Stjörnufræðingar finna tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið
Sævar Helgi Bragason
30. jún. 2013
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa nú fundið yfir 10.000 smástirni og halastjörnur sem geta komist nálægt Jörðinni.
Stjörnufræðingar hafa nú fundið yfir 10.000 smástirni og halastjörnur sem geta komist nálægt Jörðinni. Tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið, smástirnið 2013 MZ5, fannst aðfaranótt 18. júní síðastliðinn með Pan-STARRS sjónaukanum sem er á tindi Haleakala eldfjallsins á Maui, einni Hawaiieyja. Níutíu og átta prósent allra þekktra jarðnándarsmástirna hafa fundist í verkefnum á vegum NASA.
Þau smástirni sem komast í innan við 45 milljón km fjarlægð frá Jörðinni eru kölluð jarðnándarsmástirni. Þau mynduðust sennilega ekki á svipuðum slóðum og Jörðin, heldur eiga flestöll rætur að rekja til smástirnabeltisins milli Mars og Júpíters. Þyngdartog Júpíters og sólarljósið hafa smám saman hnikað þeim til og mjakað þeim innar í sólkerfið.
Sum skera braut Jarðar og einhver gætu í framtíðinni rekist á Jörðina og valdið miklu tjóni. Þess vegna er mikilvægt að finna öll hættulegustu smástirnin í tæka tíð áður en til áreksturs kemur og finna leiðir til að bægja hættunni frá.
Fyrsta jarðnándarsmástirnið fannst árið 1898 en næstu hundrað árin fundust ekki nema um 500 í viðbót. Eftir að NASA setti á laggirnar verkefni undir lok 20. aldar, sem gengur út að leita sérstaklega að þessum smástirnum, hafa mörg þúsund fundist í viðbót. Þann 18. júlí 2013 fannst tíu þúsundasta jarðnándarsmástirnið: 2013 MZ5 sem er um 300 metrar á breidd. Engin hætta er á að það rekist á Jörðina í sjáanlegri framtíð.
„Að finna tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið er merkur áfangi,“ segir Lindley Johnson, verkefnastjóri Near-Earth Object Observations Program hjá NASA. „Við þurfum hins vegar að finna tíu sinnum fleiri fyrirbæri í viðbót til að geta verið nokkuð viss um að hafa fundið öll þau sem gætu mögulega rekist á Jörðina og valdið tjóni.“
Af þeim 10.000 jarðnándarfyrirbærum sem vitað er um, eru tæplega 1000 smástirni stærri en 1 km — nokkurn veginn af þeirri stærð sem hefði hnattræn áhrif ef til árekstrar kæmi. Engin hætta stafar af þessum smástirnum í sjáanlegri framtíð.
Minnstu jarðnándarsmástirnin eru í kringum 1 metri að þvermáli en það stærsta, 1036 Ganymed, er 41 kílómetri að þvermáli. Yfirgnæfandi meirihluti jarðnándarsmástirna er innan við 1 km að stærð en fjöldi smástirna eykst samhliða minnkandi stærð.
Áætlað er að til séu um 15.000 jarðnándarsmástirni sem eru á stærð við einn og hálfan fótboltavöll (í kringum 140 metrar) og meira en milljón sem eru í kringum 30 metrar að stærð. Fyrirbæri þarf að vera í kringum 30 metrar eða stærra til að geta valdið umtalsverðu tjóni á byggðum svæðum.
Til samanburðar var Chelyabinsk loftsteinninn rétt innan við 20 metrar að stærð. Áætlað er að næstum 30% af rúmlega 100 metra breiðum smástirnum hafi þegar fundist en innan við 1% af 30 metrar breiðum!
Að meðaltali finnast þrjú jarðnándarsmástirni á dag eða um 1000 á hverju ári. Flest hafa fundist í verkefnum á borð við LINEAR, NEAT, Catalina Sky Survey, LONEOS og Pan-STARRS. Auk þess finna stjörnuáhugamenn alltaf fjölmörg ný smástini á hverju ári. Í Minor Planet Center í Harvardháskóla eru allar uppgötvanirnar skrásettar og brautir smástirnanna reiknaðar út.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóla Íslands og Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum sem byggir á fréttatilkynningu NASA.
Stjörnufræðingar finna tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið
Sævar Helgi Bragason 30. jún. 2013 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa nú fundið yfir 10.000 smástirni og halastjörnur sem geta komist nálægt Jörðinni.
Stjörnufræðingar hafa nú fundið yfir 10.000 smástirni og halastjörnur sem geta komist nálægt Jörðinni. Tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið, smástirnið 2013 MZ5, fannst aðfaranótt 18. júní síðastliðinn með Pan-STARRS sjónaukanum sem er á tindi Haleakala eldfjallsins á Maui, einni Hawaiieyja. Níutíu og átta prósent allra þekktra jarðnándarsmástirna hafa fundist í verkefnum á vegum NASA.
Þau smástirni sem komast í innan við 45 milljón km fjarlægð frá Jörðinni eru kölluð jarðnándarsmástirni. Þau mynduðust sennilega ekki á svipuðum slóðum og Jörðin, heldur eiga flestöll rætur að rekja til smástirnabeltisins milli Mars og Júpíters. Þyngdartog Júpíters og sólarljósið hafa smám saman hnikað þeim til og mjakað þeim innar í sólkerfið.
Sum skera braut Jarðar og einhver gætu í framtíðinni rekist á Jörðina og valdið miklu tjóni. Þess vegna er mikilvægt að finna öll hættulegustu smástirnin í tæka tíð áður en til áreksturs kemur og finna leiðir til að bægja hættunni frá.
Fyrsta jarðnándarsmástirnið fannst árið 1898 en næstu hundrað árin fundust ekki nema um 500 í viðbót. Eftir að NASA setti á laggirnar verkefni undir lok 20. aldar, sem gengur út að leita sérstaklega að þessum smástirnum, hafa mörg þúsund fundist í viðbót. Þann 18. júlí 2013 fannst tíu þúsundasta jarðnándarsmástirnið: 2013 MZ5 sem er um 300 metrar á breidd. Engin hætta er á að það rekist á Jörðina í sjáanlegri framtíð.
„Að finna tíu þúsundasta jarðnándarfyrirbærið er merkur áfangi,“ segir Lindley Johnson, verkefnastjóri Near-Earth Object Observations Program hjá NASA. „Við þurfum hins vegar að finna tíu sinnum fleiri fyrirbæri í viðbót til að geta verið nokkuð viss um að hafa fundið öll þau sem gætu mögulega rekist á Jörðina og valdið tjóni.“
Af þeim 10.000 jarðnándarfyrirbærum sem vitað er um, eru tæplega 1000 smástirni stærri en 1 km — nokkurn veginn af þeirri stærð sem hefði hnattræn áhrif ef til árekstrar kæmi. Engin hætta stafar af þessum smástirnum í sjáanlegri framtíð.
Minnstu jarðnándarsmástirnin eru í kringum 1 metri að þvermáli en það stærsta, 1036 Ganymed, er 41 kílómetri að þvermáli. Yfirgnæfandi meirihluti jarðnándarsmástirna er innan við 1 km að stærð en fjöldi smástirna eykst samhliða minnkandi stærð.
Áætlað er að til séu um 15.000 jarðnándarsmástirni sem eru á stærð við einn og hálfan fótboltavöll (í kringum 140 metrar) og meira en milljón sem eru í kringum 30 metrar að stærð. Fyrirbæri þarf að vera í kringum 30 metrar eða stærra til að geta valdið umtalsverðu tjóni á byggðum svæðum.
Til samanburðar var Chelyabinsk loftsteinninn rétt innan við 20 metrar að stærð. Áætlað er að næstum 30% af rúmlega 100 metra breiðum smástirnum hafi þegar fundist en innan við 1% af 30 metrar breiðum!
Að meðaltali finnast þrjú jarðnándarsmástirni á dag eða um 1000 á hverju ári. Flest hafa fundist í verkefnum á borð við LINEAR, NEAT, Catalina Sky Survey, LONEOS og Pan-STARRS. Auk þess finna stjörnuáhugamenn alltaf fjölmörg ný smástini á hverju ári. Í Minor Planet Center í Harvardháskóla eru allar uppgötvanirnar skrásettar og brautir smástirnanna reiknaðar út.
Tenglar
Smástirni
Halastjörnur
Loftsteinar
Chelyabinsk loftsteinninn
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóla Íslands og Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum sem byggir á fréttatilkynningu NASA.