VISTA ljósmyndar stjörnumyndunarsvæði
Sævar Helgi Bragason
10. ágú. 2010
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar, Stóra-Magellanskýinu.
Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar, Stóra-Magellanskýinu. Á þessari nær-innrauðu víðmynd sjást hárfín smáatriði í þokunni og stjörnumprýtt svæðið í kring. Myndin er hluti af nákvæmri og metnaðarfullri kortlagningu stjörnufræðinga á Magellanskýjunum og nánasta umhverfi þeirra með VISTA sjónauka ESO.
„Myndin er af 30 Doradus, sem einnig er nefnd Tarantúluþokan, einu áhugaverðasta og glæsilegasta stjörnumyndunarsvæði í nágreni okkar í alheiminum“ segir Maria-Rosa Cioni frá Háskólanum í Hertfordshire í Bretlandi sem stýrir rannsókninni. „Í miðri þokunni er stór stjörnuþyrping sem kallast RMC 136 en í henni eru nokkrar af massamestu stjörnum sem vitað er um.“
VISTA [1] er nýr kortlagningarsjónauki í Paranal-stjörnustöð ESO í Chile (eso0949). Í VISTA er risastór myndavél sem nemur nær-innrautt ljós. Nær-innrautt ljós hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós svo við greinum það ekki með berum augum. Hins vegar berst það í gegnum þykk rykský sem annars byrgja okkur sýn og leiðir þannig í ljós kynstrin öll af smáatriðum í stjarnfræðilegum fyrirbærum og þau ferli sem knýja þau áfram. Nær-innrautt ljós er þess vegna sérstaklega heppilegt til rannsókna á fyrirbærum eins og ungum stjörnum umluktum gas- og rykskýjunum sem þær mynduðust í. VISTA sér auk þess mjög stórt svæði af himninum í einu sem er mjög góður kostur.
VISTA á að kortleggja stórt svæði á himninum sem inniheldur Stóra- og Litla-Magellanskýið (verkefnið nefnist VISTA Magellanic Cloud Survey). Svæðið er 184 fergráður eða næstum þúsund sinnum stærra en svæðið sem fullt tungl þekur á himninum. Með þessu vonast stjörnufræðingar til þess að geta gert nákvæmar athuganir á stjörnumyndun í Magellanskýjunum og þrívíðri uppbyggingu þeirra.
„Þessi mynd VISTA gerir okkur kleift að skyggnast djúpt inn í Tarantúluþokuna“ segir Chris Evans, þátttakandi í rannsóknarhópnum.„Við sjáum aragrúa smærri stjörnuhreiðra sem hýsa líka fjölda ungra og massamikilla stjarna. Með þessum nýju og einstöku innrauðu ljósmyndum getum við nú greint enn betur þau svæði þar sem massamiklar stjörnur eru enn að myndast í dag og skoðað á sama tíma víxlverkun þeirra við eldri stjörnur á svæðinu í kring.“
Á myndinni er fjöldi ólíkra fyrirbæra. Bjarta svæðið rétt fyrir ofan miðju er Tarantúluþokan sjálf og í miðju hennar er þyrpingin RMC 136 sem inniheldur mjög massamiklar stjörnur. Vinstra megin við þokuna er stjörnuþyrpingin NGC 2100. Til hægri glittir í leifar sprengistjörnunnar 1987A (eso1032). Fyrir neðan miðju er röð stjörnumyndunarsvæða til dæmis NGC 2080, sem hefur viðurnefnið „Ghost Head Nebula“, og stjörnuþyrpingin NGC 2083
VISTA ver fyrstu fimm starfsárum sínum að stórum hluta í að kortleggja suðurhimininn í nær-innrauðu ljósi. Kortlagning Magellanskýjanna er eitt af sex stærstu kortlagningarverkefnum sjónaukans.
Skýringar
[1] VISTA – Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy – er nýjasti sjónaukinn í Paranal-stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile. VISTA er stærsti sjónauki heims sem tileinkaður er kortlanginu himins á nær-innrauðum bylgjulengdum. Hann er útbúinn stórum spegli, hefur vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki sem koma til með að draga upp nýja mynd af suðurhimninum.
Sjónaukinn er staðsettur nálægt Very Large Telescope ESO og býr þess vegna við sömu framúrskarandi aðstæður sem þar eru til stjörnuathugana. Safnspegill VISTA er 4,1 metri að þvermáli. Hægt er að hugsa sér hann sem 67 megapixla stafræna myndavél með áfastri 13.000 mm f/3,25 linsu.
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Maria-Rosa Cioni
University of Hertfordshire
UK
Tel: +44 1707 28 5189
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO La Silla/Paranal & E-ELT Public Information Officer
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1033.
VISTA ljósmyndar stjörnumyndunarsvæði
Sævar Helgi Bragason 10. ágú. 2010 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar, Stóra-Magellanskýinu.
Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar, Stóra-Magellanskýinu. Á þessari nær-innrauðu víðmynd sjást hárfín smáatriði í þokunni og stjörnumprýtt svæðið í kring. Myndin er hluti af nákvæmri og metnaðarfullri kortlagningu stjörnufræðinga á Magellanskýjunum og nánasta umhverfi þeirra með VISTA sjónauka ESO.
„Myndin er af 30 Doradus, sem einnig er nefnd Tarantúluþokan, einu áhugaverðasta og glæsilegasta stjörnumyndunarsvæði í nágreni okkar í alheiminum“ segir Maria-Rosa Cioni frá Háskólanum í Hertfordshire í Bretlandi sem stýrir rannsókninni. „Í miðri þokunni er stór stjörnuþyrping sem kallast RMC 136 en í henni eru nokkrar af massamestu stjörnum sem vitað er um.“
VISTA [1] er nýr kortlagningarsjónauki í Paranal-stjörnustöð ESO í Chile (eso0949). Í VISTA er risastór myndavél sem nemur nær-innrautt ljós. Nær-innrautt ljós hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós svo við greinum það ekki með berum augum. Hins vegar berst það í gegnum þykk rykský sem annars byrgja okkur sýn og leiðir þannig í ljós kynstrin öll af smáatriðum í stjarnfræðilegum fyrirbærum og þau ferli sem knýja þau áfram. Nær-innrautt ljós er þess vegna sérstaklega heppilegt til rannsókna á fyrirbærum eins og ungum stjörnum umluktum gas- og rykskýjunum sem þær mynduðust í. VISTA sér auk þess mjög stórt svæði af himninum í einu sem er mjög góður kostur.
VISTA á að kortleggja stórt svæði á himninum sem inniheldur Stóra- og Litla-Magellanskýið (verkefnið nefnist VISTA Magellanic Cloud Survey). Svæðið er 184 fergráður eða næstum þúsund sinnum stærra en svæðið sem fullt tungl þekur á himninum. Með þessu vonast stjörnufræðingar til þess að geta gert nákvæmar athuganir á stjörnumyndun í Magellanskýjunum og þrívíðri uppbyggingu þeirra.
„Þessi mynd VISTA gerir okkur kleift að skyggnast djúpt inn í Tarantúluþokuna“ segir Chris Evans, þátttakandi í rannsóknarhópnum.„Við sjáum aragrúa smærri stjörnuhreiðra sem hýsa líka fjölda ungra og massamikilla stjarna. Með þessum nýju og einstöku innrauðu ljósmyndum getum við nú greint enn betur þau svæði þar sem massamiklar stjörnur eru enn að myndast í dag og skoðað á sama tíma víxlverkun þeirra við eldri stjörnur á svæðinu í kring.“
Á myndinni er fjöldi ólíkra fyrirbæra. Bjarta svæðið rétt fyrir ofan miðju er Tarantúluþokan sjálf og í miðju hennar er þyrpingin RMC 136 sem inniheldur mjög massamiklar stjörnur. Vinstra megin við þokuna er stjörnuþyrpingin NGC 2100. Til hægri glittir í leifar sprengistjörnunnar 1987A (eso1032). Fyrir neðan miðju er röð stjörnumyndunarsvæða til dæmis NGC 2080, sem hefur viðurnefnið „Ghost Head Nebula“, og stjörnuþyrpingin NGC 2083
VISTA ver fyrstu fimm starfsárum sínum að stórum hluta í að kortleggja suðurhimininn í nær-innrauðu ljósi. Kortlagning Magellanskýjanna er eitt af sex stærstu kortlagningarverkefnum sjónaukans.
Skýringar
[1] VISTA – Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy – er nýjasti sjónaukinn í Paranal-stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile. VISTA er stærsti sjónauki heims sem tileinkaður er kortlanginu himins á nær-innrauðum bylgjulengdum. Hann er útbúinn stórum spegli, hefur vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki sem koma til með að draga upp nýja mynd af suðurhimninum.
Sjónaukinn er staðsettur nálægt Very Large Telescope ESO og býr þess vegna við sömu framúrskarandi aðstæður sem þar eru til stjörnuathugana. Safnspegill VISTA er 4,1 metri að þvermáli. Hægt er að hugsa sér hann sem 67 megapixla stafræna myndavél með áfastri 13.000 mm f/3,25 linsu.
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Maria-Rosa Cioni
University of Hertfordshire
UK
Tel: +44 1707 28 5189
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO La Silla/Paranal & E-ELT Public Information Officer
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1033.