Myndskeið fanga bjartan vígahnött sem sprakk kl. 22:35 þriðjudaginn 12. september 2023
Klukkan 22:35 þriðjudagskvöldið 12. september 2023 sprakk glæsilegur vígahnöttur yfir Íslandi. Tilkynningar um vígahnöttinn bárust frá Reykjavík, Jökulsárlóni, Hótel Rangá og vitaskuld af Norðurlandi.
Vígahnöttur er loftsteinahrap sem verður skærara en reikistjarnan Venus. Þeir eru steinar sem hafa svifið um sólkerfið í líklega milljarða ára uns Jörðin verður í vegi þeirra. Þá stinga þeir sér inn í andrúmsloftið, ryðja lofti á undan sér sem byrjar að glóa svo ljósrák verður til. Á endanum springur steinninn og hverfur.
Við Babak Tafreshi vorum staddir með hóp áhugaljósmyndara við Heimskautagerðið við Raufarhöfn þegar steinninn lýsti upp himinninn eins og sjá má í mögnuðu myndskeiði hér undir.
Steinninn skildi eftir sig áberandi slóð sem var sjáanleg berum augum í að minnsta kosti 30 mínútur á eftir.
Vígahnettir sjást annað slagið á himni en sjaldan jafn skært og þessi. Þegar mest lét varð vígahnötturinn skærari en tunglið sem gefur vísbendingar um stærð hans. Líklega hefur hann verið einhvers staðar á bilinu jarðarber til tennisbolti að stærð, en hafa ber í huga að það er ágiskun háð talsverðri óvissu.
Steinninn kemur inn í andrúmsloftið úr norðurátt og stefnir nokkurn veginn suður. Líklegt er að hann hafi því sprungið einhvers staðar yfir hálendinu. Erfitt er að dæma um hvort steinninn fuðraði alveg upp en sá möguleiki er alveg fyrir hendi að einhver örsmá brot úr honum hafi fallið alla leið til Jarðar.
Þetta var ótrúlegt og ógleymanlegt sjónarspil öllum þeim sem urðu vitni að. Ekki spillti fyrir stórfengleg og litrík norðurljósasýning sem prýddi himinninn á sama tíma.
Magnaður vígahnöttur sprakk yfir Íslandi
Sævar Helgi Bragason 13. sep. 2023 Fréttir
Myndskeið fanga bjartan vígahnött sem sprakk kl. 22:35 þriðjudaginn 12. september 2023
Klukkan 22:35 þriðjudagskvöldið 12. september 2023 sprakk glæsilegur vígahnöttur yfir Íslandi. Tilkynningar um vígahnöttinn bárust frá Reykjavík, Jökulsárlóni, Hótel Rangá og vitaskuld af Norðurlandi.
Vígahnöttur er loftsteinahrap sem verður skærara en reikistjarnan Venus. Þeir eru steinar sem hafa svifið um sólkerfið í líklega milljarða ára uns Jörðin verður í vegi þeirra. Þá stinga þeir sér inn í andrúmsloftið, ryðja lofti á undan sér sem byrjar að glóa svo ljósrák verður til. Á endanum springur steinninn og hverfur.
Við Babak Tafreshi vorum staddir með hóp áhugaljósmyndara við Heimskautagerðið við Raufarhöfn þegar steinninn lýsti upp himinninn eins og sjá má í mögnuðu myndskeiði hér undir.
Steinninn skildi eftir sig áberandi slóð sem var sjáanleg berum augum í að minnsta kosti 30 mínútur á eftir.
Vígahnettir sjást annað slagið á himni en sjaldan jafn skært og þessi. Þegar mest lét varð vígahnötturinn skærari en tunglið sem gefur vísbendingar um stærð hans. Líklega hefur hann verið einhvers staðar á bilinu jarðarber til tennisbolti að stærð, en hafa ber í huga að það er ágiskun háð talsverðri óvissu.
Steinninn kemur inn í andrúmsloftið úr norðurátt og stefnir nokkurn veginn suður. Líklegt er að hann hafi því sprungið einhvers staðar yfir hálendinu. Erfitt er að dæma um hvort steinninn fuðraði alveg upp en sá möguleiki er alveg fyrir hendi að einhver örsmá brot úr honum hafi fallið alla leið til Jarðar.
Þetta var ótrúlegt og ógleymanlegt sjónarspil öllum þeim sem urðu vitni að. Ekki spillti fyrir stórfengleg og litrík norðurljósasýning sem prýddi himinninn á sama tíma.