Hrærigrautur af framandi stjörnum
Ný ljósmynd VISTA af stjörnuþyrpingunni 47 Tucanae
Sævar Helgi Bragason
08. jan. 2013
Fréttir
ESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af kúluþyrpingunni 47 Tucanae
Á þessari nýju innrauðu mynd VISTA sjónauka ESO sést kúluþyrpinginn 47 Tucanae í ótrúlegum smáatriðum. Kúluþyrpingin inniheldur milljónir stjarna en í kjarna hennar hreiðra margar framandi stjörnur með óvenjulega eiginleika um sig. Rannsóknir á fyrirbærum í þyrpingum eins og 47 Tucanae gætu hjálpað okkur að skilja hvernig þessar furðustjörnur urðu til og hvernig þær víxlverka. Myndin er afar skörp og djúp vegna stærðar, næmni og staðsetningar VISTA sjónaukans í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
Kúluþyrpingar eru stór, kúlulaga ský úr öldruðum stjörnum, bundnar saman af þyngdarkraftinum. Þær hringsóla um kjarna vetrarbrauta eins og gervitungl á sveimi um jörðina. Þessir stjörnuklumpar geyma mjög lítið ryk og gas — talið er að mestur hluti þess hafi annað hvort fokið burt úr þyrpingunni vegna stjörnuvinda og sprengistjörnum í þeim, eða rokið burt vegna utanaðkomandi gass sem víxlverkaði við þyrpinguna. Allt efni sem eftir var myndaði stjörnur fyrir milljörðum ára.
Kúluþyrpingar vekja jafnan töluverðan áhuga stjörnufræðinga. 47 Tucanae, einnig þekkt sem NGC 104, er risavaxin, ævaforn kúluþyrping í um 15.000 ljósára fjarlægð frá okkur sem inniheldur margar skrítnar og áhugaverðar stjörnur.
47 Tucanae tilheyri stjörnumerkinu Túkaninum og er á sveimi um Vetrarbrautina okkar. Hún er um 120 ljósár í þvermál og svo stór að þótt hún sé í órafjarlægð, er hún álíka stór og tunglið á himinhvolfinu. Hún inniheldur margar milljónir stjarna og er jafnframt ein bjartasta og massamesta kúluþyrping sem vitað er um og sést með berum augum [1]. Á meðal stjarnanna í hjarta hennar eru mörg forvitnileg kerfi, þar á meðal röntgenlindir, breytistjörnur, vampírustjörnur, óvenju bjartar „venjulegar“ stjörnur sem kallast bláir flækingar (eso1243) og lítil fyrirbæri eins og millísekúndna tifstjörnur sem eru litlar leifar dauðra stjarna sem snúast ótrúlega hratt [2].
Rauðir risar, stjörnur sem hafa klárað eldsneytið í kjörnum sínum og þanist út, eru á víð og dreif um ljósmynd VISTA; auðsjáanlegar með sinn gulbrúna lit fyrir framan gulhvítu stjörnurnar í bakgrunni. Þéttskipaður kjarninn stingur í stúf við gisnari ytri svæði þyrpingarinnar en í bakgrunni sést fjöldi stjarna úr Litla Magellansskýinu.
Myndin var tekin með VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) sjónauka ESO fyrir kortlagningu á Magellansskýjunum, tveimur nálægustu vetrarbrautunum við okkur. Þótt 47 Tucanae sé mun nær okkur en Magellansskýin er hún fyrir tilviljun fyrir framan Litla Magellansskýið (eso1008) og var ljósmynduð í kortlagningunni.
VISTA er stærsti sjónauki heims sem helgaður er kortlagningu himins. Þessi innrauði sjónauki er staðsettur í Paranal stjörnustöðinni í Chile og hefur stóran safnspegil, vítt sjónsvið og næma nema sem sýna suðurhimininn í nýju ljósi. Með samblöndu af skörpum innrauðum myndum — eins og mynd VISTA hér að ofan — og myndum í sýnilegu ljósi geta stjörnufræðingar kannað uppbyggingu og sögu fyrirbæra á borð við 47 Tucanae í miklum smáatriðum.
Skýringar
[1] Yfir 150 kúluþyrpingar eru á sveimi um Vetrarbrautina okkar. 47 Tucanae er næststærst á eftir Omega Centauri (eso0844).
[2] Millísekúndu tifstjörnur snúast óhemju hratt miðað við venjulegar tifstjörnur og eru segulmagnaðar leifar stjarna sem gefa frá sér hrinu geislunar þegar þær snúast. Í 47 Tucanae er vitað um tuttugu og þrjú millísekúndu tifstirni — fleiri en í öllum öðrum kúluþyrpingum fyrir utan Terzan 5 (eso0945).
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1302.
Tengdar myndir
- Á þessari mynd VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) sjónauka ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile, sést bjarta stjörnuþyrpingin 47 Tucanae (NGC 104). Þyrpingin er í um 15.000 ljósára fjarlægð frá okkur og inniheldur milljónir stjarna sem margar hverjar eru skrítnar og framandi. Myndin var tekin fyrir VISTA Magellanic Cloud survey, verkefni sem gengur út á kortlagningu á Magellansskýjunum, tveimur litlum vetrarbrautum sem eru nálægt Vetrarbrautinni okkar. Mynd: ESO/M.-R. Cioni/VISTA Magellanic Cloud survey. Þakkir: Cambridge Astronomical Survey Unit
- Þessi mynd af 47 Tucanae nær yfir 2,4 x 2,8 gráðu sjónsvið og sýnir himinhvolfið í kringum þyrpinguna. Þetta er litmynd, búin til úr gögnum Digitized Sky Survey 2. Undir og til vinstri við 47 Tucanae er önnur lítil en björt stjörnuþyrping sem kallast NGC 121 og á víð og dreif um myndina sjást nokkrar aðrar stjörnuþyrpingar. Öfugt við 47 Tucanae eru þetta ekki kúluþyrpingar við Vetrarbrautina sem skýrir hvers vegna þær virðast svo miklu smærri. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin.
Hrærigrautur af framandi stjörnum
Ný ljósmynd VISTA af stjörnuþyrpingunni 47 Tucanae
Sævar Helgi Bragason 08. jan. 2013 Fréttir
ESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af kúluþyrpingunni 47 Tucanae
Á þessari nýju innrauðu mynd VISTA sjónauka ESO sést kúluþyrpinginn 47 Tucanae í ótrúlegum smáatriðum. Kúluþyrpingin inniheldur milljónir stjarna en í kjarna hennar hreiðra margar framandi stjörnur með óvenjulega eiginleika um sig. Rannsóknir á fyrirbærum í þyrpingum eins og 47 Tucanae gætu hjálpað okkur að skilja hvernig þessar furðustjörnur urðu til og hvernig þær víxlverka. Myndin er afar skörp og djúp vegna stærðar, næmni og staðsetningar VISTA sjónaukans í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
Kúluþyrpingar eru stór, kúlulaga ský úr öldruðum stjörnum, bundnar saman af þyngdarkraftinum. Þær hringsóla um kjarna vetrarbrauta eins og gervitungl á sveimi um jörðina. Þessir stjörnuklumpar geyma mjög lítið ryk og gas — talið er að mestur hluti þess hafi annað hvort fokið burt úr þyrpingunni vegna stjörnuvinda og sprengistjörnum í þeim, eða rokið burt vegna utanaðkomandi gass sem víxlverkaði við þyrpinguna. Allt efni sem eftir var myndaði stjörnur fyrir milljörðum ára.
Kúluþyrpingar vekja jafnan töluverðan áhuga stjörnufræðinga. 47 Tucanae, einnig þekkt sem NGC 104, er risavaxin, ævaforn kúluþyrping í um 15.000 ljósára fjarlægð frá okkur sem inniheldur margar skrítnar og áhugaverðar stjörnur.
47 Tucanae tilheyri stjörnumerkinu Túkaninum og er á sveimi um Vetrarbrautina okkar. Hún er um 120 ljósár í þvermál og svo stór að þótt hún sé í órafjarlægð, er hún álíka stór og tunglið á himinhvolfinu. Hún inniheldur margar milljónir stjarna og er jafnframt ein bjartasta og massamesta kúluþyrping sem vitað er um og sést með berum augum [1]. Á meðal stjarnanna í hjarta hennar eru mörg forvitnileg kerfi, þar á meðal röntgenlindir, breytistjörnur, vampírustjörnur, óvenju bjartar „venjulegar“ stjörnur sem kallast bláir flækingar (eso1243) og lítil fyrirbæri eins og millísekúndna tifstjörnur sem eru litlar leifar dauðra stjarna sem snúast ótrúlega hratt [2].
Rauðir risar, stjörnur sem hafa klárað eldsneytið í kjörnum sínum og þanist út, eru á víð og dreif um ljósmynd VISTA; auðsjáanlegar með sinn gulbrúna lit fyrir framan gulhvítu stjörnurnar í bakgrunni. Þéttskipaður kjarninn stingur í stúf við gisnari ytri svæði þyrpingarinnar en í bakgrunni sést fjöldi stjarna úr Litla Magellansskýinu.
Myndin var tekin með VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) sjónauka ESO fyrir kortlagningu á Magellansskýjunum, tveimur nálægustu vetrarbrautunum við okkur. Þótt 47 Tucanae sé mun nær okkur en Magellansskýin er hún fyrir tilviljun fyrir framan Litla Magellansskýið (eso1008) og var ljósmynduð í kortlagningunni.
VISTA er stærsti sjónauki heims sem helgaður er kortlagningu himins. Þessi innrauði sjónauki er staðsettur í Paranal stjörnustöðinni í Chile og hefur stóran safnspegil, vítt sjónsvið og næma nema sem sýna suðurhimininn í nýju ljósi. Með samblöndu af skörpum innrauðum myndum — eins og mynd VISTA hér að ofan — og myndum í sýnilegu ljósi geta stjörnufræðingar kannað uppbyggingu og sögu fyrirbæra á borð við 47 Tucanae í miklum smáatriðum.
Skýringar
[1] Yfir 150 kúluþyrpingar eru á sveimi um Vetrarbrautina okkar. 47 Tucanae er næststærst á eftir Omega Centauri (eso0844).
[2] Millísekúndu tifstjörnur snúast óhemju hratt miðað við venjulegar tifstjörnur og eru segulmagnaðar leifar stjarna sem gefa frá sér hrinu geislunar þegar þær snúast. Í 47 Tucanae er vitað um tuttugu og þrjú millísekúndu tifstirni — fleiri en í öllum öðrum kúluþyrpingum fyrir utan Terzan 5 (eso0945).
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1302.University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir