Stjörnur gamlar og nýjar?
Sævar Helgi Bragason
31. okt. 2012
Fréttir
ESO hefur birt nýja og glæsilega mynd af kúluþyrpingunni NGC 6362 sem geymir óvenju unglegar stjörnur.
Þessi litríka mynd af kúluþyrpingunni NGC 6362 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin er, ásamt nýrri mynd af miðsvæðinu frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sú besta sem til er af þessari lítt þekktu þyrpingu. Kúluþyrpingar eru að mestu úr aldurhnignum stjörnum í tugþúsundatali en geyma líka stjörnur sem virðast óvenju unglegar.
Kúluþyrpingar eru með elstu fyrirbærum alheims og er NGC 6362 þar engin undantekning. Á myndinni sjást margar gulleitar stjörnur í þyrpingunni sem hafa gengið í gegnum mestallt æviskeið sitt og eru orðnar að rauðum risum. Kúluþyrpingar eru samt sm áður ekki einhverjar óbreytanlegar fornleifar, því í þessum þéttu stjörnuhópum á sér enn stað forvitnileg virkni.
Sem dæmi eru margir bláir flækingar í NGC 6362 — gamlar en unglegar stjörnur. Allar stjörnurnar í kúluþyrpingum urðu til úr sama efninu um það bil samtímis (venjulega fyrir um 10 milljörðum ára). Samt eru bláir flækingar blárri og bjartari — og þar af leiðandi massameiri — en þeir ættu að vera eftir tíu milljarða ára þróun. Bláar stjörnur eru heitar og brenna eldsneyti sínu hratt svo ef þessar stjörnur urðu til fyrir um tíu milljörðum ára, ættu þær að hafa fuðrað upp fyrir löngu. Hvernig komust þær af?
Stjörnufræðingar vilja ólmir ráða leyndardóma hins unglega útlits bláu flækinganna. Nú um stundir eru tvær meginkenningar sem skýra tilvist þeirra: Annars vegar stjörnur sem rekast saman og sameinast og hins vegar efnisflutningur milli tveggja stjarna. Grunnhugmyndin að baki beggja kenninga er sú að í dag eru þessar stjörnur stærri en þegar þær urðu til, svo á einhverjum tímapunkti á ævi sinni hafa þær fengið aukaefni sem veitti þeim tækifæri til nýs og betra lífs.
Þótt NGC 6362 sé ekki jafn þekkt og margar aðrar kúluþyrpingar þykir stjörnufræðingum hún engu að síður mjög áhugaverð og hafa rannsakað hana mikið. Hún var eitt þeirra 160 svæða á himninum sem valin voru fyrir Pre-FLAMES rannsóknina — forrannsókn sem gerð var milli áranna 1999 og 2002 með 2,2 metra sjónaukanum í La Silla og gekk út að finna heppilegar stjörnur til frekari rannsókna með FLAMES litrófsritanum í VLT. Myndin sem hér sést var búin til úr gögnunum sem aflað var í forrannsókninni.
Á myndinni sést þyrpingin í heild sinni innan um stjörnur í vetrarbrautinni okkar. Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur rannsakað miðju þyrpingarinnar ítarlega. Mynd Hubbles sýnir miklu smærra svæði á himninum í mun meiri smáatriðum. Myndirnar tvær — víðmyndin og nærmyndin — bæta hvor aðra upp fullkomlega.
Stjörnuþyrpingin er í stjörnumerkinu Altarinu sem sést á suðurhimninum í gegnum litla stjörnusjónauka. Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop kom fyrstur manna auga á hana árið 1826 með 22 sentímetra sjónauka í Ástralíu.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1243.
Stjörnur gamlar og nýjar?
Sævar Helgi Bragason 31. okt. 2012 Fréttir
Þessi litríka mynd af kúluþyrpingunni NGC 6362 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin er, ásamt nýrri mynd af miðsvæðinu frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sú besta sem til er af þessari lítt þekktu þyrpingu. Kúluþyrpingar eru að mestu úr aldurhnignum stjörnum í tugþúsundatali en geyma líka stjörnur sem virðast óvenju unglegar.
Kúluþyrpingar eru með elstu fyrirbærum alheims og er NGC 6362 þar engin undantekning. Á myndinni sjást margar gulleitar stjörnur í þyrpingunni sem hafa gengið í gegnum mestallt æviskeið sitt og eru orðnar að rauðum risum. Kúluþyrpingar eru samt sm áður ekki einhverjar óbreytanlegar fornleifar, því í þessum þéttu stjörnuhópum á sér enn stað forvitnileg virkni.
Sem dæmi eru margir bláir flækingar í NGC 6362 — gamlar en unglegar stjörnur. Allar stjörnurnar í kúluþyrpingum urðu til úr sama efninu um það bil samtímis (venjulega fyrir um 10 milljörðum ára). Samt eru bláir flækingar blárri og bjartari — og þar af leiðandi massameiri — en þeir ættu að vera eftir tíu milljarða ára þróun. Bláar stjörnur eru heitar og brenna eldsneyti sínu hratt svo ef þessar stjörnur urðu til fyrir um tíu milljörðum ára, ættu þær að hafa fuðrað upp fyrir löngu. Hvernig komust þær af?
Stjörnufræðingar vilja ólmir ráða leyndardóma hins unglega útlits bláu flækinganna. Nú um stundir eru tvær meginkenningar sem skýra tilvist þeirra: Annars vegar stjörnur sem rekast saman og sameinast og hins vegar efnisflutningur milli tveggja stjarna. Grunnhugmyndin að baki beggja kenninga er sú að í dag eru þessar stjörnur stærri en þegar þær urðu til, svo á einhverjum tímapunkti á ævi sinni hafa þær fengið aukaefni sem veitti þeim tækifæri til nýs og betra lífs.
Þótt NGC 6362 sé ekki jafn þekkt og margar aðrar kúluþyrpingar þykir stjörnufræðingum hún engu að síður mjög áhugaverð og hafa rannsakað hana mikið. Hún var eitt þeirra 160 svæða á himninum sem valin voru fyrir Pre-FLAMES rannsóknina — forrannsókn sem gerð var milli áranna 1999 og 2002 með 2,2 metra sjónaukanum í La Silla og gekk út að finna heppilegar stjörnur til frekari rannsókna með FLAMES litrófsritanum í VLT. Myndin sem hér sést var búin til úr gögnunum sem aflað var í forrannsókninni.
Á myndinni sést þyrpingin í heild sinni innan um stjörnur í vetrarbrautinni okkar. Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur rannsakað miðju þyrpingarinnar ítarlega. Mynd Hubbles sýnir miklu smærra svæði á himninum í mun meiri smáatriðum. Myndirnar tvær — víðmyndin og nærmyndin — bæta hvor aðra upp fullkomlega.
Stjörnuþyrpingin er í stjörnumerkinu Altarinu sem sést á suðurhimninum í gegnum litla stjörnusjónauka. Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop kom fyrstur manna auga á hana árið 1826 með 22 sentímetra sjónauka í Ástralíu.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Richard Hook
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1243.ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: [email protected]