Psyche gervitunglið á að kanna málmríkt smástirni sem gæti hjálpað okkur að skilja betur járnkjarnann í Jörðinni
Þann 13. október skaut NASA á loft gervitunglinu Psyche sem á að heimsækja samnefnt kartöflulaga smástirni úr járni. Psyche gæti hjálpað okkur að læra meira um járnkjarnann í okkar eigin reikistjörnu.
Psyche er ómannað könnunarfar sem á að ferðast inn í smástirnabeltið
milli Mars og Júpíters. Þegar þangað er komið, eftir sex ára ferðalag
árið 2029, fer gervitunglið á sporbraut um smástirni sem kallast líka
Psyche og verður þar í tvö ár að minnsta kosti.
16 Psyche er smástirni af M-gerð (málmgerð) sem ítalski stjörnufræðingurinn Annibale de Gasparis fann 17. mars árið 1852. Smástirnið er nefnt eftir grísku sálargyðjunni Psyche sem var fegurðardís með fiðrildavængi og ástmær Erosar.
Smástirnið er í laginu eins og kartafla og tæplega helmingur af stærð Ísland eða 220 km í þvermál.
Myndir teknar með Very Large Telescope ESO af smástirninu 16 Psyche
Psyche er gerólíkt öllum öðrum smástirnum sem við höfum heimsótt hingað til. Það er ekki úr grjóti, heldur er það málmríkt og virðist að mestu úr járni.
Þegar Jörðin og hinar bergreikistjörnurnar urðu til sökk mest allt járnið til miðju og myndaði kjarnann. Þannig varð lagskipting Jarðar í skorpu, möttul og kjarna til. Við getum ekki borað ofan í kjarna Jarðar, svo heimsókn til Psyche gefur okkur tækifæri til að sjá og rannsaka járnkjarna sem við getum annars ekki skoðað með neinum öðrum hætti.
Við höfum aldrei áður sent geimfar til jafn framandi hnattar. Hingað til höfum við aðeins rannsakað hnetti úr bergi, gasi eða ís. Er Psyche í alvöru kjarni úr reikistjörnu sem hefði orðið systurreikistjarna Jarðar en splundraðist snemma í sögu sólkerfisins? Eða er Psyche kannski eitthvað alveg nýtt og óþekkt? Leiðangurinn á meðal annars að hjálpa okkur að svara því.
Leiðangur Psyche hefst
Sævar Helgi Bragason 13. okt. 2023 Fréttir
Psyche gervitunglið á að kanna málmríkt smástirni sem gæti hjálpað okkur að skilja betur járnkjarnann í Jörðinni
Þann 13. október skaut NASA á loft gervitunglinu Psyche sem á að heimsækja samnefnt kartöflulaga smástirni úr járni. Psyche gæti hjálpað okkur að læra meira um járnkjarnann í okkar eigin reikistjörnu.
Psyche er ómannað könnunarfar sem á að ferðast inn í smástirnabeltið milli Mars og Júpíters. Þegar þangað er komið, eftir sex ára ferðalag árið 2029, fer gervitunglið á sporbraut um smástirni sem kallast líka Psyche og verður þar í tvö ár að minnsta kosti.
16 Psyche er smástirni af M-gerð (málmgerð) sem ítalski stjörnufræðingurinn Annibale de Gasparis fann 17. mars árið 1852. Smástirnið er nefnt eftir grísku sálargyðjunni Psyche sem var fegurðardís með fiðrildavængi og ástmær Erosar.
Smástirnið er í laginu eins og kartafla og tæplega helmingur af stærð Ísland eða 220 km í þvermál.
Myndir teknar með Very Large Telescope ESO af smástirninu 16 Psyche
Psyche er gerólíkt öllum öðrum smástirnum sem við höfum heimsótt hingað til. Það er ekki úr grjóti, heldur er það málmríkt og virðist að mestu úr járni.
Þegar Jörðin og hinar bergreikistjörnurnar urðu til sökk mest allt járnið til miðju og myndaði kjarnann. Þannig varð lagskipting Jarðar í skorpu, möttul og kjarna til. Við getum ekki borað ofan í kjarna Jarðar, svo heimsókn til Psyche gefur okkur tækifæri til að sjá og rannsaka járnkjarna sem við getum annars ekki skoðað með neinum öðrum hætti.
Við höfum aldrei áður sent geimfar til jafn framandi hnattar. Hingað til höfum við aðeins rannsakað hnetti úr bergi, gasi eða ís. Er Psyche í alvöru kjarni úr reikistjörnu sem hefði orðið systurreikistjarna Jarðar en splundraðist snemma í sögu sólkerfisins? Eða er Psyche kannski eitthvað alveg nýtt og óþekkt? Leiðangurinn á meðal annars að hjálpa okkur að svara því.
Vefur NASA/JPL um Psyche