Ungar, heitar og bláar
Stjörnur í þyrpingunni NGC 2547
Sævar Helgi Bragason
27. mar. 2013
Fréttir
Þessar fallegu, björtu, bláu stjörnur tilheyra hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu
Þessar fallegu björtu, bláu stjörnur tilheyra þyrpingunni NGC 2547, hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.
Alheimurinn er um það bil 13,8 milljarða ára [1]. Vetrarbrautin okkar er sömuleiðis ævaforn — sumar stjörnurnar í henni eru meira 13 milljarða ára gamlar (eso0425). Engu að síður verða ný fyrirbæri stöðugt til í henni á meðan önnur hverfa af sjónarsviðinu. Á þessari mynd sérðu nokkur af nýju fyribærunum, ungu stjörnurnar í þyrpingunni NGC 2547.
En hversu ungar eru þessar stjörnur? Nákvæmur aldur þeirra er óljós en stjörnufræðingar áætla að stjörnurnar í NGC 2547 séu á bilinu 20 til 35 milljóna ára. Það hljómar svo sem ekkert sérstaklega ungt. Sólin okkar er aftur á móti 4.600 milljón ára gömul og hefur samt ekki enn náð miðjum aldri. Það þýðir að ef þú ímyndar þér að sólin sé 40 ára gömul manneskja, þá væru björtu stjörnurnar á myndinni þriggja mánaða gömul ungabörn.
Flestar stjörnur myndast ekki stakar heldur í þyrpingum sem geyma nokkra tugi til nokkur þúsund stjörnur. NGC 2547 inniheldur aragrúa heitra stjarna sem eru bjartar og bláar á myndinni, glöggt merki um æsku þeirra, en einnig sjást örfáar gular eða rauðleitar stjörnur sem hafa þegar breyst í rauða risa. Lausþyrpingar eins og þessi eru venjulega skammlíf fyrirbæri; þær endast í nokkur hundruð milljónir ára áður en þær leysast upp og stjörnurnar reka í sundur.
Þyrpingar eru lykilfyrirbæri fyrir stjörnufræðinga sem rannsaka þróun stjarna. Allar stjörnur þyrpingarinnar urðu til úr sama efninu um það bil samtímis, svo auðveldara er að ákvarða áhrif annarra eiginleika stjarnanna.
Stjörnuþyrpingin NGC 2547 er í stjörnumerkinu Seglinu í um 1.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni og nógu björt til að sjást leikandi með handsjónauka. Franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Louis de Lacaille uppgötvaði þyrpinguna árið 1751 frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku með litlum stjörnusjónauka, innan við tveggja sentímetra ljósopi.
Á milli björtu stjarnanna á myndinni glittir í ótal önnur fyrirbæri, sér í lagi ef þysjað er inn á myndina. Mörg þeirra eru daufari eða fjarlægari stjörnur í Vetrarbrautinni okkar en önnur birtast okkur sem þokukennd, ílöng fyrirbæri. Það eru vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð fyrir aftan stjörnurnar á myndinni.
Skýringar
[1] Besta áætlunin á aldri alheimsins er 13,772 ± 0,059 milljarða ára.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Umsjón með þýðingum á fréttatilkynningum ESO er í höndum ESO Science Outreach Network sem samanstendur af sérfræðingum í vísindamiðlun í öllum aðildarríkjum ESO og í öðrum löndum.
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1316.
Tengdar myndir
- Á þessari mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile, sést bjarta lausþyrpingin NGC 2547. Milli björtu stjarnanna, langt fyrir aftan, glittir í margar fjarlægar vetrarbrautir, sumar með greinilega þyrillögun. Mynd: ESO
- Þessi mynd var búin til úr gögnum Digitized Sky Survey 2. Á henni sést svæðið í kringum stjörnuþyrpinguna NGC 2547 í stjörnumerkinu Seglinu á suðurhveli himins. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin
Ungar, heitar og bláar
Stjörnur í þyrpingunni NGC 2547
Sævar Helgi Bragason 27. mar. 2013 Fréttir
Þessar fallegu, björtu, bláu stjörnur tilheyra hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu
Þessar fallegu björtu, bláu stjörnur tilheyra þyrpingunni NGC 2547, hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.
Alheimurinn er um það bil 13,8 milljarða ára [1]. Vetrarbrautin okkar er sömuleiðis ævaforn — sumar stjörnurnar í henni eru meira 13 milljarða ára gamlar (eso0425). Engu að síður verða ný fyrirbæri stöðugt til í henni á meðan önnur hverfa af sjónarsviðinu. Á þessari mynd sérðu nokkur af nýju fyribærunum, ungu stjörnurnar í þyrpingunni NGC 2547.
En hversu ungar eru þessar stjörnur? Nákvæmur aldur þeirra er óljós en stjörnufræðingar áætla að stjörnurnar í NGC 2547 séu á bilinu 20 til 35 milljóna ára. Það hljómar svo sem ekkert sérstaklega ungt. Sólin okkar er aftur á móti 4.600 milljón ára gömul og hefur samt ekki enn náð miðjum aldri. Það þýðir að ef þú ímyndar þér að sólin sé 40 ára gömul manneskja, þá væru björtu stjörnurnar á myndinni þriggja mánaða gömul ungabörn.
Flestar stjörnur myndast ekki stakar heldur í þyrpingum sem geyma nokkra tugi til nokkur þúsund stjörnur. NGC 2547 inniheldur aragrúa heitra stjarna sem eru bjartar og bláar á myndinni, glöggt merki um æsku þeirra, en einnig sjást örfáar gular eða rauðleitar stjörnur sem hafa þegar breyst í rauða risa. Lausþyrpingar eins og þessi eru venjulega skammlíf fyrirbæri; þær endast í nokkur hundruð milljónir ára áður en þær leysast upp og stjörnurnar reka í sundur.
Þyrpingar eru lykilfyrirbæri fyrir stjörnufræðinga sem rannsaka þróun stjarna. Allar stjörnur þyrpingarinnar urðu til úr sama efninu um það bil samtímis, svo auðveldara er að ákvarða áhrif annarra eiginleika stjarnanna.
Stjörnuþyrpingin NGC 2547 er í stjörnumerkinu Seglinu í um 1.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni og nógu björt til að sjást leikandi með handsjónauka. Franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Louis de Lacaille uppgötvaði þyrpinguna árið 1751 frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku með litlum stjörnusjónauka, innan við tveggja sentímetra ljósopi.
Á milli björtu stjarnanna á myndinni glittir í ótal önnur fyrirbæri, sér í lagi ef þysjað er inn á myndina. Mörg þeirra eru daufari eða fjarlægari stjörnur í Vetrarbrautinni okkar en önnur birtast okkur sem þokukennd, ílöng fyrirbæri. Það eru vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð fyrir aftan stjörnurnar á myndinni.
Skýringar
[1] Besta áætlunin á aldri alheimsins er 13,772 ± 0,059 milljarða ára.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Umsjón með þýðingum á fréttatilkynningum ESO er í höndum ESO Science Outreach Network sem samanstendur af sérfræðingum í vísindamiðlun í öllum aðildarríkjum ESO og í öðrum löndum.
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1316.University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir