Rannsóknir á norðurljósum á Íslandi í 30 ár
Fyrirlestur um rannsóknir japanskra og íslenskra vísindamanna á gagnstæðum norðurljósum
Sævar Helgi Bragason
03. sep. 2013
Fréttir
Í 30 ár hafa athuganir á norðurljósum verið gerðar frá þremur stöðum á Íslandi í samstarfi Japana og Íslendinga. Miðvikudaginn 4. september verður haldinn fyrirlestur um þessar merkilegu rannsóknir.
Í 30 ár hafa athuganir á norðurljósum verið gerðar frá þremur stöðum á Íslandi í samstarfi japönsku Pólrannsóknastofnunarinnar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Á suðurhveli starfrækja Japanar sambærilega athugunarstöð í þeim tilgangi að kanna hvort segulljósin séu spegilmyndir hvors annars. Miðvikudaginn 4. september heldur Natsuo Sato, prófessor við Pólrannsóknastofnun Japans, fyrirlestur um þessar rannsóknir. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 16:00.
Norðurljós og samsvarandi suðurljós verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir hátt í lofthjúpi Jarðar. Agnirnar streyma eftir segulsviðslínunum og fá þar orkuna sem þarf til að mynda ljósadýrðina.
Norðurljós og suðurljós eru algengust í beltum sem umlykja segulskaut jarðar. Til að nýta það sem best hafa Japanir starfrækt rannsóknarstöð í Syowa á Suðurskautslandinu og þrjár stöðvar á Íslandi frá árinu 1983: Í Húsafelli (Augastöðum), á Tjörnesi (Mánárbakka), á Ísafirði á árunum 1984-89 og í Æðey frá 1989-2009.
Á norður og suðurhveli eru staðir þar sem tilteknar jarðsegulsviðslínur tengja saman hvelin. Segulsviðslínur á pólsvæðunum tengjast annað hvort við gagnstætt hvel (lokaðar segulsviðslínur) eða geimsegulsviðið (opnar segulsviðslínur). Hlaðnar agnir frá sólinni ferðast eftir þessum línum og því er stundum talað um að norður- og suðurljósin séu spegilmyndir hvors annars. Þrjátíu ára rannsóknir sýna hins vegar að spegluð norðurljós eru fátíð.
„Norðurljós sem verða nánast samstímis á norður- og suðurhveli jarðar ættu að vera spegilmyndir hvors annars,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. „Ísland og rannsóknastöð Japana í Syowa á Suðurskautslandinu eru á sitt hvorum endanum á sömu segulsviðslínum jarðsegulsviðsins og því tilvalin til rannsókna m.a. á þessu fyrirbæri. Menn áttu von á að sjá svona spegluð norðurljós á þessum stöðum, en það hefur reynst fátiðara en reiknað var með. Spurningin er þá hvers vegna svo er.“
Mælingar á gagnstæðum segulljósum veita einstakt tækifæri til rannsókna á því hvar og hvernig hinar ósýnilegu segulsviðslínur tengja jarðarhvelin; hvaða áhrif sólvindurinn hefur á segulhvolf jarðar og á eðli hröðunarferla norðurljósa.
„Mjög fáir heppilegir athugunarstaðir eru á suðurhveli sem takmarkar mjög gagnstöðuathuganir á jörðu niðri,“ segir Natsuo Sato, prófessor við Pólrannsóknastofnun Japans. „Gera þarf sjónmælingar samtímis frá tveimur gagnstöðupunktum á jörðinni, en til þess þurfa báðar athugunarstöðvarnar að vera í myrkri og veður þarf að vera hagstætt. Þrátt fyrir þessar takmarkanir hafa margir áhugaverðir segulljósaatburðir greinst.“
Sato mun halda fyrirlestur um norðurljósin og rannsóknir Japana á gagnstæðum norðurljósum frá Íslandi undanfarin þrjátíu ár. Í erindinu, sem verður flutt á ensku, verður að auki verður rætt um fyrirbæri eins og norðurljósaslit, norðurljósaperlur og blikótt norðurljós. Fjöldi mynda og myndskeiða verður sýndur.
Fyrirlestur Satos fer fram miðvikudaginn 4. september klukkan 16:00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Tenglar
Tengiliðir
Gunnlaugur Björnsson
Vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskólans
Tæknigarður
Sími: 525-4792
Email: gulli [hjá] raunvis.hi.is
Sævar Helgi Bragason
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Sími: 896-1984
Email: [email protected]
Tengdar myndir
- Norðurljósakóróna. Mynd: Natsuo Sato
Rannsóknir á norðurljósum á Íslandi í 30 ár
Fyrirlestur um rannsóknir japanskra og íslenskra vísindamanna á gagnstæðum norðurljósum
Sævar Helgi Bragason 03. sep. 2013 Fréttir
Í 30 ár hafa athuganir á norðurljósum verið gerðar frá þremur stöðum á Íslandi í samstarfi Japana og Íslendinga. Miðvikudaginn 4. september verður haldinn fyrirlestur um þessar merkilegu rannsóknir.
Í 30 ár hafa athuganir á norðurljósum verið gerðar frá þremur stöðum á Íslandi í samstarfi japönsku Pólrannsóknastofnunarinnar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Á suðurhveli starfrækja Japanar sambærilega athugunarstöð í þeim tilgangi að kanna hvort segulljósin séu spegilmyndir hvors annars. Miðvikudaginn 4. september heldur Natsuo Sato, prófessor við Pólrannsóknastofnun Japans, fyrirlestur um þessar rannsóknir. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 16:00.
Norðurljós og samsvarandi suðurljós verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir hátt í lofthjúpi Jarðar. Agnirnar streyma eftir segulsviðslínunum og fá þar orkuna sem þarf til að mynda ljósadýrðina.
Norðurljós og suðurljós eru algengust í beltum sem umlykja segulskaut jarðar. Til að nýta það sem best hafa Japanir starfrækt rannsóknarstöð í Syowa á Suðurskautslandinu og þrjár stöðvar á Íslandi frá árinu 1983: Í Húsafelli (Augastöðum), á Tjörnesi (Mánárbakka), á Ísafirði á árunum 1984-89 og í Æðey frá 1989-2009.
Á norður og suðurhveli eru staðir þar sem tilteknar jarðsegulsviðslínur tengja saman hvelin. Segulsviðslínur á pólsvæðunum tengjast annað hvort við gagnstætt hvel (lokaðar segulsviðslínur) eða geimsegulsviðið (opnar segulsviðslínur). Hlaðnar agnir frá sólinni ferðast eftir þessum línum og því er stundum talað um að norður- og suðurljósin séu spegilmyndir hvors annars. Þrjátíu ára rannsóknir sýna hins vegar að spegluð norðurljós eru fátíð.
„Norðurljós sem verða nánast samstímis á norður- og suðurhveli jarðar ættu að vera spegilmyndir hvors annars,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. „Ísland og rannsóknastöð Japana í Syowa á Suðurskautslandinu eru á sitt hvorum endanum á sömu segulsviðslínum jarðsegulsviðsins og því tilvalin til rannsókna m.a. á þessu fyrirbæri. Menn áttu von á að sjá svona spegluð norðurljós á þessum stöðum, en það hefur reynst fátiðara en reiknað var með. Spurningin er þá hvers vegna svo er.“
Mælingar á gagnstæðum segulljósum veita einstakt tækifæri til rannsókna á því hvar og hvernig hinar ósýnilegu segulsviðslínur tengja jarðarhvelin; hvaða áhrif sólvindurinn hefur á segulhvolf jarðar og á eðli hröðunarferla norðurljósa.
„Mjög fáir heppilegir athugunarstaðir eru á suðurhveli sem takmarkar mjög gagnstöðuathuganir á jörðu niðri,“ segir Natsuo Sato, prófessor við Pólrannsóknastofnun Japans. „Gera þarf sjónmælingar samtímis frá tveimur gagnstöðupunktum á jörðinni, en til þess þurfa báðar athugunarstöðvarnar að vera í myrkri og veður þarf að vera hagstætt. Þrátt fyrir þessar takmarkanir hafa margir áhugaverðir segulljósaatburðir greinst.“
Sato mun halda fyrirlestur um norðurljósin og rannsóknir Japana á gagnstæðum norðurljósum frá Íslandi undanfarin þrjátíu ár. Í erindinu, sem verður flutt á ensku, verður að auki verður rætt um fyrirbæri eins og norðurljósaslit, norðurljósaperlur og blikótt norðurljós. Fjöldi mynda og myndskeiða verður sýndur.
Fyrirlestur Satos fer fram miðvikudaginn 4. september klukkan 16:00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Tenglar
Tilkynning um fyrirlesturinn
Myndir af vef Natsuo Sato
Tengiliðir
Gunnlaugur Björnsson
Vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskólans
Tæknigarður
Sími: 525-4792
Email: gulli [hjá] raunvis.hi.is
Sævar Helgi Bragason
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Sími: 896-1984
Email: [email protected]
Tengdar myndir