Heimsókn úr fjarlægu sólkerfi
Sævar Helgi Bragason
29. okt. 2017
Fréttir
Stjörnufræðingar sem notuðu PanSTARRS sjónaukann hafa fundið fyrsta fyrirbærið – líklega smástirni – sem á rætur að rekja til annars sólkerfis.
Stjörnufræðingar sem notuðu PanSTARRS sjónaukann á Haleakala á Maui, einni Hawaiieyja, hafa fundið fyrsta fyrirbærið – líklega smástirni – sem á rætur að rekja til annars sólkerfis.
Fyrirbærið er ekki ýkja stórt, sennilega á bilinu 160 til 400 metrar í þvermál. Sporbraut fyrirbærisins sýnir að það kom inn í sólkerfið „ofan frá“ á um 26 km hraða á sekúndu úr. Á þeim hraða ferðast þða 850 ljósár á 10 milljón árum.
Ekki er vitað enn frá hvaða stjörnu smástirnið kemur. Það kemur úr þeirri átt sem sólin stefnir í en það er einmitt líklegasta stefna „gesta“ úr öðrum sólkerfum.
Fyrirbærið er til bráðabirgða kallað A/2017 U1 og kom það í leitirnar 19. október síðastliðinn. Þá var það á leið út úr sólkerfinu aftur eftir að hafa þotið framhjá sólinni úr tæplega 38 milljón km fjarlægð hinn 9. september.
Fyrirbærið var næst Jörðu 14. október, þá 24 milljónir kílómetra í burtu. Í fyrstu var talið að um halastjörnu væri að ræða en myndir sýna að það er líklega smástirni.
Stjörnufræðingar um allan heim beina nú sjónaukum sínum að þessu einstaka fyrirbæri til afla eins mikilla upplýsinga um það og unnt er, svo hægt sé að læra sem mest um það.
Heimsókn úr fjarlægu sólkerfi
Sævar Helgi Bragason 29. okt. 2017 Fréttir
Stjörnufræðingar sem notuðu PanSTARRS sjónaukann hafa fundið fyrsta fyrirbærið – líklega smástirni – sem á rætur að rekja til annars sólkerfis.
Stjörnufræðingar sem notuðu PanSTARRS sjónaukann á Haleakala á Maui, einni Hawaiieyja, hafa fundið fyrsta fyrirbærið – líklega smástirni – sem á rætur að rekja til annars sólkerfis.
Fyrirbærið er ekki ýkja stórt, sennilega á bilinu 160 til 400 metrar í þvermál. Sporbraut fyrirbærisins sýnir að það kom inn í sólkerfið „ofan frá“ á um 26 km hraða á sekúndu úr. Á þeim hraða ferðast þða 850 ljósár á 10 milljón árum.
Ekki er vitað enn frá hvaða stjörnu smástirnið kemur. Það kemur úr þeirri átt sem sólin stefnir í en það er einmitt líklegasta stefna „gesta“ úr öðrum sólkerfum.
Fyrirbærið er til bráðabirgða kallað A/2017 U1 og kom það í leitirnar 19. október síðastliðinn. Þá var það á leið út úr sólkerfinu aftur eftir að hafa þotið framhjá sólinni úr tæplega 38 milljón km fjarlægð hinn 9. september.
Fyrirbærið var næst Jörðu 14. október, þá 24 milljónir kílómetra í burtu. Í fyrstu var talið að um halastjörnu væri að ræða en myndir sýna að það er líklega smástirni.
Stjörnufræðingar um allan heim beina nú sjónaukum sínum að þessu einstaka fyrirbæri til afla eins mikilla upplýsinga um það og unnt er, svo hægt sé að læra sem mest um það.