Sýnishorn úr fjársjóðskistu kortlagningarsjónauka
VST tekur mynd af Lónþokunni
Sævar Helgi Bragason
22. jan. 2014
Fréttir
ESO hefur birt glæsilega nýja ljósmynd frá VST sjónaukanum af Lónþokunni
Þessa glæsilegu nýju ljósmynd af Lónþokunni var tekin með VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Þessi risavaxna gas- og rykþoka hýsir ungar stjörnuþyrpingar og er lýst upp af ungum og mjög skærum stjörnum. Myndin er hluti af verkefni sem snýst um að kortleggja himinninn en alls standa yfir ellefu slík verkefni með sjónaukum ESO. Að lokum verður til mjög umfangsmikið og opinbert gagnsafn fyrir allt stjarnvísindafólk í heiminum.
Lónþokan er forvitinilegt fyrirbæri í um 5.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Bogmanninum. Þokan er einnig þekkt sem Messier 8 en hún er 100 ljósár í þvermál og eru nýjar stjörnur að myndast í gas- og rykslæðum hennar [1]. Myndin er 16.000 pixlar á breidd en hún var tekin með VLT Survey Telescope (VST), öðrum af tveimur kortlagningarsjónaukum ESO í Paranal stjörnustöðinni í norður Chile. Þysjanlega útgáfa myndarinnar gerir fólki kleift að skoða ýmsa króka og kima þokunnar.
VST var ekki beint vísvitandi að Lónþokunni í þetta sinn. Myndin er einfaldlega hluti af stærðarinnar mynd sem kallast VPHAS+ og þekur mun stærra svæði af Vetrarbrautinni okkar. VPHAS+ er eitt þriggja kortlagningarverkefna VST fyrir sýnilegt ljós. Auk þess standa yfir sex önnur kortlagningarverkefni fyrir innrautt ljós með VISTA sjónaukanum.
Öll þessi verkefni hverfast um margar af mikilvægustu spurningum nútíma stjarnvísinda. Má þar nefna eðli hulduorku, leit að skærum dulstirnum úr árdögum alheims, könnun á uppbyggingu Vetrarbrautarinnar, leit að óvenjulegum, huldum fyrirbærum, nákvæmar rannsóknir á nágrönnum okkar Magellansskýjunum og mörg önnur viðfangsefni. Sagan sýnir að í kortlagningarverkefnnm kemur oft ýmislegt óvænt í ljós en það er einmitt nauðsynlegt fyrir framrás stjarnvísinda.
Fyrir utan níu kortlagningarverkefni VISTA og VST, standa einnig yfir tvö önnur kortlagningarverkefni með öðrum sjónaukum ESO. Í einu þeirra, Gaia-ESO Survey, er Very Large Telescope í Paranal notaður til að skrásetja eiginleika yfir 100.000 stjarna í Vetrarbrautinni, en í öðru (PESSTO) er skammvinnum fyrirbærum eins og sprengistjörnum fylgt eftir með New Technology Telescope í La Silla [2].
Sum þessara verkefna hófust árið 2010 en önnur eru nýlegri, en í öllum hafa gögn verið gerð opinber og aðgengileg stjörnufræðingum um heim allan í gegnum gagnasafn ESO [3].
Þótt verkefnin standi enn yfir, hafa þau þegar skilað nokkrum uppgötvunum. Má þar nefna nýjar stjörnuþyrpingar sem fundust í VVV verkefninu (eso1128, eso1141), birtingu á besta kortinu til þess af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar (eso1242, eso1339), mjög djúpa mynd af himninum í innrauðu ljósi (eso1213) og skammt er síðan menn komu auga á nokkur af fjarlægustu dulstirnum sem sést hafa hingað til (í VISTA VIKING verkefninu).
Kortlagningarverkefni ESO munu halda áfram næstu árin en stjarnfræðilegt notagildi þeirra mun haldast marga áratugi fram í tímann.
Skýringar
[1] ESO hefur útbúið nokkrar glæsilegar myndir af þessu sama fyrirbæri áður, sér í lagi risavaxna 370 megapixla mynd úr GigaGalaxy Zoom verkefninu (eso0936), en líka varpað nýju ljósi á það með hjálp VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) VVV verkefnisins sem kannaði leyndardóma Lónþokunnar í innrauðri geislun (eso1101).
[2] Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um öll verkefnin ellefu og einnig er ítarleg lýsing á stöðu þeirra og niðurstöðum í nýjasta hefti ESO Messenger.
[3] Hér má nálgast yfirlit yfir gagnabirtingar frá hinum ellefu kortlagningarverkefnum ESO.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1403.
Sýnishorn úr fjársjóðskistu kortlagningarsjónauka
VST tekur mynd af Lónþokunni
Sævar Helgi Bragason 22. jan. 2014 Fréttir
ESO hefur birt glæsilega nýja ljósmynd frá VST sjónaukanum af Lónþokunni
Þessa glæsilegu nýju ljósmynd af Lónþokunni var tekin með VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Þessi risavaxna gas- og rykþoka hýsir ungar stjörnuþyrpingar og er lýst upp af ungum og mjög skærum stjörnum. Myndin er hluti af verkefni sem snýst um að kortleggja himinninn en alls standa yfir ellefu slík verkefni með sjónaukum ESO. Að lokum verður til mjög umfangsmikið og opinbert gagnsafn fyrir allt stjarnvísindafólk í heiminum.
Lónþokan er forvitinilegt fyrirbæri í um 5.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Bogmanninum. Þokan er einnig þekkt sem Messier 8 en hún er 100 ljósár í þvermál og eru nýjar stjörnur að myndast í gas- og rykslæðum hennar [1]. Myndin er 16.000 pixlar á breidd en hún var tekin með VLT Survey Telescope (VST), öðrum af tveimur kortlagningarsjónaukum ESO í Paranal stjörnustöðinni í norður Chile. Þysjanlega útgáfa myndarinnar gerir fólki kleift að skoða ýmsa króka og kima þokunnar.
VST var ekki beint vísvitandi að Lónþokunni í þetta sinn. Myndin er einfaldlega hluti af stærðarinnar mynd sem kallast VPHAS+ og þekur mun stærra svæði af Vetrarbrautinni okkar. VPHAS+ er eitt þriggja kortlagningarverkefna VST fyrir sýnilegt ljós. Auk þess standa yfir sex önnur kortlagningarverkefni fyrir innrautt ljós með VISTA sjónaukanum.
Öll þessi verkefni hverfast um margar af mikilvægustu spurningum nútíma stjarnvísinda. Má þar nefna eðli hulduorku, leit að skærum dulstirnum úr árdögum alheims, könnun á uppbyggingu Vetrarbrautarinnar, leit að óvenjulegum, huldum fyrirbærum, nákvæmar rannsóknir á nágrönnum okkar Magellansskýjunum og mörg önnur viðfangsefni. Sagan sýnir að í kortlagningarverkefnnm kemur oft ýmislegt óvænt í ljós en það er einmitt nauðsynlegt fyrir framrás stjarnvísinda.
Fyrir utan níu kortlagningarverkefni VISTA og VST, standa einnig yfir tvö önnur kortlagningarverkefni með öðrum sjónaukum ESO. Í einu þeirra, Gaia-ESO Survey, er Very Large Telescope í Paranal notaður til að skrásetja eiginleika yfir 100.000 stjarna í Vetrarbrautinni, en í öðru (PESSTO) er skammvinnum fyrirbærum eins og sprengistjörnum fylgt eftir með New Technology Telescope í La Silla [2].
Sum þessara verkefna hófust árið 2010 en önnur eru nýlegri, en í öllum hafa gögn verið gerð opinber og aðgengileg stjörnufræðingum um heim allan í gegnum gagnasafn ESO [3].
Þótt verkefnin standi enn yfir, hafa þau þegar skilað nokkrum uppgötvunum. Má þar nefna nýjar stjörnuþyrpingar sem fundust í VVV verkefninu (eso1128, eso1141), birtingu á besta kortinu til þess af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar (eso1242, eso1339), mjög djúpa mynd af himninum í innrauðu ljósi (eso1213) og skammt er síðan menn komu auga á nokkur af fjarlægustu dulstirnum sem sést hafa hingað til (í VISTA VIKING verkefninu).
Kortlagningarverkefni ESO munu halda áfram næstu árin en stjarnfræðilegt notagildi þeirra mun haldast marga áratugi fram í tímann.
Skýringar
[1] ESO hefur útbúið nokkrar glæsilegar myndir af þessu sama fyrirbæri áður, sér í lagi risavaxna 370 megapixla mynd úr GigaGalaxy Zoom verkefninu (eso0936), en líka varpað nýju ljósi á það með hjálp VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) VVV verkefnisins sem kannaði leyndardóma Lónþokunnar í innrauðri geislun (eso1101).
[2] Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um öll verkefnin ellefu og einnig er ítarleg lýsing á stöðu þeirra og niðurstöðum í nýjasta hefti ESO Messenger.
[3] Hér má nálgast yfirlit yfir gagnabirtingar frá hinum ellefu kortlagningarverkefnum ESO.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1403.