Glitrandi stjörnur í bungu Vetrarbrautarinnar

Sævar Helgi Bragason 12. jan. 2018 Fréttir

Hubble geimsjónaukinn tók þessa glæsilegu mynd af litríkum stjörnum nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, í bungu henna

  • Stjörnur í bungu Vetrarbrautarinnar

Hubble geimsjónaukinn tók þessa glæsilegu mynd af litríkum stjörnum nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, í bungu hennar.

Rauðleitu stjörnurnar eru aldraðir risar en ljósleitu stjörnurnar eru ungar og svipar til sólarinnar okkar. Bláu deplarnir eru nýmyndaðar stjörnur í forgrunni í skífu Vetrarbrautarinnar.

Stjörnufræðingar hafa síðastliðinn áratug rannsakað um tíu þúsund stjörnur á myndum Hubbles til þess að draga upp mynd af þróun Vetrarbrautarinnar. Athuganir sýna að í bungunni þjóta stjörnurnar til og frá á mismunandi hraða, eins og ferðalangar á annasömum flugvelli. Mælingarnar sýna líka að hreyfing stjarnanna í bungunni er mismunandi og veltur á efnasamsetningu stjarnanna.

Myndin var tekin með Wide Field Camera 3 á Hubble geimsjónaukanum en honum var beint í átt að stjörnumerkinu Bogmanninum.

851x315_Saevar