Höf undir yfirborði fjögurra tungla Úranusar?
Sævar Helgi Bragason
05. maí 2023
Fréttir
Rannsóknir á gögnum Voyager 2 benda til þess að undir ísskorpu fjögurra af fimm stærstu tunglum Úranusar séu höf
Nýjar rannsóknir og tölvulíkön byggð á gögnum sem Voyager 2 gervitungl NASA aflaði árið 1986 benda til þess að undir ísilögðu yfirborði fjögurra stærstu tungla Úranusar gætu leynst nokkurra tuga kílómetra djúp höf. Af þeim gætu tvö hafanna verið nógu hlý til þess að styðja mögulega lífvænleg umhverfi. Rannnsóknirnar eru hluti af undirbúningi fyrir könnunarleiðangur til Úranusar í framtíðinni.
Úranus skartar að minnsta kosti 27 fylgitunglum. Fimm stærstu kallast Aríel, Úmbríel, Títanía, Óberon og Míranda.
Reikistjörnufræðingar hafa lengi talið sennilegt að stærsta tunglið, Títanía, búi yfir nægum innri varma, þökk sé hrörnun geislavirkra efna í bergmöttli, til að viðhalda hafi undir ísskorpunni. Hin tunglin hafa hingað til verið talin of lítil til þess.
Reikistjörnufræðingar hafa sett könnunarleiðangur til Úranusar í forgang. Til að undirbúa hann og finna út hvaða mælitæki eru best til þess fallin að svara helstu spurningum, hafa þau nú endurskoðað gögnin sem Voyager 2 aflaði. Niðurstöðurnar eru óneitanlega forvitnilegar.
Líkönin benda til þess, að ísskorpur fjögurra tungla séu nógu einangrandi til að geta viðhaldið hafi. Í bergmöttlunum gætu sömuleiðis verið hitauppsprettur sem gætu skapað hýtt umhverfi. Á það sérstaklega við um Títaníu og Óberon sem gætu þar að auki verið nægilega hlý til þess að umhverfið sé lífvænlegt.
Rannsóknir benda ennfremur til þess að á að minnsta kosti einu tunglanna, Aríel, hafi efni úr iðrum tunglsins flust upp til yfirborðsins, mögulega í gegnum íseldfjöll, tiltölulega nýlega.
Á Míröndu, innsta og fimmta stærsta tunglinu, eru líka yfirborðseinkenni sem virka nýleg. Það bendir til þess að Míranda hafi á einhverju tímapunkti verið nægilega hlýtt að innan til að viðhalda hafi. Nýju líkönin benda þó til að Míranda hafi glatað varma of hratt og sé gegnfrosin í dag.
Ein af lykilniðurstöðunum er sú að finna megi klóríð og ammóníak í talsverðum mæli í höfum stærstu tunglanna, sem og sölt. Bæði ammóníak og sölt virka eins og frostlögur sem myndu þá hjálpa vatninu að haldast fljótandi.
Þróa þarf enn betri líkön til að átta okkur betur á yfirborði og uppbygginu tunglanna, svo skipuleggja megi framtíðarleiðangur eins vel og kostur er. Besta leiðin til að staðfesta tilvist innri hafa er að mæla raf- og segulsvið í kiringum þau, eins og Galíelóleiðangurinn gerði við Júpítertunglið Evrópu á sínum tíma. Ef höfin eru köld eða eins konar krapi, sem flytja rafstrauma ekki jafn vel, gæti reynst áskorun að finna út hvað leynist undir niðri.
Áætlað er að senda könnunarfar af stað til Úranusar upp úr 2035 og tæki ferðalagið tæplega 10 ár.
Höf undir yfirborði fjögurra tungla Úranusar?
Sævar Helgi Bragason 05. maí 2023 Fréttir
Rannsóknir á gögnum Voyager 2 benda til þess að undir ísskorpu fjögurra af fimm stærstu tunglum Úranusar séu höf
Nýjar rannsóknir og tölvulíkön byggð á gögnum sem Voyager 2 gervitungl NASA aflaði árið 1986 benda til þess að undir ísilögðu yfirborði fjögurra stærstu tungla Úranusar gætu leynst nokkurra tuga kílómetra djúp höf. Af þeim gætu tvö hafanna verið nógu hlý til þess að styðja mögulega lífvænleg umhverfi. Rannnsóknirnar eru hluti af undirbúningi fyrir könnunarleiðangur til Úranusar í framtíðinni.
Úranus skartar að minnsta kosti 27 fylgitunglum. Fimm stærstu kallast Aríel, Úmbríel, Títanía, Óberon og Míranda.
Reikistjörnufræðingar hafa lengi talið sennilegt að stærsta tunglið, Títanía, búi yfir nægum innri varma, þökk sé hrörnun geislavirkra efna í bergmöttli, til að viðhalda hafi undir ísskorpunni. Hin tunglin hafa hingað til verið talin of lítil til þess.
Reikistjörnufræðingar hafa sett könnunarleiðangur til Úranusar í forgang. Til að undirbúa hann og finna út hvaða mælitæki eru best til þess fallin að svara helstu spurningum, hafa þau nú endurskoðað gögnin sem Voyager 2 aflaði. Niðurstöðurnar eru óneitanlega forvitnilegar.
Líkönin benda til þess, að ísskorpur fjögurra tungla séu nógu einangrandi til að geta viðhaldið hafi. Í bergmöttlunum gætu sömuleiðis verið hitauppsprettur sem gætu skapað hýtt umhverfi. Á það sérstaklega við um Títaníu og Óberon sem gætu þar að auki verið nægilega hlý til þess að umhverfið sé lífvænlegt.
Rannsóknir benda ennfremur til þess að á að minnsta kosti einu tunglanna, Aríel, hafi efni úr iðrum tunglsins flust upp til yfirborðsins, mögulega í gegnum íseldfjöll, tiltölulega nýlega.
Á Míröndu, innsta og fimmta stærsta tunglinu, eru líka yfirborðseinkenni sem virka nýleg. Það bendir til þess að Míranda hafi á einhverju tímapunkti verið nægilega hlýtt að innan til að viðhalda hafi. Nýju líkönin benda þó til að Míranda hafi glatað varma of hratt og sé gegnfrosin í dag.
Ein af lykilniðurstöðunum er sú að finna megi klóríð og ammóníak í talsverðum mæli í höfum stærstu tunglanna, sem og sölt. Bæði ammóníak og sölt virka eins og frostlögur sem myndu þá hjálpa vatninu að haldast fljótandi.
Þróa þarf enn betri líkön til að átta okkur betur á yfirborði og uppbygginu tunglanna, svo skipuleggja megi framtíðarleiðangur eins vel og kostur er. Besta leiðin til að staðfesta tilvist innri hafa er að mæla raf- og segulsvið í kiringum þau, eins og Galíelóleiðangurinn gerði við Júpítertunglið Evrópu á sínum tíma. Ef höfin eru köld eða eins konar krapi, sem flytja rafstrauma ekki jafn vel, gæti reynst áskorun að finna út hvað leynist undir niðri.
Áætlað er að senda könnunarfar af stað til Úranusar upp úr 2035 og tæki ferðalagið tæplega 10 ár.