Hubble skoðar hringlaga vetrarbraut
Sævar Helgi Bragason
06. des. 2012
Fréttir
Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922.
Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922. Hringmyndunina og bjagaða lögun vetrarbrautarinnar má rekja til lítillar vetrarbrautar sem fór beint í gegnum miðju NGC 922 fyrir um 330 milljónum ára.
Mynd Hubbles af vetrarbrautinni NGC 922 sýnir að ekki er um dæmigerða þyrilvetrarbraut að ræða. Armar hennar hafa sundrast; straumur stjarna liggur út í geiminn og bjartur hringur úr geimþokum umkringir kjarnann. Athuganir Chandra röntgengeimsjónauka NASA sýna enn meiri glundroða á formi ofurbjartra röntgenlinda hér og þar um vetrarbrautina.
Þessa óvenjulegu lögun NGC 922 má rekja nokkur hundruð milljónir ára aftur í tímann. Þá fór smærri vetrarbraut, 2MASXI J0224301-244443, beint í gegnum miðju NGC 922 og út hinumegin. Þótt sú vetrarbraut sé fyrir utan sjónsvið Hubbles sýna myndir sjónauka á jörðu niðri boðflennuna þjóta burt af vettvangi.
Þegar litla vetrarbrautin fór í gegnum miðju NGC 922 urðu til gárur sem hreyfðu við gasskýjum og hrundu af stað myndun nýrra stjarna. Geislunin frá þessum nýju stjörnum lýsti síðan upp gasið sem eftir var. Skærbleiki litur geimþokanna er einkennismerki þessa ferlis og af völdum örvaðs vetnisgass sem langmest er af í miðgeimsskýjum. Svipað ferli er notað til að lýsa upp neonskilti hér á jörðinni.
Ef tvær vetrarbrautir raðast upp á réttan hátt og smærri vetrarbrautin fer í gegnum miðju hinnar sem stærri er, ætti að myndast fullkominn hringur. Oftar en ekki er hins vegar töluvert frávik milli vetrarbrautanna svo hringur eins og þessi sem hér sést verður til, þar sem annar helmingurinn er augljóslega bjartari en hinn.
Þessi fyrirbæri, sem kallast árekstrarhringvetrarbrautir, eru tiltölulega sjaldgæfar í nágrenni okkar í geimnum. Þótt árekstrar og samruni vetrarbrauta séu fremur algengir, er ekki hægt að segja hið sama um þá nákvæmu uppröðun og þau stærðarhlutföll sem þarf til að mynda hring. Þess utan eru þessi fyrirbæri talin fremur skammvinn.
Þess vegna eru fremur litlar líkur á að sjá eina af þessum vetrarbrautum í nágrenni okkar. Þrátt fyrir ótölulegan fjölda vetrarbrauta í alheiminum, þekkjum við aðeins fáein dæmi í nágrenninu (Kerruhjólsvetrarbrautin er sennilega þekktasta dæmið). Athuganir sýna hins vegar að þessar hringvetrarbrautir voru algengari í fortíðinni.
Mynd Hubbles af NGC 922 var sett saman úr myndum sem teknar voru í sýnilegu ljósi með Wide Field Camera 3 og sýnilegu og nær-innrauðu ljósi frá Wide Field and Planetary Camera 2 á Hubblessjónaukanum.
Sjá einnig Hubblecast um NGC 922 (með íslenskum texta, smelltu á CC merkið).
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA, Geimstofnunar Evrópu.
Nick Rose, þátttakandi í Hidden Treasures ljósmyndasamkeppni Hubble, sendi inn sína útgáfu af þessari mynd í keppnina.
Myndir: NASA, ESA. Þakkir: Nick Rose.
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Byggir á fréttatilkynningu NRAO
Tengdar myndir
- Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922. Hringmyndunina og bjagaða lögun vetrarbrautarinnar má rekja til lítillar vetrarbrautar sem fór beint í gegnum miðju NGC 922 fyrir um 330 milljónum ára. Mynd: NASA/ESA
- Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922. Hringmyndunina og bjagaða lögun vetrarbrautarinnar má rekja til lítillar vetrarbrautar sem fór beint í gegnum miðju NGC 922 fyrir um 330 milljónum ára. Á víð og dreif um vetrarbrautina sjást bláleit svæði en þau eru röntgenlindirnar sem Chandra hefur greint. Mynd: NASA/ESA/CXC
- Hér sést víðmynd af svæðinu í kringum NGC 922 sem búin var til úr gögnum frá Digitized Sky Survey 2. Mynd: NASA, ESA, Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin
Hubble skoðar hringlaga vetrarbraut
Sævar Helgi Bragason 06. des. 2012 Fréttir
Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922.
Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af NGC 922. Hringmyndunina og bjagaða lögun vetrarbrautarinnar má rekja til lítillar vetrarbrautar sem fór beint í gegnum miðju NGC 922 fyrir um 330 milljónum ára.
Mynd Hubbles af vetrarbrautinni NGC 922 sýnir að ekki er um dæmigerða þyrilvetrarbraut að ræða. Armar hennar hafa sundrast; straumur stjarna liggur út í geiminn og bjartur hringur úr geimþokum umkringir kjarnann. Athuganir Chandra röntgengeimsjónauka NASA sýna enn meiri glundroða á formi ofurbjartra röntgenlinda hér og þar um vetrarbrautina.
Þessa óvenjulegu lögun NGC 922 má rekja nokkur hundruð milljónir ára aftur í tímann. Þá fór smærri vetrarbraut, 2MASXI J0224301-244443, beint í gegnum miðju NGC 922 og út hinumegin. Þótt sú vetrarbraut sé fyrir utan sjónsvið Hubbles sýna myndir sjónauka á jörðu niðri boðflennuna þjóta burt af vettvangi.
Þegar litla vetrarbrautin fór í gegnum miðju NGC 922 urðu til gárur sem hreyfðu við gasskýjum og hrundu af stað myndun nýrra stjarna. Geislunin frá þessum nýju stjörnum lýsti síðan upp gasið sem eftir var. Skærbleiki litur geimþokanna er einkennismerki þessa ferlis og af völdum örvaðs vetnisgass sem langmest er af í miðgeimsskýjum. Svipað ferli er notað til að lýsa upp neonskilti hér á jörðinni.
Ef tvær vetrarbrautir raðast upp á réttan hátt og smærri vetrarbrautin fer í gegnum miðju hinnar sem stærri er, ætti að myndast fullkominn hringur. Oftar en ekki er hins vegar töluvert frávik milli vetrarbrautanna svo hringur eins og þessi sem hér sést verður til, þar sem annar helmingurinn er augljóslega bjartari en hinn.
Þessi fyrirbæri, sem kallast árekstrarhringvetrarbrautir, eru tiltölulega sjaldgæfar í nágrenni okkar í geimnum. Þótt árekstrar og samruni vetrarbrauta séu fremur algengir, er ekki hægt að segja hið sama um þá nákvæmu uppröðun og þau stærðarhlutföll sem þarf til að mynda hring. Þess utan eru þessi fyrirbæri talin fremur skammvinn.
Þess vegna eru fremur litlar líkur á að sjá eina af þessum vetrarbrautum í nágrenni okkar. Þrátt fyrir ótölulegan fjölda vetrarbrauta í alheiminum, þekkjum við aðeins fáein dæmi í nágrenninu (Kerruhjólsvetrarbrautin er sennilega þekktasta dæmið). Athuganir sýna hins vegar að þessar hringvetrarbrautir voru algengari í fortíðinni.
Mynd Hubbles af NGC 922 var sett saman úr myndum sem teknar voru í sýnilegu ljósi með Wide Field Camera 3 og sýnilegu og nær-innrauðu ljósi frá Wide Field and Planetary Camera 2 á Hubblessjónaukanum.
Sjá einnig Hubblecast um NGC 922 (með íslenskum texta, smelltu á CC merkið).
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA, Geimstofnunar Evrópu.
Nick Rose, þátttakandi í Hidden Treasures ljósmyndasamkeppni Hubble, sendi inn sína útgáfu af þessari mynd í keppnina.
Myndir: NASA, ESA. Þakkir: Nick Rose.
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Byggir á fréttatilkynningu NRAOUniversity of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir