Hraunbreiður í rótum stærsta eldfjalls sólkerfisins
Sævar Helgi Bragason
05. júl. 2013
Fréttir
Nýjar og glæsilegar myndir Mars Express geimfars ESA sýna mótunarsögu stærsta eldfjalls sólkerfisins
Á nýjum og glæsilegum myndum Mars Express geimfars ESA sjást mörg hundruð víðáttumiklar hraunbreiður í rótum Ólympusfjalls. Fyrir nokkrum milljónum ára streymdu hraunin niður bratta hamraveggi fjallsins í miklum hraunfossum en úr þeim má lesa sögu þessa stærsta eldfjalls sólkerfisins.
|
Á þessari mynd sést hæðarkort af Mars og svæðið sem HRSC tók mynd af. Mynd: NASA MGS MOLA Science Team
|
Þann 21. janúar 2013 var HRSC myndavélinni (High Resolution Stereo Camera) í Mars Express geimfari Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) beint að suðausturhluta Ólympusfjalls. Ólympusfjall er hæsta eldfjall sólkerfisins, um 27 km hátt, næstum þrisvar sinnum hærra en hæsta eldfjallið á Jörðinn, Mauna Kea á Hawaii.
Rétt eins og Mauna Kea (og Skjaldbreiður) er Ólympusfjall dyngja með mjög aflíðandi hlíðar. En ólíkt öðrum dyngjum hefur Ólympusfjall mikla og áberandi hamraveggi sem gnæfa yfir slétturnar í kring.
Hamraveggirnir umlykja allt eldfjallið og eru sumstaðar hærri en Everestfjall. Þeir hafa huganlega myndast við mikil berghlaup úr hlíðum fjallsins. Til eru aðrar tilgátur, til dæmis sú að hraun hafi runnið yfir jökulís sem síðan hafi bráðnað svo hlíðarnar gáfu sig og hrundu.
Upp úr hraunbreiðunum í rótum fjallsins, sem líklega eru helluhraun, rísa nokkrir tindar. Þeir eru sennilega bergblokkir sem hafa losnað þegar hlíðarnar hrundu, snúist og lyfst uppfyrir hraunbreiðurnar.
Á myndunum hér fyrir neðan sést sama svæði frá öðrum sjónarhornum. Augljóst er að mörg hraun liggja ofan á hvort öðru og náðu sum alla leið út á slétturnar fyrir neðan þar sem þau dreifðu úr sér. Sum þessara hrauna hafa runnið í tignarlegum hraunfossum, ekki ósvipuðum hraunfossunum sem runnu niður í Hrunagil og Hvannárgil í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2013 — nema auðvitað miklu stærri!
|
Miklar hraunbreiður runnu eitt sinn niður hlíðar Ólympusfjalls í kringum náttúrulega tálma og út á slétturnar umhverfis fjallið. Tindarnir sem rísa upp úr hlíðunm, efst á myndinni, eru sennilega bergblokkir sem brotnuðu af, snerust og lyftust upp þegar hlíðarnar hrundu. Mynd: ESA/DLR/FU Berlin (G. Neukum)
|
Sum hraunin runnu neðanjarðan (kannski frekar neðanmars?) í löngum hraunhellum. Með tímanum hrundu þök hellanna og sjást merki þess í fjallinu.
Óreiðukennd helluhraunin eru úfin í samanburði við slétturnar í kring. Hrukkótta svæðið neðarlega fyrir miðju sýnir hvar hraun hefur storknað og dregist saman.
Við vinstri brún efstu myndarinnar, nokkurn veginn fyrir miðju, sést farvegur sem sennilega er myndaður af hrauni, þó líklega hafi vatn líka komið þar við sögu.
|
Suðausturhlíðar Ólympusfjalls frá öðru sjónarhorni. Sjá má fremur ógreinileg merki um hraunhella sem hafa hrunið. Mynd: ESA/DLR/FU Berlin (G. Neukum)
|
Í hlíðum fjallsins eru sárafáir loftsteinagígar svo svæðið er miklu yngra en gígóttari svæði annars staðar á Mars. Því gígóttara sem landslag er, því eldra er það. Yngstu hraunin liggja ofan á hraunum sem gígar hafa myndast á og bendir það til þess að seinast hafi gosið í fjallinu fyrir fáeinum milljónum ára.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóla Íslands og Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum sem byggir á fréttatilkynningu ESA.
Hraunbreiður í rótum stærsta eldfjalls sólkerfisins
Sævar Helgi Bragason 05. júl. 2013 Fréttir
Nýjar og glæsilegar myndir Mars Express geimfars ESA sýna mótunarsögu stærsta eldfjalls sólkerfisins
Á nýjum og glæsilegum myndum Mars Express geimfars ESA sjást mörg hundruð víðáttumiklar hraunbreiður í rótum Ólympusfjalls. Fyrir nokkrum milljónum ára streymdu hraunin niður bratta hamraveggi fjallsins í miklum hraunfossum en úr þeim má lesa sögu þessa stærsta eldfjalls sólkerfisins.
Þann 21. janúar 2013 var HRSC myndavélinni (High Resolution Stereo Camera) í Mars Express geimfari Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) beint að suðausturhluta Ólympusfjalls. Ólympusfjall er hæsta eldfjall sólkerfisins, um 27 km hátt, næstum þrisvar sinnum hærra en hæsta eldfjallið á Jörðinn, Mauna Kea á Hawaii.
Rétt eins og Mauna Kea (og Skjaldbreiður) er Ólympusfjall dyngja með mjög aflíðandi hlíðar. En ólíkt öðrum dyngjum hefur Ólympusfjall mikla og áberandi hamraveggi sem gnæfa yfir slétturnar í kring.
Hamraveggirnir umlykja allt eldfjallið og eru sumstaðar hærri en Everestfjall. Þeir hafa huganlega myndast við mikil berghlaup úr hlíðum fjallsins. Til eru aðrar tilgátur, til dæmis sú að hraun hafi runnið yfir jökulís sem síðan hafi bráðnað svo hlíðarnar gáfu sig og hrundu.
Upp úr hraunbreiðunum í rótum fjallsins, sem líklega eru helluhraun, rísa nokkrir tindar. Þeir eru sennilega bergblokkir sem hafa losnað þegar hlíðarnar hrundu, snúist og lyfst uppfyrir hraunbreiðurnar.
Á myndunum hér fyrir neðan sést sama svæði frá öðrum sjónarhornum. Augljóst er að mörg hraun liggja ofan á hvort öðru og náðu sum alla leið út á slétturnar fyrir neðan þar sem þau dreifðu úr sér. Sum þessara hrauna hafa runnið í tignarlegum hraunfossum, ekki ósvipuðum hraunfossunum sem runnu niður í Hrunagil og Hvannárgil í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2013 — nema auðvitað miklu stærri!
Sum hraunin runnu neðanjarðan (kannski frekar neðanmars?) í löngum hraunhellum. Með tímanum hrundu þök hellanna og sjást merki þess í fjallinu.
Óreiðukennd helluhraunin eru úfin í samanburði við slétturnar í kring. Hrukkótta svæðið neðarlega fyrir miðju sýnir hvar hraun hefur storknað og dregist saman.
Við vinstri brún efstu myndarinnar, nokkurn veginn fyrir miðju, sést farvegur sem sennilega er myndaður af hrauni, þó líklega hafi vatn líka komið þar við sögu.
Í hlíðum fjallsins eru sárafáir loftsteinagígar svo svæðið er miklu yngra en gígóttari svæði annars staðar á Mars. Því gígóttara sem landslag er, því eldra er það. Yngstu hraunin liggja ofan á hraunum sem gígar hafa myndast á og bendir það til þess að seinast hafi gosið í fjallinu fyrir fáeinum milljónum ára.
Tenglar
Mars á Stjörnufræðivefnum
Ólympusfjall á Stjörnufræðivefnum
Efsta myndin í hærri upplausn (10 mb)
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóla Íslands og Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum sem byggir á fréttatilkynningu ESA.