Very Large Telescope ESO fagnar góðum árangri í 15 ár
Sævar Helgi Bragason
23. maí 2013
Fréttir
Með þessari nýju og glæsilegu mynd heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heim
Með þessari nýju og glæsilegu mynd af stjörnumyndunarsvæði heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heims. Á myndinni sjást þykkir rykhnoðrar fyrir framan bleikglóandi gasský sem stjörnufræðingar nefna IC 2944. Dökku ógegnsæju klessurnar minna einna helst á blekdropa sem fljóta í jarðarberjakokteil. Lögun þeirra er mótuð af öflugri geislun sem berst frá björtum nálægum ungum stjörnum.
Með þessari nýju mynd er haldið upp á að fimmtán ár eru liðin frá því að fyrsti Very Large Telescope sjónaukinn af fjórum var tekinn í notkun þann 25. maí 1998. Síðan hafa fjórir smærri hjálparsjónaukar bæst við hóp risasjónaukanna fjögurra en saman mynda þeir VLT víxlmælinn (VLTI). VLT er einn öflugasti og afkastamesti sjónauki sem til er í heiminum. Árið 2012 voru birtar meira en 600 ritrýndar vísindagreinar sem byggðust á gögnum VLT (ann13009).
Miðgeimsský úr gasi og ryki eru hreiðrin sem nýjar stjörnur fæðast og vaxa í. Á nýju myndinni sést eitt slíkt svæði bleikglóandi í bakgrunninum, IC 2944 [1]. Þetta er besta myndin sem tekin hefur verið af þessu fyrirbæri frá Jörðinni [2]. Skýið er í um 6.500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Mannfáknum sem sést á suðurhveli himins. Á sama svæði á himinhvolfinu eru margar aðrar svipaðar geimþokur sem stjörnufræðingar nota til að rannsaka myndunarferli stjarna.
Ljómþokur eins og IC 2944 eru að mestu úr vetnisgasi sem gefur frá sér rauðleita birtu vegna orkuríkrar geislunar sem berst frá mörgum nýfæddum og skærum stjörnum. Fyrir framan bjartan bakgrunninn eru áberandi dökkir blettir úr ógegnsæju ryki; köld ský sem kallast Bok-hnoðrar, nefndir eftir hollensk-bandaríska stjörnufræðingnum Bart Bok sem veitti þeim fyrstur athygli upp úr 1940 sem mögulegum stjörnumyndunarsvæðum. Þessir tilteknu blettir eru hins vegar kallaðir Thackeray-hnoðrar [3].
Stórir Bok-hnoðrar á heldur rólegri svæðum hrynja gjarnan saman og mynda nýjar stjörnur, en þeir sem sjást á þessari mynd verða fyrir stöðugum straumi útfjólublárrar geislunar frá ungum, nálægum og heitum stjörnum. Ljósið veðrar þá og sundrar þeim eins og smjör sem sett er á heita steikarpönnu. Líklega tortímast Thackeray-hnoðrarnir áður en þeir geta hrunið saman og myndað stjörnur.
Erfitt er að rannsaka Bok-hnoðra. Þeir hleypa ekki sýnilegu ljósi í gegn svo það er erfiðleikum bundið að rannsaka innri byggingu þeirra. Önnur tól og tæki þarf til að svipta hulunni af leyndardómum þeirra — mælingar á innrauða- og hálfsmillímetrasviði rafsegulrófsins þar sem rykský, aðeins fáeinar gráður yfir alkuli, eru björt. Slíkar mælingar á Thackeray-hnoðrunum hafa staðfest að engin stjörnumyndun á sér stað í þeim.
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur einnig ljósmyndað þetta svæði á himninum (opo0201a). Myndin sem hér sést var þó tekin með FORS mælitækinu í Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile [4]. Hún nær yfir stærra svæði á himninum en mynd Hubbles gerir og sýnir því víðfeðmara landslag stjörnumyndunar.
Skýringar
[1] Þokan IC 2944 tengist bjartri stjörnuþyrpingu, IC 2948, en bæði þessi nöfn eru stundum notuð yfir svæðið í heild. Á myndinni sjást margar af björtustu stjörnum þyrpingarinnar.
[2] Þegar þessi mynd var tekin í gegnum bláa síu var stjörnuskyggnið betra en 0,5 bogasekúndur, einstaklega gott miðað við mælingar frá Jörðinni.
[3] Enski stjörnufræðingurinn A. David Thackeray fann hnoðrana árið 1950 frá Suður Afríku.
[4] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1322.
Tengdar myndir
- Þessi nýja og glæsilega mynd af stjörnumyndunarsvæðinu IC 2944 var tekin í tilefni af mikilvægum áfanga: 15 ára starfsafmæli Very Large Telescope ESO. Á myndinni sjást líka nokkur þykk rykský sem kallast Thackeray-hnoðrar fyrir framan bleikglóandi gas geimþokunnar í bakgrunni. Þessir kekkir verða fyrir stöðugum straumi útfjólublárrar geislunar frá ungum, nálægum og heitum stjörnum. Ljósið veðrar þá og sundrar þeim eins og smjör sem sett er á heita steikarpönnu. Líklega tortímast Thackeray-hnoðrarnir áður en þeir geta hrunið saman og myndað stjörnur. Mynd: ESO
- Þessar myndir — ein fyrir hvert ár sem VLT hefur verið starfræktur — gefa okkur nasasjón af afköstum sjónaukans frá því að hann var tekinn í notkun í maí árið 1998. Myndirnar eru eftirfarandi: 1998: NGC 1232 (eso9845), 1999: NGC 3603 (eso9946), 2000: Messier 104 (Mexíkóahatturinn, eso0007), 2001: Messier 16 í innrauðu (eso0142), 2002: Riddaraþokan (eso0202), 2003: NGC 613 (eso0338), 2004: fyrsta hugsanlega ljósmyndin af fjarreikistjörnu (eso0428), 2005: miðja NGC 1097 (eso0534), 2006: NGC 1313 (eso0643), 2007: ESO 593-IG 008 (eso0755), 2008: miðja Vetrarbrautarinnar (eso0846), 2009: stjörnuþyrpingin Skartgripaskrínið (eso0940), 2010: Messier 17 í innrauðu (potw1044a), 2011: vetrarbrautirnar Augun (eso1131), 2012: Kjalarþokan í innrauðu (eso1208) og 2013: IC 2944 (eso1322). Mynd: ESO/P.D. Barthel/M. McCaughrean/M. Andersen/S. Gillessen et al./Y. Beletsky/R. Chini/T. Preibisch
Very Large Telescope ESO fagnar góðum árangri í 15 ár
Sævar Helgi Bragason 23. maí 2013 Fréttir
Með þessari nýju og glæsilegu mynd heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heim
Með þessari nýju og glæsilegu mynd af stjörnumyndunarsvæði heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heims. Á myndinni sjást þykkir rykhnoðrar fyrir framan bleikglóandi gasský sem stjörnufræðingar nefna IC 2944. Dökku ógegnsæju klessurnar minna einna helst á blekdropa sem fljóta í jarðarberjakokteil. Lögun þeirra er mótuð af öflugri geislun sem berst frá björtum nálægum ungum stjörnum.
Með þessari nýju mynd er haldið upp á að fimmtán ár eru liðin frá því að fyrsti Very Large Telescope sjónaukinn af fjórum var tekinn í notkun þann 25. maí 1998. Síðan hafa fjórir smærri hjálparsjónaukar bæst við hóp risasjónaukanna fjögurra en saman mynda þeir VLT víxlmælinn (VLTI). VLT er einn öflugasti og afkastamesti sjónauki sem til er í heiminum. Árið 2012 voru birtar meira en 600 ritrýndar vísindagreinar sem byggðust á gögnum VLT (ann13009).
Miðgeimsský úr gasi og ryki eru hreiðrin sem nýjar stjörnur fæðast og vaxa í. Á nýju myndinni sést eitt slíkt svæði bleikglóandi í bakgrunninum, IC 2944 [1]. Þetta er besta myndin sem tekin hefur verið af þessu fyrirbæri frá Jörðinni [2]. Skýið er í um 6.500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Mannfáknum sem sést á suðurhveli himins. Á sama svæði á himinhvolfinu eru margar aðrar svipaðar geimþokur sem stjörnufræðingar nota til að rannsaka myndunarferli stjarna.
Ljómþokur eins og IC 2944 eru að mestu úr vetnisgasi sem gefur frá sér rauðleita birtu vegna orkuríkrar geislunar sem berst frá mörgum nýfæddum og skærum stjörnum. Fyrir framan bjartan bakgrunninn eru áberandi dökkir blettir úr ógegnsæju ryki; köld ský sem kallast Bok-hnoðrar, nefndir eftir hollensk-bandaríska stjörnufræðingnum Bart Bok sem veitti þeim fyrstur athygli upp úr 1940 sem mögulegum stjörnumyndunarsvæðum. Þessir tilteknu blettir eru hins vegar kallaðir Thackeray-hnoðrar [3].
Stórir Bok-hnoðrar á heldur rólegri svæðum hrynja gjarnan saman og mynda nýjar stjörnur, en þeir sem sjást á þessari mynd verða fyrir stöðugum straumi útfjólublárrar geislunar frá ungum, nálægum og heitum stjörnum. Ljósið veðrar þá og sundrar þeim eins og smjör sem sett er á heita steikarpönnu. Líklega tortímast Thackeray-hnoðrarnir áður en þeir geta hrunið saman og myndað stjörnur.
Erfitt er að rannsaka Bok-hnoðra. Þeir hleypa ekki sýnilegu ljósi í gegn svo það er erfiðleikum bundið að rannsaka innri byggingu þeirra. Önnur tól og tæki þarf til að svipta hulunni af leyndardómum þeirra — mælingar á innrauða- og hálfsmillímetrasviði rafsegulrófsins þar sem rykský, aðeins fáeinar gráður yfir alkuli, eru björt. Slíkar mælingar á Thackeray-hnoðrunum hafa staðfest að engin stjörnumyndun á sér stað í þeim.
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur einnig ljósmyndað þetta svæði á himninum (opo0201a). Myndin sem hér sést var þó tekin með FORS mælitækinu í Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile [4]. Hún nær yfir stærra svæði á himninum en mynd Hubbles gerir og sýnir því víðfeðmara landslag stjörnumyndunar.
Skýringar
[1] Þokan IC 2944 tengist bjartri stjörnuþyrpingu, IC 2948, en bæði þessi nöfn eru stundum notuð yfir svæðið í heild. Á myndinni sjást margar af björtustu stjörnum þyrpingarinnar.
[2] Þegar þessi mynd var tekin í gegnum bláa síu var stjörnuskyggnið betra en 0,5 bogasekúndur, einstaklega gott miðað við mælingar frá Jörðinni.
[3] Enski stjörnufræðingurinn A. David Thackeray fann hnoðrana árið 1950 frá Suður Afríku.
[4] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1322.University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir