Ný sýn á Riddaraþokuna
23 ára afmælismynd Hubbles
Tryggvi Kristmar Tryggvason
19. apr. 2013
Fréttir
Hubblessjónaukinn hefur verið 23 ár í geimnum og af því tilefni hefur hann beint sjónum sínum að Riddaraþokunni í Óríon.
Í tilefni af 23 ára afmæli Hubblessjónaukans í geimnum, hafa stjörnufræðingar birt glæsilega mynd af einu frægasta fyrirbæri himinhvelfingarinnar: Riddaraþokunni. Á myndinni sést þessi gas- og rykþoka í nýju ljósi. Sjá má gasstróka og fleiri fallegar og viðkvæmar myndanir sem undir venjulegum kringumstæðum eru hulin ryki.
Í ár fagnar Hubblessjónaukinn sínu 23. starfsári í geimnum. Fyrir utan það að gera fyrsta flokks rannsóknir á himingeimnum hefur sjónaukinn tekið ótal stórglæsilegar ljósmyndir af fyrirbærum alheimsins. Mörg athyglisverðustu fyrirbærin sem sjónaukinn hefur skoðað eru geimþokur — stór ský úr gasi og ryki milli stjarnanna.
Þessi nýja ljósmynd Hubbles var tekin af þessu tilefni en hún sýnir lítinn hluta himins í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum). Þokan rís úr óreiðukenndu rykinu eins og risavaxinn sæhestur en hún nefnist Riddaraþokan á íslensku vegna líkinda við taflmanninn. Hún er formlega þekkt sem Barnard 33. Riddarinn varð til þegar stór gas- og rykský féll saman og hóf að mynda stjörnur en heitar stjörnur í grenndinni lýsa hana upp [1].
Gasið í kringum Riddaraþokuna hefur þegar sundrast en stólpi úr harðgerðara efni — þykkum efnisklumpun — sem er erfiðara að veðra situr eftir. Stjörnufræðingar áætla að Riddarþokumyndunin muni leysast upp eftir um fimm milljónir ára.
Riddaraþokan er frægt fyrirbæri og vinsælt viðfangsefni stjörnufræðinga. Í sýnilegu ljósi varpar þokan skuggamynd sinni á glóandi gasský fyrir aftan. Á nýju myndinni sést sama svæði nema í innrauðu ljósi sem hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós og berst í gegnum rykið sem hylur venjulega innviði gasþokunnar. Í innrauðu ljósi fremur loftkennd og veikburða myndun úr gasi — mjög ólík því sem sést í sýnilegu ljósi.
Innrauð geislun sést hvorki með berum augum eða hefðbundnum myndavélum sem hannaðar eru til að fanga sýnilegt ljós. Til að kanna þessi fyrirbæri þurfum við því tól og tæki sem eru næm fyrir innrauðu ljósi, eins og til dæmis Wide Field Camera 3 á Hubble sem komið var fyrir í sjónaukanum árið 2009. Hubble hefur frábæra upplausn í innrauðu ljósi og veitur okkar nasasjón af því sem koma skal þegar James Webb geimsjónaukinn verður tekinn í notkun árið 2018.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni ESA og NASA
Hubble tók líka mynd af Riddaraþokunni í tilefni af ellefu ára afmæli sínu í geimnum (sjá heic0105)
[1] Sumar geimþokur myndast á mun tilþrifameiri hátt — til dæmis Helix þokan, sem myndast þegar stjarna á borð við sólina okkar endar ævi sína og þeytir ystu lögum sínum frá sér, eða Krabbaþokan sem myndaðist þegar massamikil stjarna sprakk.
Mynd: NASA, ESA og Hubble Heritage Team
Tengiliðir
Tryggvi Kr. Tryggvason
Stjörnufræðivefurinn
Tengdar myndir
- Á þessari nýju ljósmynd frá Hubble, sem tekin var í tilefni af 23 ára afmæli sjónaukans í geimnum, sést lítill hluti himins í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum). Þokan rís úr óreiðukenndu rykinu eins og gríðarstór sæhestur en hún kallast Riddaraþokan á íslensku og er líka þekkt sem Barnard 33. Myndin sýnir þokuna í innrauðu ljósi, þ.e. ljósi sem hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós, en með því er hægt að skyggnast í gegnum rykið sem alla jafna hylur innviði geimþokunnar. Útkoman er frekar loftkennd og veikburða bygging úr gasi — mjög ólík sjónarhorninu sem fæst í sýnilegu ljósi.
- Þessi mynd sýnir tvö sjónarhorn af Riddaraþokunni. Til hægri sést þokan í sýnilegu ljósi með VLT sjónauka ESO í Chile. Nýja myndin vinstra megin sýnir þokuna í innrauðu ljósi eins og Wide Field Camera 3 um borð í Hubble sér hana.
Ný sýn á Riddaraþokuna
23 ára afmælismynd Hubbles
Tryggvi Kristmar Tryggvason 19. apr. 2013 Fréttir
Hubblessjónaukinn hefur verið 23 ár í geimnum og af því tilefni hefur hann beint sjónum sínum að Riddaraþokunni í Óríon.
Í tilefni af 23 ára afmæli Hubblessjónaukans í geimnum, hafa stjörnufræðingar birt glæsilega mynd af einu frægasta fyrirbæri himinhvelfingarinnar: Riddaraþokunni. Á myndinni sést þessi gas- og rykþoka í nýju ljósi. Sjá má gasstróka og fleiri fallegar og viðkvæmar myndanir sem undir venjulegum kringumstæðum eru hulin ryki.
Í ár fagnar Hubblessjónaukinn sínu 23. starfsári í geimnum. Fyrir utan það að gera fyrsta flokks rannsóknir á himingeimnum hefur sjónaukinn tekið ótal stórglæsilegar ljósmyndir af fyrirbærum alheimsins. Mörg athyglisverðustu fyrirbærin sem sjónaukinn hefur skoðað eru geimþokur — stór ský úr gasi og ryki milli stjarnanna.
Þessi nýja ljósmynd Hubbles var tekin af þessu tilefni en hún sýnir lítinn hluta himins í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum). Þokan rís úr óreiðukenndu rykinu eins og risavaxinn sæhestur en hún nefnist Riddaraþokan á íslensku vegna líkinda við taflmanninn. Hún er formlega þekkt sem Barnard 33. Riddarinn varð til þegar stór gas- og rykský féll saman og hóf að mynda stjörnur en heitar stjörnur í grenndinni lýsa hana upp [1].
Gasið í kringum Riddaraþokuna hefur þegar sundrast en stólpi úr harðgerðara efni — þykkum efnisklumpun — sem er erfiðara að veðra situr eftir. Stjörnufræðingar áætla að Riddarþokumyndunin muni leysast upp eftir um fimm milljónir ára.
Riddaraþokan er frægt fyrirbæri og vinsælt viðfangsefni stjörnufræðinga. Í sýnilegu ljósi varpar þokan skuggamynd sinni á glóandi gasský fyrir aftan. Á nýju myndinni sést sama svæði nema í innrauðu ljósi sem hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós og berst í gegnum rykið sem hylur venjulega innviði gasþokunnar. Í innrauðu ljósi fremur loftkennd og veikburða myndun úr gasi — mjög ólík því sem sést í sýnilegu ljósi.
Innrauð geislun sést hvorki með berum augum eða hefðbundnum myndavélum sem hannaðar eru til að fanga sýnilegt ljós. Til að kanna þessi fyrirbæri þurfum við því tól og tæki sem eru næm fyrir innrauðu ljósi, eins og til dæmis Wide Field Camera 3 á Hubble sem komið var fyrir í sjónaukanum árið 2009. Hubble hefur frábæra upplausn í innrauðu ljósi og veitur okkar nasasjón af því sem koma skal þegar James Webb geimsjónaukinn verður tekinn í notkun árið 2018.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni ESA og NASA
Hubble tók líka mynd af Riddaraþokunni í tilefni af ellefu ára afmæli sínu í geimnum (sjá heic0105)
[1] Sumar geimþokur myndast á mun tilþrifameiri hátt — til dæmis Helix þokan, sem myndast þegar stjarna á borð við sólina okkar endar ævi sína og þeytir ystu lögum sínum frá sér, eða Krabbaþokan sem myndaðist þegar massamikil stjarna sprakk.
Mynd: NASA, ESA og Hubble Heritage Team
Tengiliðir
Tryggvi Kr. Tryggvason
Stjörnufræðivefurinn
Tengdar myndir