Sjónaukinn hefur göngu sína á Stjörnufræðivefnum
Vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun
Sævar Helgi Bragason
05. okt. 2012
Fréttir
Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur hafið göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn í október
Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur nú göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Nýir þættir verða birtir einu sinni til tvisvar í mánuði en fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn og nefnist Horft til himins í október.
Efnistök Sjónaukans verða jafn fjölbreytt og alheimurinn sjálfur. Yfir veturinn verður fjallað um stjörnuhimininn yfir Íslandi en þess á milli birtir fróðlegir þættir um allt frá sólkerfinu okkar til stjarna, svarthola og Miklahvells.
Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni og Erninum sem er áberandi á hausthimninum yfir Íslandi.
Þættirnir eru aðgengilegir á Stjörnufræðivefnum og Vimeo síðu Stjörnufræðivefsins í fullri háskerpu.
Framleiðendur eru Stjörnufræðivefurinn og Geimstöðin. Umsjónarmaður þáttarins er Sævar Helgi Bragason, einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins.
Sjáðu fyrsta þáttinn hér undir!
Sjónaukinn - 1. þáttur - Horft til himins í október from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Tenglar
Frekari upplýsingar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
E-mail: [email protected]
Sími: 896-1984
Andri Ómarsson
Geimstöðin
E-mail: [email protected]
Sími: 867-8067
Tengdar myndir
- Skjáskot úr fyrsta þætti Sjónaukans, Horft til himins í október. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
- Skjáskot úr fyrsta þætti Sjónaukans, Horft til himins í október. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
- Merki vefþáttaraðar Stjörnufræðivefsins, Sjónaukinn. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Sjónaukinn hefur göngu sína á Stjörnufræðivefnum
Vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun
Sævar Helgi Bragason 05. okt. 2012 Fréttir
Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur hafið göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn í október
Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur nú göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Nýir þættir verða birtir einu sinni til tvisvar í mánuði en fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn og nefnist Horft til himins í október.
Efnistök Sjónaukans verða jafn fjölbreytt og alheimurinn sjálfur. Yfir veturinn verður fjallað um stjörnuhimininn yfir Íslandi en þess á milli birtir fróðlegir þættir um allt frá sólkerfinu okkar til stjarna, svarthola og Miklahvells.
Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni og Erninum sem er áberandi á hausthimninum yfir Íslandi.
Þættirnir eru aðgengilegir á Stjörnufræðivefnum og Vimeo síðu Stjörnufræðivefsins í fullri háskerpu.
Framleiðendur eru Stjörnufræðivefurinn og Geimstöðin. Umsjónarmaður þáttarins er Sævar Helgi Bragason, einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins.
Sjáðu fyrsta þáttinn hér undir!
Sjónaukinn - 1. þáttur - Horft til himins í október from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Tenglar
Stjörnufræðivefurinn á Vimeo
Geimstöðin
Frekari upplýsingar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
E-mail: [email protected]
Sími: 896-1984
Andri Ómarsson
Geimstöðin
E-mail: [email protected]
Sími: 867-8067
Tengdar myndir