Blár svelgur í Fljótinu
Kyrrlát vetrarbraut sem geymir ofsafengna atburði
Sævar Helgi Bragason
01. ágú. 2012
Fréttir
Very Large Telescope ESO hefur tekið mynd af fjarlægri vetrarbraut sem hýst hefur tvær sprengistjörnur undanfarna þrjá áratugi
Vetrarbrautin NGC 1187 prýðir þessa nýju mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Þessi fallega þyrilvetrarbraut er í um 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Fljótinu. Í NGC 1187 hafa orðið tvær sprengistjörnur síðastliðin þrjátíu ár, síðast árið 2007. Þessi mynd af vetrarbrautinni er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið.
Við horfum næstum beint ofan á vetrarbrautina NGC 1187 [1] á þessari nýju mynd VLT sjónaukans og sjáum þess vegna þyrilarma hennar vel. Um sex áberandi þyrilarmar koma í ljós og inniheldur hver og einn þeirra töluvert magn gass og ryks. Bláleitu svæðin í örmunum benda til ungra stjarna sem hafa orðið til úr skýjum úr miðgeimsgasi.
Þegar skyggnst er í átt að miðsvæðunum sjáum við gulglóandi bungu vetrarbrautarinnar. Þessi hluti hennar er að mestu úr gömlum stjörnum, gasi og ryki. Í tilviki NGC 1187 er þar lítil bjálkamyndun í stað kúlulaga bungu. Bjálkinn er talinn leiða gas úr þyrilörmunum að miðjunni og örvar nýmyndun stjarna þar.
Allt umhverfis vetrarbrautina glittir í aragrúa daufari og fjarlægari vetrarbrautir. Sumar þeirra sjást jafnvel í gegnum skífu NGC 1187. Þessar vetrarbrautir eru rauðleitar og í töluverðri andstöðu við fölbláu stjörnuþyrpingarinnar sem eru miklu mun nær.
NGC 1187 virðist kyrrlát og stöðug en í henni hafa orðið tvær sprengistjörnur frá árinu 1982. Sprengistjarna markar endalok massamikillar stjörnu eða hvíts dvergs í tvístirnakerfi [2]. Sprengistjörnur eru meðal orkuríkustu atburða í alheiminum og eru svo skærar að þær verða á tíðum bjartari en hýsilvetrarbrautir þeirra uns þær dofna á fáeinum vikum eða mánuðum. Á meðan sprengingunni stendur getur sprengistjarna gefið frá sér jafn mikla orku og sólin á allri ævi sinni.
Fyrsta sprengistjarnan í NGC 1187, SN 1982 R [2], sást í október 1982. Hana uppgötvuðu stjörnufræðingar í La Silla stjörnustöð ESO. Árið 2007 sá svo stjörnufræðingurinn Berto Monard í Suður Afríku aðra sprengistjörnu í vetrarbrautinni — SN 2007Y. Stjörnufræðingar fylgdust með og gerðu nákvæmar mælingar á SN 2007Y í rúmt ár með mörgum mismunandi sjónaukum. Þessi nýja mynd sem hér sést var búin til úr gögnum sem aflað var í þessum mælingum. Sjá má glitta í sprengistjörnuna neðarlega á myndinni, löngu eftir að hún náði mestri birtu.
Gögnunum var aflað með FORS1 mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
Skýringar
[1] William Herschel uppgötvaði þessa vetrarbraut árið 1784.
[2] Sprengistjörnur verða annars vegar við ævilok massamikillar stjörnu — stjörnu sem eru yfir átta sólmassar — þegar vetnisforðinn er uppurinn og stjarnan ekki lengur fær um að vinna gegn þyngdarhruni þannig að hún sprenging. Sprengistjörnur geta líka orðið í tvístirnakerfum, þar sem hvítur dvergur úr kolefni og súrefni togar til sín efni frá massameiri fylgistjörnu. Flytjist nógu mikið efni til hvíta dvergsins byrjar hann að hrynja saman og springur að lokum.
[3] Alþjóðasamband stjarnvísindamanna sér um nafngiftir sprengistjarna eftir að þær uppgötvast. Nöfnin eru sett saman úr árinu sem stjörnurnar fundust og á eftir því kemur einn eða tveir bókstafir. Fyrstu 26 sprengistjörnur ársins fá stóra bókstafi frá A til Z en allar sprengistjörnur þar á eftir eru skráðar með tveimur litlum bókstöfum.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1231.
Tengdar myndir
- Vetrarbrautin NGC 1187 prýðir þessa nýju mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Þessi fallega þyrilvetrarbraut er í um 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Fljótinu. Í NGC 1187 hafa orðið tvær sprengistjörnur síðastliðin þrjátíu ár, síðast árið 2007. Mynd: ESO
- Vetrarbrautin NGC 1187 prýðir þessa nýju mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Þessi fallega þyrilvetrarbraut er í um 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Fljótinu. Í NGC 1187 hafa orðið tvær sprengistjörnur síðastliðin þrjátíu ár, síðast árið 2007. Sjá má glitta í sprengistjörnuna neðarlega á myndinni en hún er merkt með hvítum hring. Mynd: ESO
Krakkavæn útgáfa
Blár svelgur í Fljótinu
Kyrrlát vetrarbraut sem geymir ofsafengna atburði
Sævar Helgi Bragason 01. ágú. 2012 Fréttir
Very Large Telescope ESO hefur tekið mynd af fjarlægri vetrarbraut sem hýst hefur tvær sprengistjörnur undanfarna þrjá áratugi
Vetrarbrautin NGC 1187 prýðir þessa nýju mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Þessi fallega þyrilvetrarbraut er í um 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Fljótinu. Í NGC 1187 hafa orðið tvær sprengistjörnur síðastliðin þrjátíu ár, síðast árið 2007. Þessi mynd af vetrarbrautinni er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið.
Við horfum næstum beint ofan á vetrarbrautina NGC 1187 [1] á þessari nýju mynd VLT sjónaukans og sjáum þess vegna þyrilarma hennar vel. Um sex áberandi þyrilarmar koma í ljós og inniheldur hver og einn þeirra töluvert magn gass og ryks. Bláleitu svæðin í örmunum benda til ungra stjarna sem hafa orðið til úr skýjum úr miðgeimsgasi.
Þegar skyggnst er í átt að miðsvæðunum sjáum við gulglóandi bungu vetrarbrautarinnar. Þessi hluti hennar er að mestu úr gömlum stjörnum, gasi og ryki. Í tilviki NGC 1187 er þar lítil bjálkamyndun í stað kúlulaga bungu. Bjálkinn er talinn leiða gas úr þyrilörmunum að miðjunni og örvar nýmyndun stjarna þar.
Allt umhverfis vetrarbrautina glittir í aragrúa daufari og fjarlægari vetrarbrautir. Sumar þeirra sjást jafnvel í gegnum skífu NGC 1187. Þessar vetrarbrautir eru rauðleitar og í töluverðri andstöðu við fölbláu stjörnuþyrpingarinnar sem eru miklu mun nær.
NGC 1187 virðist kyrrlát og stöðug en í henni hafa orðið tvær sprengistjörnur frá árinu 1982. Sprengistjarna markar endalok massamikillar stjörnu eða hvíts dvergs í tvístirnakerfi [2]. Sprengistjörnur eru meðal orkuríkustu atburða í alheiminum og eru svo skærar að þær verða á tíðum bjartari en hýsilvetrarbrautir þeirra uns þær dofna á fáeinum vikum eða mánuðum. Á meðan sprengingunni stendur getur sprengistjarna gefið frá sér jafn mikla orku og sólin á allri ævi sinni.
Fyrsta sprengistjarnan í NGC 1187, SN 1982 R [2], sást í október 1982. Hana uppgötvuðu stjörnufræðingar í La Silla stjörnustöð ESO. Árið 2007 sá svo stjörnufræðingurinn Berto Monard í Suður Afríku aðra sprengistjörnu í vetrarbrautinni — SN 2007Y. Stjörnufræðingar fylgdust með og gerðu nákvæmar mælingar á SN 2007Y í rúmt ár með mörgum mismunandi sjónaukum. Þessi nýja mynd sem hér sést var búin til úr gögnum sem aflað var í þessum mælingum. Sjá má glitta í sprengistjörnuna neðarlega á myndinni, löngu eftir að hún náði mestri birtu.
Gögnunum var aflað með FORS1 mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
Skýringar
[1] William Herschel uppgötvaði þessa vetrarbraut árið 1784.
[2] Sprengistjörnur verða annars vegar við ævilok massamikillar stjörnu — stjörnu sem eru yfir átta sólmassar — þegar vetnisforðinn er uppurinn og stjarnan ekki lengur fær um að vinna gegn þyngdarhruni þannig að hún sprenging. Sprengistjörnur geta líka orðið í tvístirnakerfum, þar sem hvítur dvergur úr kolefni og súrefni togar til sín efni frá massameiri fylgistjörnu. Flytjist nógu mikið efni til hvíta dvergsins byrjar hann að hrynja saman og springur að lokum.
[3] Alþjóðasamband stjarnvísindamanna sér um nafngiftir sprengistjarna eftir að þær uppgötvast. Nöfnin eru sett saman úr árinu sem stjörnurnar fundust og á eftir því kemur einn eða tveir bókstafir. Fyrstu 26 sprengistjörnur ársins fá stóra bókstafi frá A til Z en allar sprengistjörnur þar á eftir eru skráðar með tveimur litlum bókstöfum.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1231.University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir
Krakkavæn útgáfa