Hvenær sjást norðurljósin aftur í haust?
Sævar Helgi Bragason
11. ágú. 2018
Fréttir
Líkur á að norðurljós sjáist í kringum miðnætti 16.-18. ágúst eða svo og aftur 20. og 21. ágúst. Útlit fyrir rólega byrjun á haustinu.
Nú þegar farið er að dimma eru ýmsir að velta fyrir sér hvenær líkur séu á að norðurljós sjáist á ný.
Á sólinni eru engir sólblettir sem stendur svo nánast engar líkur eru á að við fáum yfir okkur efnisgusu frá kórónuskvettum . Þessi ládeyða kemur að öllum líkindum til með að halda áfram næstu misseri þegar sólblettalágmarkið stendur yfir.
En ekki örvænta. Norðurljós af völdum sprenginga á sólinni eru mun fátíðari en norðurljós af völdum geila í kórónu sólar.
Það er með öðrum orðum hægt að fá ágæta hugmynd um hvenær norðurljósa er að vænta með því að fylgjast með svokölluðum kórónugeilum.
Úr kórónugeilum flæðir hraðfleygir sólvindur sem veldur norðurljósum þegar jörðin er í vegi hans.
Þessa dagana er þessi kórónugeil að færa sig í átt að jörðinni.
Miðað við hvar hún er á sólinni, þá gæti sólvindur frá henni nái til jarðar á miðvikudag eða fimmtudag (15. og 16. ágúst). Því eru líkur á að norðurljós sjáist í kringum miðnætti 16.-18. ágúst eða svo. Lítið alla vega eftir þeim.
Hvað um næstu vikur?
Taflan hér sýnir að segultruflanir , sem fylgja norðurljósum, hafa verið litlar undanfarnar vikur. Við sjáum hins vegar tvo punkta 24. og 26. júlí.
Þessar segultruflanir mátti rekja til sólvinds sem kom úr lítilli kórónugeil. Sólin snýst á 27 dögum eða svo, svo gera má ráð fyrir því að kórónugeilin snúi aftur að jörðinni 27 dögum síðar eða 20. og 21. ágúst. Þá eru ágætar líkur á að sjá norðurljós.
Fyrir ferðaþjónustufólk er því útlit fyrir að síðustu dagar ágústmánaðar og fyrstu dagar september verði fremur rólegir.
Ekki hafa of miklar áhyggjur samt.
Margt getur enn breyst. Mælingar sýna að mánuðirnir í kringum jafndægur (september/október og mars/apríl) eru bestu norðurljósámánuðir ársins.
Við sjáum norðurljós frá Íslandi þótt virknin sé lítil . Aftur á móti verður lítið um stórfenglegar sýningar.
Svona lítur þetta út nú um stundir alla vega. Við fylgjumst bara spennt með og vonum að haustið verði fengsælla í norðurljósum en útlitið nú gefur til kynna.
Í haust verður opnaður nýr vefur helgaður norðurljósum og norðurljósaútliti yfir Íslandi. Fylgist með.
Hvenær sjást norðurljósin aftur í haust?
Sævar Helgi Bragason 11. ágú. 2018 Fréttir
Líkur á að norðurljós sjáist í kringum miðnætti 16.-18. ágúst eða svo og aftur 20. og 21. ágúst. Útlit fyrir rólega byrjun á haustinu.
Nú þegar farið er að dimma eru ýmsir að velta fyrir sér hvenær líkur séu á að norðurljós sjáist á ný.
Á sólinni eru engir sólblettir sem stendur svo nánast engar líkur eru á að við fáum yfir okkur efnisgusu frá kórónuskvettum . Þessi ládeyða kemur að öllum líkindum til með að halda áfram næstu misseri þegar sólblettalágmarkið stendur yfir.
En ekki örvænta. Norðurljós af völdum sprenginga á sólinni eru mun fátíðari en norðurljós af völdum geila í kórónu sólar.
Það er með öðrum orðum hægt að fá ágæta hugmynd um hvenær norðurljósa er að vænta með því að fylgjast með svokölluðum kórónugeilum.
Úr kórónugeilum flæðir hraðfleygir sólvindur sem veldur norðurljósum þegar jörðin er í vegi hans.
Þessa dagana er þessi kórónugeil að færa sig í átt að jörðinni.
Miðað við hvar hún er á sólinni, þá gæti sólvindur frá henni nái til jarðar á miðvikudag eða fimmtudag (15. og 16. ágúst). Því eru líkur á að norðurljós sjáist í kringum miðnætti 16.-18. ágúst eða svo. Lítið alla vega eftir þeim.
Hvað um næstu vikur?
Taflan hér sýnir að segultruflanir , sem fylgja norðurljósum, hafa verið litlar undanfarnar vikur. Við sjáum hins vegar tvo punkta 24. og 26. júlí.
Þessar segultruflanir mátti rekja til sólvinds sem kom úr lítilli kórónugeil. Sólin snýst á 27 dögum eða svo, svo gera má ráð fyrir því að kórónugeilin snúi aftur að jörðinni 27 dögum síðar eða 20. og 21. ágúst. Þá eru ágætar líkur á að sjá norðurljós.
Fyrir ferðaþjónustufólk er því útlit fyrir að síðustu dagar ágústmánaðar og fyrstu dagar september verði fremur rólegir.
Ekki hafa of miklar áhyggjur samt.
Margt getur enn breyst. Mælingar sýna að mánuðirnir í kringum jafndægur (september/október og mars/apríl) eru bestu norðurljósámánuðir ársins.
Við sjáum norðurljós frá Íslandi þótt virknin sé lítil . Aftur á móti verður lítið um stórfenglegar sýningar.
Svona lítur þetta út nú um stundir alla vega. Við fylgjumst bara spennt með og vonum að haustið verði fengsælla í norðurljósum en útlitið nú gefur til kynna.
Í haust verður opnaður nýr vefur helgaður norðurljósum og norðurljósaútliti yfir Íslandi. Fylgist með.