við fundið mörg hundruð sprengistjörnuleifar. Flestar hafa fundist með útvarpssjónaukum því leifarnar gefa frá sér daufa útvarpsgeislun. Langflestar sprengistjörnuleifar eru hins vegar of daufar til að finnast nokkurn tímann. Í rauninni höfum við því fundið miklu færri sprengistjörnuleifar en við ættum að hafa gert.
Myndin sem hér sést var tekin með útvarpssjónaukum í Ástralíu. Myndin var tekin fyrir verkefni sem Brianna Ball, stjörnufræðingur við Albertaháskóla í Kanada, stýrir og gengur út á að kortleggja leifar sprunginna stjarna á suðurhveli himins. Á henni sjást fimm áður óþekktar sprengistjörnuleifar af meira en tuttugu sem rannsóknin hefur þegar leitt í ljós. Litirnir tákna hita og er fjólublár kaldasta gasið en hvítt er heitast.
Uppgötvanirnar hjálpa okkur að skilja betur hvaða tegundir stjarna enda sem sprengistjörnur. Það hjálpar okkur líka að skilja eigin uppruna enda erum við búin til úr leifum löngu dáinna stjarna.
Mynd: R. Kothes (NRC) og PEGASUS teymið. Upprunaleg frétt í Nature