Þessi síða er upplýsingagátt með nýjustu fréttir og myndir af halastjörnunni ISON
Halastjarnan ISON (C/2012 S1), sem fannst í september 2012, hefur vakið miklar vonir meðal stjörnuáhugafólks. Hún nálgast nú sólina og fer hársbreidd framhjá henni 28. nóvember en birtist vonandi aftur á morgunhimninum í byrjun desember. Þá gæti ISON orðið björt og fögur lágt á himninum yfir Íslandi. Hve áberandi hún verður er ómögulegt að segja til um fyrr en í ljós er komið, hvort hún stendur af sér ferðalagið framhjá sólinni.
Þessi síða er hugsuð sem upplýsingagátt með nýjustu fréttir og myndir af halastjörnunni. Við hvetjum íslenska ljósmyndara til að senda okkur myndir. Upplýsingar munu einnig birtast á Facebook síðu Stjörnufræðivefsins.
Hvenær og hvert á að horfa?
Því miður mun halastjarnan ISON ekki sjást á himninum. Hún gufaði upp eftir ferðalagið framhjá sólinni.
Uppfærslur
1. desember – Hvíl í friði ISON! Halastjarnan fuðraði upp eftir ferðalag sitt framhjá sólinni. Úr leifunum myndaðist ský sem dreifði úr sér og dofnaði hægt og rólega. ISON mun því miður ekki prýða himinninn hjá okkur. Sjá má afdrif hennar á myndskeiðinu hér undir.
30. nóvember – Leifarnar af ISON eru að dofna hratt þegar þær fjarlægast sólina. Birtustigið er komið að mörkum þess sem greina má með berum augum. Eins og staðan er núna er mjög ólíklegt að nokkuð muni sjást af leifunum með berum augum á himninum.
29. nóvember
Kl. 13:10 – Leifarnar af ISON sjást sem keilulaga ský fyrir ofan sólina á nýjustu myndum SOHO gervitunglsins. Búast má við að skýið muni dreifast frekar en birta þess hefur aukist. Keilulögunin segir okkur að mikið efni hafi losnað en það ferðast meðfram braut um halastjörnunnar og er ekki í venjulegum hala. Ekki er vitað enn hvort einhver kjarni er í skýinu. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort eitthvað af henni muni sjást á himninum næstu daga.
ISON ferðast framhjá sólinni séð með SOHO LASCO C2. Myndskeiðið er sett saman úr 88 ljósmyndum sem teknar voru milli kl. 00:28 þann 28. nóvember til kl. 00:13 þann 29. nóvember. Mynd: NASA/ESA/SOHO/Emily Lakdawalla
Kl. 01:00 – Er ISON risin úr öskustónni? Erfitt að segja en nýjustu myndirnar eru áhugaverðar. Kannski ætti hún að heita halastjarna Schrödingers, er hún lifandi eða dauð? Halastjörnur hafa tilhneigingu til að koma okkur á óvart og kannski gerist það í þessu tilviki. „Sögusagnir um andlát mitt eru stórlega ýktar“ sagði Mark Twain. Kannski á það líka við um ISON. Það kemur í ljós! Sennilegast eru þetta þó aðeins leifar halastjörnunnar.
Mynd: NASA/ESA/SOHO
28. nóvember
Kl. 22:05 – Á nýjustu myndum SOHO sjást leifar halastjörnunnar í stefnu klukkan 11 frá skífunni.
Mynd: NASA/ESA/SOHO
Kl. 20:40
– Eins og Íkarus flaug ISON of nálægt sólinni. Um hádegi í dag byrjaði hún sennilega að leysast upp en þá tóku menn eftir því að birta hennar hafði dvínað. Einnig sáust engin merki um gashala sem venjulega merkir að kjarninn hafi brotnað upp eða væri óvirkur.
Kl. 20:20 – ISON er fyrrverandi halastjarna. Engin merki um ISON á myndum frá Solar Dynamics Observatory. Aðeins leifar af halanum sjáanlegar á mynudm SOHO (sjá fyrir neðan). Óhætt að segja að ISON hafi fuðrað alveg upp. RIP ISON, þetta var gaman og spennandi á meðan þessu stóð.
Mynd: NASA/ESA/SOHO
Kl. 19:15
– Heldur dökkt útlitið þessa stundina. Enginn augljós kjarni sýnilegur á myndum. Líklega hefur halastjarnan sundrast.
Mynd: NASA/ESA/SOHO
Kl. 17:40 – ISON er í sólnánd um kl. 18:25. Hún hegðar sér skringilega því birta hennar minnkaði í dag, öfugt við það sem búast mátti við. ISON birtist fyrr en síðar í sjónsviði Solar Dynamics Observatory. Myndin hér undir er frá SOHO geimfarinu en hún var tekin fyrr í dag.
Mynd: NASA/ESA/SOHO
27. nóvember – ISON er nú loks farin að hegða sér eins og sólkær halastjarna, þ.e. hún er komin mjög nálægt sólinni og uppgufunin er orðin mjög hröð. Birtan hefur aukist töluvert en þó er enn ekki ljóst hvort hún er að sundrast.
Ekki er hægt að segja til um hvenær örlög halastjörnunnar koma í ljós, en ef hún stenst ágang sólar af sér, mun hún birtast mjög lágt á morgun- og kvöldhimninum á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Seinni hluta eða í lok næstu viku ætti hún að vera komin nógu hátt á loft til að sjást vel með berum augum.
Virknin í halastjörnunni hefur breytt braut hennar lítillega. Hún mun ekki yfirgefa sólkerfið, heldur fara aftur framhjá sólinni eftir 581.000 ár (ef hún sundrast ekki)!
ISON er nú komin inn í sjónsvið SOHO gervitunglsins, sem fylgist með sólinni, eins og sjá má á myndinni hér undir. Gusan sem sést í byrjun er kórónugos frá sólinni.
Myndir frá SOHO gervitunglnu sem sýna ISON nálgast sólina. Hreyfimyndin var sett saman úr ljósmyndum sem teknar voru á rétt rúmum sólarhring (milli kl. 21:20 að íslenskum tíma þann 26. nóvember til kl. 21.32 þann 27. nóvember). Mynd: NASA/ESA/SOHO/Emily Lakdawalla
26. nóvember – Enn er óljóst hvort ISON sé að leysast upp eða ekki. Í dag birti NASA myndskeið af halastjörnunni í sjónsviði STEREO-A geimfarsins. Myndskeiðið var tekið milli 20. og 25. nóvember.
25. nóvember – ISON gæti verið að sundrast, ef marka yfirlýsingar sumra stjörnufræðinga, sem aðrir draga í efa. Virknin virðist hafa minnkað og birta halastjörnunnar ekki aukist eins og við var búist. Of snemmt er þó að segja af eða á. Við fylgjumst bara náið með.
24. nóvember – ISON er komin það nálægt sólinni að ekki er hægt að sjá hana með berum augum lengur. Nú bíðum við bara eftir að vita örlög halastjörnunnar. Enski stjörnuáhugamaðurinn Pete Lawrence tók þessa mynd af ISON frá La Palma, einni Kanaríeyja, að morgni 22. nóvember.
Halstjarnan ISON 22. nóvember 2013 kl. 06:40 séð frá Kanaríeyjunni La Palma. Mynd: Pete Lawrence
22. nóvember – Halastjarnan ISON sést nú í sjónsviði STEREO-A geimfars NASA. Engin merki eru um að hún hafi tvístrast enn sem komið er.
Halastjarnan ISON í sjónsviði STEREO-A geimfars NASA 21. nóvember 2013. Áhrif sólvindsins á hala halastjörnunnar Encke sjást vel. Mynd: Karl Battams/NASA/STEREO/CIOC
20. nóvember – Birta ISON hefur aukist hratt undanfarna daga, þótt hún færist neðar á morgunhiminninn í dagsbirtuna frá sólinni. Halastjarnan er í Meyjunni, rétt fyrir neðan Merkúríus, en færist hratt yfir í Vogina. Til að finna hana er gott að styðjast við þetta kort frá Sky & Telescope.
18. nóvember – ESO hefur birt nýja mynd af ISON sem tekin var með TRAPPIST sjónaukanum í Chile föstudagsmorguninn 15. nóvember.
Halastjarnan ISON 15. nóvember 2013. Mynd: Damian Peach
14. nóvember – ISON vaknar til lífsins. Eftir að hafa verið heldur daufari en vonast var eftir, jókst birta ISON skyndilega sexfalt. Hún sést nú með berum augum.
Upplýsingar um halastjörnuna ISON
Upplýsingaveita um halastjörnuna ISON sem verður uppfærð nánast daglega á meðan halastjarnan sést
Sævar Helgi Bragason 21. nóv. 2013 Fréttir
Þessi síða er upplýsingagátt með nýjustu fréttir og myndir af halastjörnunni ISON
Halastjarnan ISON (C/2012 S1), sem fannst í september 2012, hefur vakið miklar vonir meðal stjörnuáhugafólks. Hún nálgast nú sólina og fer hársbreidd framhjá henni 28. nóvember en birtist vonandi aftur á morgunhimninum í byrjun desember. Þá gæti ISON orðið björt og fögur lágt á himninum yfir Íslandi. Hve áberandi hún verður er ómögulegt að segja til um fyrr en í ljós er komið, hvort hún stendur af sér ferðalagið framhjá sólinni.
Þessi síða er hugsuð sem upplýsingagátt með nýjustu fréttir og myndir af halastjörnunni. Við hvetjum íslenska ljósmyndara til að senda okkur myndir. Upplýsingar munu einnig birtast á Facebook síðu Stjörnufræðivefsins.
Hvenær og hvert á að horfa?
Því miður mun halastjarnan ISON ekki sjást á himninum. Hún gufaði upp eftir ferðalagið framhjá sólinni.
Uppfærslur
1. desember – Hvíl í friði ISON! Halastjarnan fuðraði upp eftir ferðalag sitt framhjá sólinni. Úr leifunum myndaðist ský sem dreifði úr sér og dofnaði hægt og rólega. ISON mun því miður ekki prýða himinninn hjá okkur. Sjá má afdrif hennar á myndskeiðinu hér undir.
30. nóvember – Leifarnar af ISON eru að dofna hratt þegar þær fjarlægast sólina. Birtustigið er komið að mörkum þess sem greina má með berum augum. Eins og staðan er núna er mjög ólíklegt að nokkuð muni sjást af leifunum með berum augum á himninum.
29. nóvember
Kl. 13:10 – Leifarnar af ISON sjást sem keilulaga ský fyrir ofan sólina á nýjustu myndum SOHO gervitunglsins. Búast má við að skýið muni dreifast frekar en birta þess hefur aukist. Keilulögunin segir okkur að mikið efni hafi losnað en það ferðast meðfram braut um halastjörnunnar og er ekki í venjulegum hala. Ekki er vitað enn hvort einhver kjarni er í skýinu. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort eitthvað af henni muni sjást á himninum næstu daga.
Kl. 01:00 – Er ISON risin úr öskustónni? Erfitt að segja en nýjustu myndirnar eru áhugaverðar. Kannski ætti hún að heita halastjarna Schrödingers, er hún lifandi eða dauð? Halastjörnur hafa tilhneigingu til að koma okkur á óvart og kannski gerist það í þessu tilviki. „Sögusagnir um andlát mitt eru stórlega ýktar“ sagði Mark Twain. Kannski á það líka við um ISON. Það kemur í ljós! Sennilegast eru þetta þó aðeins leifar halastjörnunnar.
Kl. 22:05 – Á nýjustu myndum SOHO sjást leifar halastjörnunnar í stefnu klukkan 11 frá skífunni.
– Eins og Íkarus flaug ISON of nálægt sólinni. Um hádegi í dag byrjaði hún sennilega að leysast upp en þá tóku menn eftir því að birta hennar hafði dvínað. Einnig sáust engin merki um gashala sem venjulega merkir að kjarninn hafi brotnað upp eða væri óvirkur.
Kl. 20:20 – ISON er fyrrverandi halastjarna. Engin merki um ISON á myndum frá Solar Dynamics Observatory. Aðeins leifar af halanum sjáanlegar á mynudm SOHO (sjá fyrir neðan). Óhætt að segja að ISON hafi fuðrað alveg upp. RIP ISON, þetta var gaman og spennandi á meðan þessu stóð.
– Heldur dökkt útlitið þessa stundina. Enginn augljós kjarni sýnilegur á myndum. Líklega hefur halastjarnan sundrast.
Kl. 17:40 – ISON er í sólnánd um kl. 18:25. Hún hegðar sér skringilega því birta hennar minnkaði í dag, öfugt við það sem búast mátti við. ISON birtist fyrr en síðar í sjónsviði Solar Dynamics Observatory. Myndin hér undir er frá SOHO geimfarinu en hún var tekin fyrr í dag.
27. nóvember – ISON er nú loks farin að hegða sér eins og sólkær halastjarna, þ.e. hún er komin mjög nálægt sólinni og uppgufunin er orðin mjög hröð. Birtan hefur aukist töluvert en þó er enn ekki ljóst hvort hún er að sundrast.
Ekki er hægt að segja til um hvenær örlög halastjörnunnar koma í ljós, en ef hún stenst ágang sólar af sér, mun hún birtast mjög lágt á morgun- og kvöldhimninum á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Seinni hluta eða í lok næstu viku ætti hún að vera komin nógu hátt á loft til að sjást vel með berum augum.
Virknin í halastjörnunni hefur breytt braut hennar lítillega. Hún mun ekki yfirgefa sólkerfið, heldur fara aftur framhjá sólinni eftir 581.000 ár (ef hún sundrast ekki)!
ISON er nú komin inn í sjónsvið SOHO gervitunglsins, sem fylgist með sólinni, eins og sjá má á myndinni hér undir. Gusan sem sést í byrjun er kórónugos frá sólinni.
26. nóvember – Enn er óljóst hvort ISON sé að leysast upp eða ekki. Í dag birti NASA myndskeið af halastjörnunni í sjónsviði STEREO-A geimfarsins. Myndskeiðið var tekið milli 20. og 25. nóvember.
25. nóvember – ISON gæti verið að sundrast, ef marka yfirlýsingar sumra stjörnufræðinga, sem aðrir draga í efa. Virknin virðist hafa minnkað og birta halastjörnunnar ekki aukist eins og við var búist. Of snemmt er þó að segja af eða á. Við fylgjumst bara náið með.
Í dag var einnig birt mynd af ISON sem MESSENGER geimfar NASA tók frá Merkúríusi.
24. nóvember – ISON er komin það nálægt sólinni að ekki er hægt að sjá hana með berum augum lengur. Nú bíðum við bara eftir að vita örlög halastjörnunnar. Enski stjörnuáhugamaðurinn Pete Lawrence tók þessa mynd af ISON frá La Palma, einni Kanaríeyja, að morgni 22. nóvember.
22. nóvember – Halastjarnan ISON sést nú í sjónsviði STEREO-A geimfars NASA. Engin merki eru um að hún hafi tvístrast enn sem komið er.
20. nóvember – Birta ISON hefur aukist hratt undanfarna daga, þótt hún færist neðar á morgunhiminninn í dagsbirtuna frá sólinni. Halastjarnan er í Meyjunni, rétt fyrir neðan Merkúríus, en færist hratt yfir í Vogina. Til að finna hana er gott að styðjast við þetta kort frá Sky & Telescope.
18. nóvember – ESO hefur birt nýja mynd af ISON sem tekin var með TRAPPIST sjónaukanum í Chile föstudagsmorguninn 15. nóvember.
15. nóvember – Enski stjörnuljósmyndarinn Damian Peach tók stórkostlega mynd af halastjörnunni sem sýnir vel smáatriði í halanum.
14. nóvember – ISON vaknar til lífsins. Eftir að hafa verið heldur daufari en vonast var eftir, jókst birta ISON skyndilega sexfalt. Hún sést nú með berum augum.
Tenglar
Upplýsingar um halastjörnuna ISON á Stjörnufræðivefnum
Hvað eru halastjörnur?
NASA Comet ISON Observing Campaign
Latest updates on Comet ISON
Halastjörnur á himni á vef Almanaks Háskóla Íslands
Höf. Sævar Helgi Bragason