ALMA sér stjörnu fæðast með tilþrifum
Sævar Helgi Bragason
20. ágú. 2013
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu.
Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu. Með því að skoða ljós frá kolmónoxíðsameindum í fyrirbæri sem kallast Herbig-Haro 46/47 hafa þeir komist að því að strókarnir eru mun öflugri en áður var talið. Mælingarnar sýndu auk þess annan óþekktan efnisstrók sem stefnir í allt aðra átt.
Ungar stjörnur eru tilþrifamikil fyrirbæri. Þær varpa frá sér efni með miklum hraða, allt að eins mlljón kílómetra hraða á klukkustund. Þegar þetta efni rekst á gasið í kring byrjar það að glóa og verður þá til Herbig-Haro fyrirbæri [1]. Í um 1.400 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Seglinu er tignarlegt dæmi um slíkt fyribæri, kallað Herbig-Haro 46/47 en það var viðfangsefni einnar fyrstu rannsóknar ALMA sem gerð var þegar sjónaukinn var enn í smíðum og langt í frá tilbúinn.
Nýju mælingarnar á Herbig-Haro 46/47 sýna að hluti efnisins var mun hraðskreiðari en áður hafði mælst. Það þýðir að gasútstreymið ber miklu meiri orku og skriðþunga en áður var talið.
„Næmnin í mælingum ALMA hefur gert okkur kleift að sjá áður óséð smáatriði í uppsprettunni, eins og þetta mjög hraðskreiða útstreymi. Þetta virðist einnig vera skólabókardæmi um ústreymi sameinda sem orðið hefur til fyrir tilverknað vinds frá stóru svæði við stjörnuna,“ segir Héctor Arce (Yaleháskóla í Bandaríkjunum) sem hafði umsjón með mælingunum og er aðalhöfundur greinar um rannsóknina.
Mælingar ALMA stóðu yfir í aðeins fimm klukkustundir — jafnvel þótt ALMA hafi verið í smíðum á sama tíma — en samskonar mælingar með öðrum sjónaukum hefðu tekið tífalt lengri tíma.
„Smáatriðin á myndunum af Herbig-Haro 46/47 eru ótrúleg. Sínu merkilegri er þó sú staðreynd að mælingarnar voru gerðar í fyrstu starfsdögum sjónaukans. Í framtíðinni mun ALMA skila mun betri myndum en þessum á enn skemmri tíma,“ segir Stuart Cordoer (Joint ALMA Observatory í Chile), meðhöfundur greinarinnar.
„Þetta kerfi er mjög svipað flestum stökum lágmassastjörnum sem eru að myndast og þróast,“ segir Diego Mardones (Universidad de Chile), annar meðhöfundur greinarinnar. „Kerfið er þó óvenjulegt á þann hátt að útstreymið hefur á aðra hlið stjönunnar ungu og þýtur burt úr skýinu frá hinni hlið hennar. Kerfið hentar því vel fyrir rannsóknir á áhrif stjörnuvinda á móðurský stjörnunnar.“
Sú mikla mælinákvæmni sem náðist með ALMA gerði stjörnufræðingunum einnig kleift að sjá óvænt útstreymi frá lítilli fylgistjörnu ungu stjörnunnar. Þetta útstreymi er næstum hornrétt á meginstjörnuna og er að sverfa eigið holrúm í skýið í kring.
„ALMA hefur gert okkur kleift að sjá mun fínni smáatriði í útstreymisfyrirbærum en fyrri rannsóknir voru færar um. Þetta sýnir að í náinni framtíð munu margar óvæntar og heillandi uppgötvanir verða gerðar með röðinni allri. ALMA mun án nokkurs vafa bylta rannsóknum á myndun stjarna!“ segir Arce að lokum.
Skýringar
[1] Stjörnufræðingarnir George Herbig og Guillermo Haro voru ekki fyrstir til að sjá fyrirbærið sem nú ber nöfn þeirra, heldur voru þeir fyrstir til að rannsaka þau í smáatriðum. Þeir komust að því, að ekki var aðeins um að ræða klumpa úr gasi og ryki sem endurvörpuðu ljósi eða skinu fyrir tilverknað útfjólublás ljóss frá ungum stjörnum, heldur voru þau ný tegund fyrirbæra sem verða til við höggbylgjur frá efni sem þýtur burt frá stjörnumyndunarsvæðum á miklum hraða.
Frekari upplýsingar
Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af ESO, í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í Austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).
Skýrt er frá þessari rannsókn í greininni „ALMA Observations of the HH 46/47 Molecular Outflow“ eftir Héctor Arce o.fl. sem birtist íAstrophysical Journal.
Í rannsóknarteyminu eru Héctor G. Arce (Yale University, New Haven í Bandaríkjunum), Diego Mardones (Universidad de Chile, Santiago í Chile), Stuartt A. Corder (Joint ALMA Observatory, Santiago í Chile), Guido Garay (Universidad de Chile), Alberto Noriega-Crespo (Infrared Processing and Analysis Center, California Institute of Technology, Pasadena í Bandaríkjunum) og Alejandro C. Raga (Instituto de Ciencias Nucleares í Mexíkó).
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1336.
Tengdar myndir
- Þessi glæsilega mynd af Herbig-Haro 46/47 er sett saman úr hálfsmillímetra-gögnum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) og athugunum New Technology Telescope (NTT) af sýnilegu ljósi sem hefur mun styttri bylgjulengd. Athuganir ALMA (appelsínugular og grænar, til hægri) á nýfæddu stjörnunni sýna stóran, orkuríkan strók stefna burt frá okkur en hann sést ekki í sýnilegu ljósi því gas og ryk byrgja sýn. Vinstra megin (í bleiku og fjólubláu) sést sýnilegi hluti stróksins en hann stefnir að hluta til í átt að okkur. Mynd: ESO/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/H. Arce. Þakkir: Bo Reipurth
- Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu. Með því að skoða ljós frá kolmónoxíðsameindum í fyrirbæri sem kallast Herbig-Haro 46/47 hafa þeir komist að því að strókarnir eru mun öflugri en áður var talið. Í þessum mælingum ALMA tákna litirnir hreyfingu efnisins: Blái hlutarnir til vinstri eru strókar sem stefna í átt að Jörðinni (blávik) en stærri strókurinn til hægri stefnir burt (rauðvik). Mynd: ESO/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/H. Arce
- Á þessari mynd sem New Technology Telescope ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile tók sést Herbig-Haro fyrirbærið HH 46/47 sem strókar stefna burt úr dimmu stjörnumyndunarskýi. Fyrirbærið var viðfangsefni einna fyrstu rannsókna ALMA. Mynd: ESO/Bo Reipurth
- Þessi víðmynd sýnir stjörnumyndunarsvæði í stjörnumerkinu Seglinu. Við miðja mynd sjást strókarnir frá Herbig-Haro fyrirbærinu HH 46/47 skaga út úr dökka skýinu en inni í því eru stjörnur að fæðast. Myndin var sett saman úr gögnum frá Digitized Sky Survey 2. Mynd: ESO/Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin
ALMA sér stjörnu fæðast með tilþrifum
Sævar Helgi Bragason 20. ágú. 2013 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu.
Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa náð óvenju skýrri nærmynd af efni streyma burt frá nýfæddri stjörnu. Með því að skoða ljós frá kolmónoxíðsameindum í fyrirbæri sem kallast Herbig-Haro 46/47 hafa þeir komist að því að strókarnir eru mun öflugri en áður var talið. Mælingarnar sýndu auk þess annan óþekktan efnisstrók sem stefnir í allt aðra átt.
Ungar stjörnur eru tilþrifamikil fyrirbæri. Þær varpa frá sér efni með miklum hraða, allt að eins mlljón kílómetra hraða á klukkustund. Þegar þetta efni rekst á gasið í kring byrjar það að glóa og verður þá til Herbig-Haro fyrirbæri [1]. Í um 1.400 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Seglinu er tignarlegt dæmi um slíkt fyribæri, kallað Herbig-Haro 46/47 en það var viðfangsefni einnar fyrstu rannsóknar ALMA sem gerð var þegar sjónaukinn var enn í smíðum og langt í frá tilbúinn.
Nýju mælingarnar á Herbig-Haro 46/47 sýna að hluti efnisins var mun hraðskreiðari en áður hafði mælst. Það þýðir að gasútstreymið ber miklu meiri orku og skriðþunga en áður var talið.
„Næmnin í mælingum ALMA hefur gert okkur kleift að sjá áður óséð smáatriði í uppsprettunni, eins og þetta mjög hraðskreiða útstreymi. Þetta virðist einnig vera skólabókardæmi um ústreymi sameinda sem orðið hefur til fyrir tilverknað vinds frá stóru svæði við stjörnuna,“ segir Héctor Arce (Yaleháskóla í Bandaríkjunum) sem hafði umsjón með mælingunum og er aðalhöfundur greinar um rannsóknina.
Mælingar ALMA stóðu yfir í aðeins fimm klukkustundir — jafnvel þótt ALMA hafi verið í smíðum á sama tíma — en samskonar mælingar með öðrum sjónaukum hefðu tekið tífalt lengri tíma.
„Smáatriðin á myndunum af Herbig-Haro 46/47 eru ótrúleg. Sínu merkilegri er þó sú staðreynd að mælingarnar voru gerðar í fyrstu starfsdögum sjónaukans. Í framtíðinni mun ALMA skila mun betri myndum en þessum á enn skemmri tíma,“ segir Stuart Cordoer (Joint ALMA Observatory í Chile), meðhöfundur greinarinnar.
„Þetta kerfi er mjög svipað flestum stökum lágmassastjörnum sem eru að myndast og þróast,“ segir Diego Mardones (Universidad de Chile), annar meðhöfundur greinarinnar. „Kerfið er þó óvenjulegt á þann hátt að útstreymið hefur á aðra hlið stjönunnar ungu og þýtur burt úr skýinu frá hinni hlið hennar. Kerfið hentar því vel fyrir rannsóknir á áhrif stjörnuvinda á móðurský stjörnunnar.“
Sú mikla mælinákvæmni sem náðist með ALMA gerði stjörnufræðingunum einnig kleift að sjá óvænt útstreymi frá lítilli fylgistjörnu ungu stjörnunnar. Þetta útstreymi er næstum hornrétt á meginstjörnuna og er að sverfa eigið holrúm í skýið í kring.
„ALMA hefur gert okkur kleift að sjá mun fínni smáatriði í útstreymisfyrirbærum en fyrri rannsóknir voru færar um. Þetta sýnir að í náinni framtíð munu margar óvæntar og heillandi uppgötvanir verða gerðar með röðinni allri. ALMA mun án nokkurs vafa bylta rannsóknum á myndun stjarna!“ segir Arce að lokum.
Skýringar
[1] Stjörnufræðingarnir George Herbig og Guillermo Haro voru ekki fyrstir til að sjá fyrirbærið sem nú ber nöfn þeirra, heldur voru þeir fyrstir til að rannsaka þau í smáatriðum. Þeir komust að því, að ekki var aðeins um að ræða klumpa úr gasi og ryki sem endurvörpuðu ljósi eða skinu fyrir tilverknað útfjólublás ljóss frá ungum stjörnum, heldur voru þau ný tegund fyrirbæra sem verða til við höggbylgjur frá efni sem þýtur burt frá stjörnumyndunarsvæðum á miklum hraða.
Frekari upplýsingar
Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af ESO, í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í Austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).
Skýrt er frá þessari rannsókn í greininni „ALMA Observations of the HH 46/47 Molecular Outflow“ eftir Héctor Arce o.fl. sem birtist íAstrophysical Journal.
Í rannsóknarteyminu eru Héctor G. Arce (Yale University, New Haven í Bandaríkjunum), Diego Mardones (Universidad de Chile, Santiago í Chile), Stuartt A. Corder (Joint ALMA Observatory, Santiago í Chile), Guido Garay (Universidad de Chile), Alberto Noriega-Crespo (Infrared Processing and Analysis Center, California Institute of Technology, Pasadena í Bandaríkjunum) og Alejandro C. Raga (Instituto de Ciencias Nucleares í Mexíkó).
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1336.University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir