Nærmynd af Toby Jug þokunni
Sævar Helgi Bragason
09. okt. 2013
Fréttir
VLT sjónauki ESO hefur náð glæsilegri mynd af geimþoku sem minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi
Very Large Telescope ESO tók þessa óvenju nákvæmu mynd af Toby Jug þokunni, gas- og rykskýi sem umlykur rauða risastjörnu. Á myndinni sést vel bogamyndunin sem einkennir þokuna svo hún minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi.
Toby Jug þokan, eða IC 2220, er endurskinsþoka í um 1.200 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum. Hún er gas- og rykský sem stjarna innan í því lýsir upp en hún er kölluð HD 65750. Stjarnan sú er rauður risi, fimm sinnum efnismeiri en sólin okkar, sem komin er mun lengra á þróunarferli sínu en sólin, þrátt fyrir að vera tiltölulega ung eða í kringum 50 milljón ára [1].
Stjarnan í miðjunni myndaði þokuna þegar hún varpaði efni frá sér út í geiminn. Þegar gasið og rykið kólnar myndast skýið í kringum hana. Rykið samanstendur af efni eins og kolefni og einföldum efnasamböndum eins og títanoxíði og kalsíumoxíði. Athuganir á fyrirbærinu með innrauðu ljósi benda til þess að það sé að mestu kísiltvíoxíð sem endurvarpi ljósi stjörnunnar.
IC 2220 skín því rykið endurkastar ljósi frá stjörnunni. Þessi himneska fiðrildamyndun er næstum samhverf og spannar um eitt ljósár. Þetta skeið í ævi stjörnu er skammvinnt svo fyrirbæri sem þessi eru sjaldgæf.
Rauðir risar eru aldraðar stjörnur á lokastigum ævi sinnar. Slíkar stjörnur hafa næstum klárað vetnisbirgðirnar sem knúa áfram kjarnasamrunann sem heldur stjörnunum gangandi mestan hluta ævinnar. Þegar vetnisbirgðirnar klárast byrjar lofthjúpur stjörnunnar að þenjast út. Í stjörnum eins og HD 65750 er helíumbruni í skel í kringum kjarna sem er úr kolefni og súrefni en nær yfirborði stjörnunnar er líklega vetnisskel.
Eftir nokkra milljarða ára mun sólin okkar líka þenjast út og verða rauður risi. Búast má við að útþensla sólar muni ná út fyrir braut Jarðar og þar með muni sólin gleypa innri reikistjörnunnar. Jörðin verður þá reyndar þegar orðin frekar illa á sig komin. Sú aukna útgeislun og þeir sterku sólvindar sem fylgja útþenslu sólar, munu eyða öllu lífi á Jörðinni og láta höfin gufa upp áður en reikistjarnan bráðnar.
Bresku stjörnufræðingarnir Paul Murdin, David Allen og David Malin gáfu IC 2220 þokunni gælunafnið Toby Jug þokan vegna lögunarinnar. Þeim þótti þokan minna sig á gamla breska drykkjarkönnu sem kallast Toby Jug sem þeir þekktu síðan úr barnæsku.
Myndin var tekin fyrir ESO Cosmic Gems verkefnið [2].
Skýringar
[1] Massameiri stjörnur endast miklu skemur en léttari stjörnur eins og sólin okkar. Ævilengd sólar mælist í milljörðum ára en þyngri stjarna í milljónum ára.
[2] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavik, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1343.
Krakkavæn útgáfa
Nærmynd af Toby Jug þokunni
Sævar Helgi Bragason 09. okt. 2013 Fréttir
VLT sjónauki ESO hefur náð glæsilegri mynd af geimþoku sem minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi
Very Large Telescope ESO tók þessa óvenju nákvæmu mynd af Toby Jug þokunni, gas- og rykskýi sem umlykur rauða risastjörnu. Á myndinni sést vel bogamyndunin sem einkennir þokuna svo hún minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi.
Toby Jug þokan, eða IC 2220, er endurskinsþoka í um 1.200 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum. Hún er gas- og rykský sem stjarna innan í því lýsir upp en hún er kölluð HD 65750. Stjarnan sú er rauður risi, fimm sinnum efnismeiri en sólin okkar, sem komin er mun lengra á þróunarferli sínu en sólin, þrátt fyrir að vera tiltölulega ung eða í kringum 50 milljón ára [1].
Stjarnan í miðjunni myndaði þokuna þegar hún varpaði efni frá sér út í geiminn. Þegar gasið og rykið kólnar myndast skýið í kringum hana. Rykið samanstendur af efni eins og kolefni og einföldum efnasamböndum eins og títanoxíði og kalsíumoxíði. Athuganir á fyrirbærinu með innrauðu ljósi benda til þess að það sé að mestu kísiltvíoxíð sem endurvarpi ljósi stjörnunnar.
IC 2220 skín því rykið endurkastar ljósi frá stjörnunni. Þessi himneska fiðrildamyndun er næstum samhverf og spannar um eitt ljósár. Þetta skeið í ævi stjörnu er skammvinnt svo fyrirbæri sem þessi eru sjaldgæf.
Rauðir risar eru aldraðar stjörnur á lokastigum ævi sinnar. Slíkar stjörnur hafa næstum klárað vetnisbirgðirnar sem knúa áfram kjarnasamrunann sem heldur stjörnunum gangandi mestan hluta ævinnar. Þegar vetnisbirgðirnar klárast byrjar lofthjúpur stjörnunnar að þenjast út. Í stjörnum eins og HD 65750 er helíumbruni í skel í kringum kjarna sem er úr kolefni og súrefni en nær yfirborði stjörnunnar er líklega vetnisskel.
Eftir nokkra milljarða ára mun sólin okkar líka þenjast út og verða rauður risi. Búast má við að útþensla sólar muni ná út fyrir braut Jarðar og þar með muni sólin gleypa innri reikistjörnunnar. Jörðin verður þá reyndar þegar orðin frekar illa á sig komin. Sú aukna útgeislun og þeir sterku sólvindar sem fylgja útþenslu sólar, munu eyða öllu lífi á Jörðinni og láta höfin gufa upp áður en reikistjarnan bráðnar.
Bresku stjörnufræðingarnir Paul Murdin, David Allen og David Malin gáfu IC 2220 þokunni gælunafnið Toby Jug þokan vegna lögunarinnar. Þeim þótti þokan minna sig á gamla breska drykkjarkönnu sem kallast Toby Jug sem þeir þekktu síðan úr barnæsku.
Myndin var tekin fyrir ESO Cosmic Gems verkefnið [2].
Skýringar
[1] Massameiri stjörnur endast miklu skemur en léttari stjörnur eins og sólin okkar. Ævilengd sólar mælist í milljörðum ára en þyngri stjarna í milljónum ára.
[2] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1343.University of Iceland
Reykjavik, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Krakkavæn útgáfa